Einhverju hafi verið ábótavant við festingar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 3. júlí 2021 11:59 Frá vettvangi slyssins á Akureyri í fyrrdag. Vísir/Lillý Verkefnastjóri hjá Miðstöð slysavarna barna segir alveg skýrt að eitthvað hafi verið ábótavant við festingar eða frágang þegar hoppukastali tókst á loft á Akureyri í fyrradag. Það vanti skýrari reglur í kring um starfsleyfi slíkra tækja hér á landi. Um sjötíu börn voru í hoppukastalanum þegar atvikið átti sér stað við Naustaveg á Akureyri á þriðjudag. Sex börn voru flutt á sjúkrahúsið á Akureyri eftir slysið. Sex ára gamalt barn var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur og liggur nú mikið slasað á Landspítalanum eftir hátt fall úr kastalanum. Herdís Storgaard, verkefnastjóri hjá Miðstöð slysavarna barna, þekkir regluverkið í kring um starfsleyfi hoppukastala. „Þetta er náttúrulega hroðalegt að þetta hafi þurft að gerast. Þar sem það er mjög þekkt að þetta geti gerst varðandi þessa kastala. Það var dauðaslys í Ástralíu og í Bretlandi,“ segir Herdís. Það séu til tveir staðlar fyrir hoppukastala: alþjóðlegur staðall og evrópskur staðall en þeir hafi ekki verið innleiddir hér á landi. Samkvæmt stöðlunum séu kröfurnar sem gerðar eru til svona tækja séu mjög strangar, til dæmis hvað varðar festingar, veðurskilyrði og þá er gerð krafa um að öryggisfulltrúi sé á vakt sem fylgist vel með. „Það á að fara og ganga á allar festingarnar og það á stöðugt að fylgjast með breytingum í vindi,“ segir Herdís en framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra sagði í samtali við Vísi í gær að hugsanlega hafi veðuraðstæður verið yfir viðmiðunarmörkum þegar slysið varð. Hoppukastarekstur er starfsleyfisskyld starfsemi en Herdís segir að það vanti skýrari reglur í kring um starfsemina. „Hvað á að uppfylla, hversu margir eiga að vera að vinna, hversu mörgum má hleypa inn á svæðið. Og ef við erum að gera þetta faglega eins og í nágrannalöndunum á þetta allt að koma skýrt fram í starfsleyfinu, þegar þú færð starfsleyfi. Þetta vantar hérna, því miður,“ segir Herdís. Lögreglan á Norðurlandi eystra fer með rannsókn málsins og samkvæmt upplýsingum þaðan er málið í algjörum forgangi. Tekin hefur verið skýrsla af hópi fólks sem staddur var á vettvangi „Svona lagað gerist ekki nema eitthvað sé að en hvað það er veit ég ekki. Lögreglan er að rannsaka þetta og það verður mjög fróðlegt að sjá hvað kemur út úr þessu. En ég veit það að hlutur á ekki að geta tekist á loft nema einhverju sé ábótavant við festingar og frágang. Það er bara alveg skýrt,“ segir Herdís. Akureyri Lögreglumál Hoppukastalaslys á Akureyri Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Um sjötíu börn voru í hoppukastalanum þegar atvikið átti sér stað við Naustaveg á Akureyri á þriðjudag. Sex börn voru flutt á sjúkrahúsið á Akureyri eftir slysið. Sex ára gamalt barn var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur og liggur nú mikið slasað á Landspítalanum eftir hátt fall úr kastalanum. Herdís Storgaard, verkefnastjóri hjá Miðstöð slysavarna barna, þekkir regluverkið í kring um starfsleyfi hoppukastala. „Þetta er náttúrulega hroðalegt að þetta hafi þurft að gerast. Þar sem það er mjög þekkt að þetta geti gerst varðandi þessa kastala. Það var dauðaslys í Ástralíu og í Bretlandi,“ segir Herdís. Það séu til tveir staðlar fyrir hoppukastala: alþjóðlegur staðall og evrópskur staðall en þeir hafi ekki verið innleiddir hér á landi. Samkvæmt stöðlunum séu kröfurnar sem gerðar eru til svona tækja séu mjög strangar, til dæmis hvað varðar festingar, veðurskilyrði og þá er gerð krafa um að öryggisfulltrúi sé á vakt sem fylgist vel með. „Það á að fara og ganga á allar festingarnar og það á stöðugt að fylgjast með breytingum í vindi,“ segir Herdís en framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra sagði í samtali við Vísi í gær að hugsanlega hafi veðuraðstæður verið yfir viðmiðunarmörkum þegar slysið varð. Hoppukastarekstur er starfsleyfisskyld starfsemi en Herdís segir að það vanti skýrari reglur í kring um starfsemina. „Hvað á að uppfylla, hversu margir eiga að vera að vinna, hversu mörgum má hleypa inn á svæðið. Og ef við erum að gera þetta faglega eins og í nágrannalöndunum á þetta allt að koma skýrt fram í starfsleyfinu, þegar þú færð starfsleyfi. Þetta vantar hérna, því miður,“ segir Herdís. Lögreglan á Norðurlandi eystra fer með rannsókn málsins og samkvæmt upplýsingum þaðan er málið í algjörum forgangi. Tekin hefur verið skýrsla af hópi fólks sem staddur var á vettvangi „Svona lagað gerist ekki nema eitthvað sé að en hvað það er veit ég ekki. Lögreglan er að rannsaka þetta og það verður mjög fróðlegt að sjá hvað kemur út úr þessu. En ég veit það að hlutur á ekki að geta tekist á loft nema einhverju sé ábótavant við festingar og frágang. Það er bara alveg skýrt,“ segir Herdís.
Akureyri Lögreglumál Hoppukastalaslys á Akureyri Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira