Sex ára barn á gjörgæslu eftir hoppukastalaslysið Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. júlí 2021 10:49 Frá vettvangi slyssins á Akureyri í gær. Vísir/Lillý Sex ára gamalt barn er á gjörgæslu á Landspítala eftir að hoppukastali tókst á loft á Akureyri á þriðja tímanum í gær. Tugir barna voru í hoppukastalanum þegar atvikið átti sér stað við Skautahöllina við Naustaveg. Sex voru fluttir til skoðunar á sjúkrahús á Akureyri og eitt með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er barnið sem flutt var til Reykjavíkur sex ára og nú á gjörgæslu. Áverkar barnsins eru eftir hátt fall úr hoppukastalanum. Perlan rekur hoppukastalann sem um ræðir. Sami hoppukastali var við Perluna í Reykjavík frá júlí til september í fyrra. Nú er annar sams konar hoppukastali, Skrímslið svokalla, við Perluna og samkvæmt upplýsingum fréttastofu verður hann áfram í notkun. Rannsókn á frumstigi Lögreglan á Norðurlandi eystra rannsakar tildrög slyssins. Kristján Kristjánsson yfirlögregluþjónn segir rannsóknin á algjöru frumstigi. Sjónvarvottar hafa lýst því að vindhviða hafi rifið upp horn hoppukastalans og þeytt því í loft upp. „Þetta er það sem við höfum heyrt líka,“ segir Kristján. Ekki rætt formlega við vitni enn sem komið er Hafið þið rætt við marga vegna málsins? „Nei, það er ekki byrjað að ræða formlega við fólk,“ segir Kristján. Það verði gert á næstu dögum en rannsókn málsins sé í fullum gangi. „Það er verið að vinna að þessu á fullu,“ segir Kristján. Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlunnar, lýsti yfir ábyrgð á slysinu í gær. Hann sagði að hoppukastalinn á Akureyri yrði aldrei notaður aftur. Sá sem er við Perluna í Reykjavík muni standa áfram. Akureyri Lögreglumál Hoppukastalaslys á Akureyri Tengdar fréttir Engir fullorðnir starfsmenn við Skrímslið: „Það greip um sig alger ringulreið“ Foreldri sem varð vitni að því þegar hoppukastali, Skrímslið svokallaða, tókst á loft á Akureyri í dag segir að mikil ringulreið hafi gripið um sig meðal foreldra þegar vindhviða feykti kastalanum á loft. Hann segist hissa á því að enginn fullorðinn starfsmaður hafi verið á staðnum og segir unglingsstráka um 15 ára aldur hafa verið einu starfsmennina á staðnum. 1. júlí 2021 18:29 „Ég ber ábyrgð á því sem er að gerast þarna“ „Í fyrsta lagi er ég gjörsamlega miður mín, og ég skil ekkert í þessu. Við fylgjum þeirri reglu að það er bara lokað í vindi. Hann er ekki blásinn upp í vindi,“ segir Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlunnar. 1. júlí 2021 15:51 Fjöldi barna í risastórum hoppukastala sem tókst á loft á Akureyri Fjöldi barna var í risastórum hoppukastala sem tókst á loft við Skautahöllina við Naustaveg á Akureyri á þriðja tímanum í dag. Sex voru flutt til skoðunar á sjúkrahús á Akureyri og eitt með sjúkraflugi suður til Reykjavíkur. 1. júlí 2021 14:28 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Sjá meira
Tugir barna voru í hoppukastalanum þegar atvikið átti sér stað við Skautahöllina við Naustaveg. Sex voru fluttir til skoðunar á sjúkrahús á Akureyri og eitt með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er barnið sem flutt var til Reykjavíkur sex ára og nú á gjörgæslu. Áverkar barnsins eru eftir hátt fall úr hoppukastalanum. Perlan rekur hoppukastalann sem um ræðir. Sami hoppukastali var við Perluna í Reykjavík frá júlí til september í fyrra. Nú er annar sams konar hoppukastali, Skrímslið svokalla, við Perluna og samkvæmt upplýsingum fréttastofu verður hann áfram í notkun. Rannsókn á frumstigi Lögreglan á Norðurlandi eystra rannsakar tildrög slyssins. Kristján Kristjánsson yfirlögregluþjónn segir rannsóknin á algjöru frumstigi. Sjónvarvottar hafa lýst því að vindhviða hafi rifið upp horn hoppukastalans og þeytt því í loft upp. „Þetta er það sem við höfum heyrt líka,“ segir Kristján. Ekki rætt formlega við vitni enn sem komið er Hafið þið rætt við marga vegna málsins? „Nei, það er ekki byrjað að ræða formlega við fólk,“ segir Kristján. Það verði gert á næstu dögum en rannsókn málsins sé í fullum gangi. „Það er verið að vinna að þessu á fullu,“ segir Kristján. Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlunnar, lýsti yfir ábyrgð á slysinu í gær. Hann sagði að hoppukastalinn á Akureyri yrði aldrei notaður aftur. Sá sem er við Perluna í Reykjavík muni standa áfram.
