Vilja að borgin rannsaki starfsemi vöggustofa Kjartan Kjartansson skrifar 5. júlí 2021 14:55 Skjáskot af blaðamynd af svefnherbergi vöggustofu i Reykjavík sem mennirnir fimm sendu fjölmiðlum í dag. Skjáskot Fimm karlmenn sem voru vistaðir á vöggustofum sem reknar voru á vegum Reykjavíkurborgar á síðustu öld krefjast þess að borgaryfirvöld rannsaki starfsemi þeirra og afleiðingar hennar á börn. Þeir segja að vistunin á vöggustofunum hafi valdið þeim og fjölskyldum þeirra skaða. Þeir Árni H. Kristjánsson, Fjölnir Geir Bragason, Hrafn Jökulsson, Tómas V. Albertsson og Viðar Eggertson krefjast þess að borgin skipi teymi sérfræðinga til að rannsaka starfsemi Vöggustofunnar að Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins sem Reykjavíkurborg rak og bar ábyrgð á. Í bréfi sem þeir hafa sent borgarstjórn vísa þeir til dr. Sigurjóns Björnssonar, fyrrverandi borgarfulltrúa Alþýðubandalagsins og forstöðumaður sálfræðideildar borgarinnar, sem hafi sýnt fram á að skaði barna sem voru vistuð þar hafi oft verið varanlegur vegna „rofs á tilfinningalegum þroska þeirra“. Þeir segja að dæmi séu um að fóstur og ættleiðingar barna frá vöggustofunum hafi verið á vafasömum forsendum og það hafi verið á almannavitorði að þangað skyldu barnlaus hjón leita eftir börnum. Mæður barna á vöggustofunum hafi yfirleitt verið í erfiðri félagslegri stöðu, þar á meðal ungar og einstæðar mæður eða einfaldlega fátækar. Þær hafi átt það sammerkt að eiga veikt bakland og því hafi þær brotnað undan þrýstingi félagsmálayfirvalda og afsalað sér börnum sínum. Vilja fimmmenningarnir, sem funda með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra á miðvikudag, að sérfræðiteymið skoði af hverju „mannskemmandi“ uppeldisstefna hafi orðið fyrir valinu og hafi áfram verið við lýði eftir að skaðsemi hennar var ljós. Fyrirsögn úr Þjóðviljanum um vöggustofu að Hlíðarenda frá 3. mars árið 1967.Skjáskot „Kanna þarf hversu mörg börn voru vistuð á vöggustofunum á starfstíma þeirra; hvernig þeim heilsaðist eftir vistina og hvernig þeim gekk að fóta sig í lífinu,“ segir í bréfinu. Nú þegar liggi fyrir framburður skjólstæðinga vöggustofanna um slæma andlega heilsu og erfiðleika á lífsleiðinni. „Það er mikilvægt fyrir eftirlifandi börn að viðurkennt sé að vistun þeirra á vöggustofum borgarinnar olli þeim tjóni. Einnig er brýnt að rannsaka hvernig börnunum var ráðstafað í fóstur eða til ættleiðingar, forsendur, fjölda þeirra og afdrif,“ segir í béfinu. Reykjavík Börn og uppeldi Vöggustofur í Reykjavík Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira
Þeir Árni H. Kristjánsson, Fjölnir Geir Bragason, Hrafn Jökulsson, Tómas V. Albertsson og Viðar Eggertson krefjast þess að borgin skipi teymi sérfræðinga til að rannsaka starfsemi Vöggustofunnar að Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins sem Reykjavíkurborg rak og bar ábyrgð á. Í bréfi sem þeir hafa sent borgarstjórn vísa þeir til dr. Sigurjóns Björnssonar, fyrrverandi borgarfulltrúa Alþýðubandalagsins og forstöðumaður sálfræðideildar borgarinnar, sem hafi sýnt fram á að skaði barna sem voru vistuð þar hafi oft verið varanlegur vegna „rofs á tilfinningalegum þroska þeirra“. Þeir segja að dæmi séu um að fóstur og ættleiðingar barna frá vöggustofunum hafi verið á vafasömum forsendum og það hafi verið á almannavitorði að þangað skyldu barnlaus hjón leita eftir börnum. Mæður barna á vöggustofunum hafi yfirleitt verið í erfiðri félagslegri stöðu, þar á meðal ungar og einstæðar mæður eða einfaldlega fátækar. Þær hafi átt það sammerkt að eiga veikt bakland og því hafi þær brotnað undan þrýstingi félagsmálayfirvalda og afsalað sér börnum sínum. Vilja fimmmenningarnir, sem funda með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra á miðvikudag, að sérfræðiteymið skoði af hverju „mannskemmandi“ uppeldisstefna hafi orðið fyrir valinu og hafi áfram verið við lýði eftir að skaðsemi hennar var ljós. Fyrirsögn úr Þjóðviljanum um vöggustofu að Hlíðarenda frá 3. mars árið 1967.Skjáskot „Kanna þarf hversu mörg börn voru vistuð á vöggustofunum á starfstíma þeirra; hvernig þeim heilsaðist eftir vistina og hvernig þeim gekk að fóta sig í lífinu,“ segir í bréfinu. Nú þegar liggi fyrir framburður skjólstæðinga vöggustofanna um slæma andlega heilsu og erfiðleika á lífsleiðinni. „Það er mikilvægt fyrir eftirlifandi börn að viðurkennt sé að vistun þeirra á vöggustofum borgarinnar olli þeim tjóni. Einnig er brýnt að rannsaka hvernig börnunum var ráðstafað í fóstur eða til ættleiðingar, forsendur, fjölda þeirra og afdrif,“ segir í béfinu.
Reykjavík Börn og uppeldi Vöggustofur í Reykjavík Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira