Einróma ákall um einkavæðingu í Læknablaðinu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 2. júlí 2021 14:11 Fyrstu síður Læknablaðsins lýsa mikilli óánægju meðal lækna um störf heilbrigðisráðherra. vísir/vilhelm/læknablaðið Öll spjót standa á heilbrigðisráðherra í nýjasta tölublaði Læknablaðsins og virðist læknastéttin hafa fengið nóg af aðferðum og áherslum hans í heilbrigðiskerfinu. Að minnsta kosti verður varla annað skilið af fyrstu blaðsíðum blaðsins þar sem skoðanir framkvæmdastjóra lækninga á Landspítala og tveggja fyrrverandi formanna Læknafélags Íslands eru dregnar fram, ýmist í viðtölum eða skoðanagreinum. Og þeir virðast allir á eitt um lausn vandans: Það þarf aukna einkavæðingu í heilbrigðiskerfið. Vill útboð á starfsemi „Óumflýjanlegt er að tryggja fjölbreytilegri rekstrarform í heilbrigðisþjónustunni vegna fólksfjölgunar á Íslandi. Kröfurnar eru það miklar og stakkurinn þröngur frá ríkinu,“ er haft eftir Ólafi Baldurssyni, sem var nýlega endurráðinn framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala ævilangt. Ólafur Baldursson, framvkæmdastjóri lækninga á Landspítalanum.Vísir/Arnar „Hugsa þarf möguleikann á að bjóða hluta starfseminnar út, jafnvel að bjóða einstaka tegundir af vöktum út og huga að fjölbreyttara rekstrarformi í kerfinu í heild,“ segir Ólafur í aðalviðtali blaðsins, sem birtist á fyrstu síðu þess. Þar ræðir hann manneklu, undirfjármögnun og það að ábyrgð mistaka séu á herðum starfsfólks spítalans. Hernaðurinn gegn einkarekstrinum Á næstu síðum taka svo við ritstjórnargreinar tveggja fyrrverandi formanna Læknafélags Íslands, Sigurbjörns Sveinssonar og Þorbjörns Jónssonar og ber grein þess fyrrnefnda titilinn „Hernaðurinn gegn einkarekstrinum hafinn“. Þar rifjar Sigurbjörn meðal annars upp friðsæla valdatíma Ólafs kyrra Noregskonungs á elleftu öld og stillir þeim upp sem andstæðu ófriðaraldar í heilbrigðiskerfinu undir stjórn Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Hann segir ljóst að hafinn sé „hernaður gegn einkarekstrinum“: „Samningsleysi sérfræðilækna, ömurleg brotlending krabbameinsgreiningar kvenna, útflutningur liðskiptaaðgerða, hallarekstur hjúkrunarheimila og fleira í þeim dúr eru allt veigamiklir þættir í þeirri miðstýringaráráttu, sem nú ríður húsum í heilbrigðisráðuneytinu og tengdum stofnunum,“ skrifar Sigurbjörn. Sigubjrön Sveinsson virðist á þeirri skoðun að Svandís Svavarsdóttir og Ólafur kyrri séu andstæðar fígúrur í sögu Norurlanda.læknablaðið „Þeir sem styðja vilja við einkarekstur lækna í þágu almennings eru sakaðir um einkavæðingaráráttu, sem er hreint skrök eða „falsfréttir“, heldur hann áfram og vill meina að það sé ekki hægt að kalla það einkavæðingu ef ríkið semur við einkaaðila um að reka ákveðna þjónustu fyrir sig. Sigurbjörn segir að það væri best fyrir heilbrigðisráðherra að verðleggja læknisverk sem unnin eru á sjúkrastofnunum í eigu ríkisins á sambærilegan hátt og gert er hjá einkareknum stofnunum og fyrirtækjum lækna. „Hernaðurinn gegn einkarekstrinum skaðar einungis almenning og leiðir til óréttlætis og ófriðar eins og dæmin sanna.“ Verða að hafa opinn hug Þorbjörn Jónsson, sérfræðingur í ónæmisfræði og blóðgjafafræði og fyrrverandi formaður Læknafélagsins, hnýtir einnig í heilbrigðisráðherra í grein sinni sem birtist í blaðinu en hún ber titilinn „Er það töluverð áskorun fyrir ráðherra að standa með Landspítala?“. Þar tekur hann undirmönnun á bráðamóttökunni til umfjöllunar og segir hana hluta af stærri vanda Landspítalans í heils. Þorbjörn Jónsson er sérfræðingur í ónæmisfræði og blóðgjafafræði og var formaður Læknafélagsins á árunum 2011-2017.Vísir/Nanna Og lausnin er þessi: „Augljóslega þarf að leysa mönnunarvandamál spítalans og gera hann að eftirsóttum vinnustað á ný fyrir lækna og aðrar heilbrigðisstéttir. Sjúklingar sem þurfa ekki lengur á þjónustu sjúkrahússins að halda þurfa að komast á viðeigandi stað, til dæmis hjúkrunarheimili eða heim með viðeigandi heimahjúkrun og aðstoð.“ Þorbjörn virðist þó, líkt og kollegar hans, þeirrar skoðunar að það gæti verið best að einkaaðilar taki við þessari starfsemi: „Skoða þarf með opnum huga hvort heppilegt sé að semja við einkaaðila um slíka þjónustu.“ Landspítalinn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Sorglegt „að hlúa ekki betur að okkar elsta fólki heldur en þetta“ Stjórnendur Landspítala viðurkenna að hólfaskiptingu og aðgerðastjórnun á Landakoti hafi verið ábótavant þegar hópsýking kórónuveirunnar kom upp í haust. Sorglegt sé að elsta og viðkvæmasta fólkinu sé boðið upp á svo lakan húsakost. 16. júní 2021 17:48 Segir kerfið virðast svo stíft að það taki yfir læknisfræðina Fyrrverandi formaður Læknafélags Íslands vill að læknar fái ákveða sjálfir hvort leghálssýni sjúklinga þeirra verði tekin til rannsóknar eða ekki. Hann segir kerfið alltof stíft og farið að taka yfir læknisfræðina. 26. júní 2021 20:47 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fleiri fréttir Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Sjá meira
Og þeir virðast allir á eitt um lausn vandans: Það þarf aukna einkavæðingu í heilbrigðiskerfið. Vill útboð á starfsemi „Óumflýjanlegt er að tryggja fjölbreytilegri rekstrarform í heilbrigðisþjónustunni vegna fólksfjölgunar á Íslandi. Kröfurnar eru það miklar og stakkurinn þröngur frá ríkinu,“ er haft eftir Ólafi Baldurssyni, sem var nýlega endurráðinn framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala ævilangt. Ólafur Baldursson, framvkæmdastjóri lækninga á Landspítalanum.Vísir/Arnar „Hugsa þarf möguleikann á að bjóða hluta starfseminnar út, jafnvel að bjóða einstaka tegundir af vöktum út og huga að fjölbreyttara rekstrarformi í kerfinu í heild,“ segir Ólafur í aðalviðtali blaðsins, sem birtist á fyrstu síðu þess. Þar ræðir hann manneklu, undirfjármögnun og það að ábyrgð mistaka séu á herðum starfsfólks spítalans. Hernaðurinn gegn einkarekstrinum Á næstu síðum taka svo við ritstjórnargreinar tveggja fyrrverandi formanna Læknafélags Íslands, Sigurbjörns Sveinssonar og Þorbjörns Jónssonar og ber grein þess fyrrnefnda titilinn „Hernaðurinn gegn einkarekstrinum hafinn“. Þar rifjar Sigurbjörn meðal annars upp friðsæla valdatíma Ólafs kyrra Noregskonungs á elleftu öld og stillir þeim upp sem andstæðu ófriðaraldar í heilbrigðiskerfinu undir stjórn Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Hann segir ljóst að hafinn sé „hernaður gegn einkarekstrinum“: „Samningsleysi sérfræðilækna, ömurleg brotlending krabbameinsgreiningar kvenna, útflutningur liðskiptaaðgerða, hallarekstur hjúkrunarheimila og fleira í þeim dúr eru allt veigamiklir þættir í þeirri miðstýringaráráttu, sem nú ríður húsum í heilbrigðisráðuneytinu og tengdum stofnunum,“ skrifar Sigurbjörn. Sigubjrön Sveinsson virðist á þeirri skoðun að Svandís Svavarsdóttir og Ólafur kyrri séu andstæðar fígúrur í sögu Norurlanda.læknablaðið „Þeir sem styðja vilja við einkarekstur lækna í þágu almennings eru sakaðir um einkavæðingaráráttu, sem er hreint skrök eða „falsfréttir“, heldur hann áfram og vill meina að það sé ekki hægt að kalla það einkavæðingu ef ríkið semur við einkaaðila um að reka ákveðna þjónustu fyrir sig. Sigurbjörn segir að það væri best fyrir heilbrigðisráðherra að verðleggja læknisverk sem unnin eru á sjúkrastofnunum í eigu ríkisins á sambærilegan hátt og gert er hjá einkareknum stofnunum og fyrirtækjum lækna. „Hernaðurinn gegn einkarekstrinum skaðar einungis almenning og leiðir til óréttlætis og ófriðar eins og dæmin sanna.“ Verða að hafa opinn hug Þorbjörn Jónsson, sérfræðingur í ónæmisfræði og blóðgjafafræði og fyrrverandi formaður Læknafélagsins, hnýtir einnig í heilbrigðisráðherra í grein sinni sem birtist í blaðinu en hún ber titilinn „Er það töluverð áskorun fyrir ráðherra að standa með Landspítala?“. Þar tekur hann undirmönnun á bráðamóttökunni til umfjöllunar og segir hana hluta af stærri vanda Landspítalans í heils. Þorbjörn Jónsson er sérfræðingur í ónæmisfræði og blóðgjafafræði og var formaður Læknafélagsins á árunum 2011-2017.Vísir/Nanna Og lausnin er þessi: „Augljóslega þarf að leysa mönnunarvandamál spítalans og gera hann að eftirsóttum vinnustað á ný fyrir lækna og aðrar heilbrigðisstéttir. Sjúklingar sem þurfa ekki lengur á þjónustu sjúkrahússins að halda þurfa að komast á viðeigandi stað, til dæmis hjúkrunarheimili eða heim með viðeigandi heimahjúkrun og aðstoð.“ Þorbjörn virðist þó, líkt og kollegar hans, þeirrar skoðunar að það gæti verið best að einkaaðilar taki við þessari starfsemi: „Skoða þarf með opnum huga hvort heppilegt sé að semja við einkaaðila um slíka þjónustu.“
Landspítalinn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Sorglegt „að hlúa ekki betur að okkar elsta fólki heldur en þetta“ Stjórnendur Landspítala viðurkenna að hólfaskiptingu og aðgerðastjórnun á Landakoti hafi verið ábótavant þegar hópsýking kórónuveirunnar kom upp í haust. Sorglegt sé að elsta og viðkvæmasta fólkinu sé boðið upp á svo lakan húsakost. 16. júní 2021 17:48 Segir kerfið virðast svo stíft að það taki yfir læknisfræðina Fyrrverandi formaður Læknafélags Íslands vill að læknar fái ákveða sjálfir hvort leghálssýni sjúklinga þeirra verði tekin til rannsóknar eða ekki. Hann segir kerfið alltof stíft og farið að taka yfir læknisfræðina. 26. júní 2021 20:47 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fleiri fréttir Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Sjá meira
Sorglegt „að hlúa ekki betur að okkar elsta fólki heldur en þetta“ Stjórnendur Landspítala viðurkenna að hólfaskiptingu og aðgerðastjórnun á Landakoti hafi verið ábótavant þegar hópsýking kórónuveirunnar kom upp í haust. Sorglegt sé að elsta og viðkvæmasta fólkinu sé boðið upp á svo lakan húsakost. 16. júní 2021 17:48
Segir kerfið virðast svo stíft að það taki yfir læknisfræðina Fyrrverandi formaður Læknafélags Íslands vill að læknar fái ákveða sjálfir hvort leghálssýni sjúklinga þeirra verði tekin til rannsóknar eða ekki. Hann segir kerfið alltof stíft og farið að taka yfir læknisfræðina. 26. júní 2021 20:47