Akureyri Lögreglumál Hoppukastalaslys á Akureyri Tengdar fréttir Engir fullorðnir starfsmenn við Skrímslið: „Það greip um sig alger ringulreið“ Foreldri sem varð vitni að því þegar hoppukastali, Skrímslið svokallaða, tókst á loft á Akureyri í dag segir að mikil ringulreið hafi gripið um sig meðal foreldra þegar vindhviða feykti kastalanum á loft. Hann segist hissa á því að enginn fullorðinn starfsmaður hafi verið á staðnum og segir unglingsstráka um 15 ára aldur hafa verið einu starfsmennina á staðnum. 1. júlí 2021 18:29 „Ég ber ábyrgð á því sem er að gerast þarna“ „Í fyrsta lagi er ég gjörsamlega miður mín, og ég skil ekkert í þessu. Við fylgjum þeirri reglu að það er bara lokað í vindi. Hann er ekki blásinn upp í vindi,“ segir Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlunnar. 1. júlí 2021 15:51 Fjöldi barna í risastórum hoppukastala sem tókst á loft á Akureyri Fjöldi barna var í risastórum hoppukastala sem tókst á loft við Skautahöllina við Naustaveg á Akureyri á þriðja tímanum í dag. Sex voru flutt til skoðunar á sjúkrahús á Akureyri og eitt með sjúkraflugi suður til Reykjavíkur. 1. júlí 2021 14:28 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Sjá meira
Engir fullorðnir starfsmenn við Skrímslið: „Það greip um sig alger ringulreið“ Foreldri sem varð vitni að því þegar hoppukastali, Skrímslið svokallaða, tókst á loft á Akureyri í dag segir að mikil ringulreið hafi gripið um sig meðal foreldra þegar vindhviða feykti kastalanum á loft. Hann segist hissa á því að enginn fullorðinn starfsmaður hafi verið á staðnum og segir unglingsstráka um 15 ára aldur hafa verið einu starfsmennina á staðnum. 1. júlí 2021 18:29
„Ég ber ábyrgð á því sem er að gerast þarna“ „Í fyrsta lagi er ég gjörsamlega miður mín, og ég skil ekkert í þessu. Við fylgjum þeirri reglu að það er bara lokað í vindi. Hann er ekki blásinn upp í vindi,“ segir Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlunnar. 1. júlí 2021 15:51
Fjöldi barna í risastórum hoppukastala sem tókst á loft á Akureyri Fjöldi barna var í risastórum hoppukastala sem tókst á loft við Skautahöllina við Naustaveg á Akureyri á þriðja tímanum í dag. Sex voru flutt til skoðunar á sjúkrahús á Akureyri og eitt með sjúkraflugi suður til Reykjavíkur. 1. júlí 2021 14:28