Tímamótasamningur sem þýðir að Meistaradeild kvenna verður í opinni dagskrá á Youtube Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. júní 2021 14:20 Barcelona er ríkjandi Evrópumeistari kvenna í knattspyrnu. EPA-EFE/BJORN LARSSON Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur samið við streymisveituna DAZN og Youtube um að sýna frá Meistaradeild Evrópu kvenna í knattspyrnu næstu fjögur árin. Tilkynning þess efnis að UEFA hefði valið DAZN, stærsta streymisveitu heims á íþróttaefni, og Youtube til að sýna frá Meistaradeild Evrópu kvenna í knattspyrnu var gefin út í dag. Um er að ræða tímamótasamning sem mun gera öllum kleift, sama hvar í heiminum, að horfa á Meistaradeild Evrópu. Helst þetta í hendur við breytingar á Meistaradeild Evrópu en í ár munu 16 lið taka þátt í riðlakeppni í fyrsta sinn. Er fyrirkomulagið nú líkt og þekkist karla megin en áður hefur eingöngu verið um útsláttarkeppni að ræða. DAZN and @YouTube to bring @UWCL to fans worldwide DAZN is proud to be named the new global broadcaster of the competition for the next 4 seasons and to enter a game-changing partnership with @YouTube to make the competition free for the world to see.https://t.co/TLwKu2ZYEP— DAZN (@dazngroup) June 30, 2021 DAZN fær réttinn frá árinu í ár, 2021, til ársins 2025. Ætlar streymisveitan sér einnig að vinna meira „bakvið tjöldin“ efni svo áhorfendur fái meiri tilfinningu fyrir því sem gerist á leikdegi. Fyrstu tvö árin [2021-2023] verða allir leikir í riðla- sem og útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu, 61 talsins, í opinni dagskrá á Youtube-rás DAZN. Seinni tvö ár samningsins [2023-2025] verða allir leikir riðla- og útsláttarkeppninnar í beinni útsendingu en sérstaklega valdir 19 leikir sem verða sýndir í opinni dagskrá. Hér að neðan má sjá auglýsingarherferðina „We ALL Rise With More Eyes” þar sem segir einfaldlega að markmið samningsins sé að auka umfjöllun í kringum Meistaradeild kvenna í knattspyrnu og þannig kvennaknattspyrnu í heild sinni. Þá er vert að taka fram að sjá má landsliðsfyrirliða Íslands - Söru Björk Gunnarsdóttur, leikmann Lyon - í myndbandinu. Íslandsmeistarar Breiðabliks og Valur taka þátt í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í sumar. Fari svo að þau komist alla leið í riðlakeppnina er ljóst að liðin gætu grætt á tá og fingri. Fréttatilkynningu DAZN í heild sinni má finna hér. Fótbolti Meistaradeild Evrópu UEFA Fjölmiðlar Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Sjá meira
Tilkynning þess efnis að UEFA hefði valið DAZN, stærsta streymisveitu heims á íþróttaefni, og Youtube til að sýna frá Meistaradeild Evrópu kvenna í knattspyrnu var gefin út í dag. Um er að ræða tímamótasamning sem mun gera öllum kleift, sama hvar í heiminum, að horfa á Meistaradeild Evrópu. Helst þetta í hendur við breytingar á Meistaradeild Evrópu en í ár munu 16 lið taka þátt í riðlakeppni í fyrsta sinn. Er fyrirkomulagið nú líkt og þekkist karla megin en áður hefur eingöngu verið um útsláttarkeppni að ræða. DAZN and @YouTube to bring @UWCL to fans worldwide DAZN is proud to be named the new global broadcaster of the competition for the next 4 seasons and to enter a game-changing partnership with @YouTube to make the competition free for the world to see.https://t.co/TLwKu2ZYEP— DAZN (@dazngroup) June 30, 2021 DAZN fær réttinn frá árinu í ár, 2021, til ársins 2025. Ætlar streymisveitan sér einnig að vinna meira „bakvið tjöldin“ efni svo áhorfendur fái meiri tilfinningu fyrir því sem gerist á leikdegi. Fyrstu tvö árin [2021-2023] verða allir leikir í riðla- sem og útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu, 61 talsins, í opinni dagskrá á Youtube-rás DAZN. Seinni tvö ár samningsins [2023-2025] verða allir leikir riðla- og útsláttarkeppninnar í beinni útsendingu en sérstaklega valdir 19 leikir sem verða sýndir í opinni dagskrá. Hér að neðan má sjá auglýsingarherferðina „We ALL Rise With More Eyes” þar sem segir einfaldlega að markmið samningsins sé að auka umfjöllun í kringum Meistaradeild kvenna í knattspyrnu og þannig kvennaknattspyrnu í heild sinni. Þá er vert að taka fram að sjá má landsliðsfyrirliða Íslands - Söru Björk Gunnarsdóttur, leikmann Lyon - í myndbandinu. Íslandsmeistarar Breiðabliks og Valur taka þátt í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í sumar. Fari svo að þau komist alla leið í riðlakeppnina er ljóst að liðin gætu grætt á tá og fingri. Fréttatilkynningu DAZN í heild sinni má finna hér.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu UEFA Fjölmiðlar Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Sjá meira