Þar segir að Ingó hafi stýrt einstakri stemningu í Herjólfsdal frá árinu 2013 og megi Þjóðhátíðargestir því leyfa sér að hlakka sérstaklega mikið til.
Ingó mun einnig troða upp á laugardagskvöldinu og syngja Þjóðhátíðarlag sitt Takk fyrir mig. Ingó samdi það í fyrra en þá féll hátíðin niður vegna kórónuveirufaraldursins.
Brekkusöngurinn verður ekki í beinni útsendingu á Bylgjunni, Stöð 2 og Vísi líkt og undanfarin ár. Sena Live sýnir frá viðburðinum og verður hægt að kaupa sér aðgang í gegnum myndlykla Vodafone og Símans.
Emmsjé Gauti, Aldamótatónleikarnir, FM95Blö, DJ Muscleboy og Ingó skemmta á stóra sviðinu í ár ásamt því að fleiri listamenn verða staðfestir á næstu dögum.
Fram kemur í tilkynningunni að forsalan á Þjóðhátíð í Eyjum gangi gríðarlega vel. Þjóðhátíðarnefnd hafi brugðist við gríðarlegri eftirspurn með því að setja ferðir með Gamla Herjólfi í sölu en hann mun sigla föstudag og mánudag á hátíðina í ár - í það minnsta tvær ferðir á föstudegi og þrjár á mánudegi. Miðasala í ferðirnar hefst þriðjudaginn 9. júlí.