Þriggja ára fangelsi fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn barni vinahjóna Árni Sæberg skrifar 30. júní 2021 16:16 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær. Vísir/Lillý Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn dóttur vina sinna. Í dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra kemur fram að manninum var gefið að sök að hafa brotið gegn stúlkunni í minnsta kosti fimm til tíu skipti þegar hún var sjö eða átta ára gömul. Hann hafi nýtt sér yfirburði sína gagnvart stúlkunni og traust hennar og trúnað til hans sem fjölskylduvinar. Maðurinn hafi áreitt hana kynferðislega og haft við hana önnur kynferðismök en samræði en maðurinn strauk henni ítrekað utan og innan klæða á kynfærum, rassi og baki, lét hana snerta getnaðarlim sinn og fróaði sjálfum sér á meðan. Maðurinn var einnig sakfelldur fyrir að hafa á ótilgreindum tíma skoðað myndir sem sýna börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt á netinu. Á fartölvu mannsins, sem lögregla haldlagði á heimili hans, fundust 21 slík ljósmynd í eyddum skrám. Maðurinn játaði brot sín samkvæmt öllum ákæruliðum fyrir dómi. Við ákvörðun refsingar var litið til játningar hans. Þá var litið til þess að maðurinn hefur samið um greiðslu miskabóta til brotaþola. Á hinn bóginn var einnig til þess litið að um er að ræða ítrekuð alvarleg brot gegn ungu barni, en brotaþoli var aðeins sjö eða átta ára þegar maðurinn braut gegn henni. Ákærði var fjölskylduvinur og nýtti sér traust og trúnað stúlkunnar og foreldra hennar. Þótti refsing mannsins því hæfilega ákveðin fangelsi í þrjú ár. Þá var fartölva mannsins gerð upptæk og honum gert að greiða sakarkostnað sem nemur tæpri milljón króna. Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra kemur fram að manninum var gefið að sök að hafa brotið gegn stúlkunni í minnsta kosti fimm til tíu skipti þegar hún var sjö eða átta ára gömul. Hann hafi nýtt sér yfirburði sína gagnvart stúlkunni og traust hennar og trúnað til hans sem fjölskylduvinar. Maðurinn hafi áreitt hana kynferðislega og haft við hana önnur kynferðismök en samræði en maðurinn strauk henni ítrekað utan og innan klæða á kynfærum, rassi og baki, lét hana snerta getnaðarlim sinn og fróaði sjálfum sér á meðan. Maðurinn var einnig sakfelldur fyrir að hafa á ótilgreindum tíma skoðað myndir sem sýna börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt á netinu. Á fartölvu mannsins, sem lögregla haldlagði á heimili hans, fundust 21 slík ljósmynd í eyddum skrám. Maðurinn játaði brot sín samkvæmt öllum ákæruliðum fyrir dómi. Við ákvörðun refsingar var litið til játningar hans. Þá var litið til þess að maðurinn hefur samið um greiðslu miskabóta til brotaþola. Á hinn bóginn var einnig til þess litið að um er að ræða ítrekuð alvarleg brot gegn ungu barni, en brotaþoli var aðeins sjö eða átta ára þegar maðurinn braut gegn henni. Ákærði var fjölskylduvinur og nýtti sér traust og trúnað stúlkunnar og foreldra hennar. Þótti refsing mannsins því hæfilega ákveðin fangelsi í þrjú ár. Þá var fartölva mannsins gerð upptæk og honum gert að greiða sakarkostnað sem nemur tæpri milljón króna.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira