Sprenging í lýtaaðgerðum í heimsfaraldri Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 30. júní 2021 11:33 Lýtalæknirnir Þórdís Kjartansdóttir talaði um aukningu í fegrunaraðgerðum og svokölluð Zoom áhrif. Dea Cosmetics/Getty „Fólk er auðvitað að horfa í myndavélina á fjarfundum og sjá þá allar hrukkur og augnpoka sem hanga yfir augnlokin,“ segir Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir í samtali við Bítið í morgun. Zoom áhrifin Þórdís segir mikla aukningu hafa orðið í fegrunaraðgerðum út um heim allan í kjölfar heimsfaraldurs og talar hún um svokölluð Zoom áhrif (e. Zoom boom). „Þetta er eiginlega stórmerkilegt, “ segir Þórdís og talar um að mögulega hafi fólk sem vann mikið heima fyrir á fjarfundum haft meiri tíma til þess að horfa á sig og því farið að taka meira eftir hrukkum og augnpokum. Svo eru kannski líka einhverjir sem hafa látið sig dreyma um að gera eitthvað svona lengi en ekki gefið sér tíma. Svo vegna heimsfaraldursins höfðu þeir svigrúm til þess. Fólk hefur notað tækifærið og drifið sig í aðgerð. Svuntuaðgerðir aukist um 30% Aðspurð hvernig fegrunaraðgerðir hafi aukist mest segist hún hafa fundið fyrir aukningu í flestum fegrunaraðgerðum þó svo að einhverjar hafi staðið upp úr. „Til dæmis svuntuaðgerðin,“ sem Þórdís segir vera ein vinsælasta fegrunaraðgerðin en sú aðgerð hefur aukist um 30% á fyrstu sex mánuðum ársins. „Brjóst eru líka alltaf vinsæl.“ Vegna heimavinnunnar og allra takmarkanna segir Þórdís að fólk hafi líklega haft meira svigrúm til þess að fara í aðgerðirnar sem og að taka sér tíma til þess að jafna sig, án þess að taka sér endilega frí frá vinnu. Þessi mikla aukning í fegrunaraðgerðum sjáist greinilega út um heim allan og ástæðurnar geti verið samverkandi. Fólk sé fyrir það fyrsta meira heima við og sé því ekki eyða fjármunum í ferðalög eða fatnað eins og áður. Þeir hafa mælt þetta í Frakklandi og þar er allt að 40% aukning í fegrunaraðgerðum. Þórdís segir allar lýtaaðgerðir hafi aukist í heimsfaraldrinum bæði hér á landi og erlendis. Getty Segir grímutímabilið hafa verið hentugt fyrir varafyllingarnar Svo eru það varafyllingarnar. „Þeir sem hafa látið sig dreyma um að fá einhverja fyllingu í varirnar þá hefur þetta grímutímabil verið algjör snilld,“ segir Þórdís og hlær. Ef að þú ert til dæmis marin og blóðugur fyrst eftir sprautuna þá koma grímurnar sér mjög vel. Augnlokaaðgerðir segir Þórdís einnig vera mjög vinsælar og í samkomubanninu hafi fólk haft meiri kost á því að fara í aðgerðina og jafna sig heima við.“ „Eftir aðgerðina ertu kannski með glóðarauga í einhverja daga á eftir en þú getur falið það fyrir umhverfinu eftir viku tíu daga. „Augnlokin voru meira tabú fyrir nokkrum árum en núna finnast mér þetta orðið minna feimnismál. Sumir mæta bara í vinnu með glóðarauga og sólgleraugu.“ Viðtalið í heild sinni er hægt að nálgast hér fyrir neðan. Bítið Heilbrigðismál Lýtalækningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hannes lýtalæknir: „Maður er að skapa eitthvað“ „Að vera lýtalæknir, maður er hálfgerður listamaður. Það fer mikil orka og pælingar í það að fá sem fullkomnustu útkomu,“ segir Hannes Sigurjónsson lýtalæknir á Dea Medica. Hann segir að það hafi verið aukning í lýtalækningum hér á landi í Covid. 24. mars 2021 06:01 Aukaverkunin er að vöðvinn nær ekki að halda augnlokinu uppi „Aldrei er góð vísa of oft kveðin,“ segir húðlæknirinn Jenna Huld um hrakfarir samfélagsmiðlastjörnunnar Whitney Buha. 30. apríl 2021 06:00 Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Sjá meira
Zoom áhrifin Þórdís segir mikla aukningu hafa orðið í fegrunaraðgerðum út um heim allan í kjölfar heimsfaraldurs og talar hún um svokölluð Zoom áhrif (e. Zoom boom). „Þetta er eiginlega stórmerkilegt, “ segir Þórdís og talar um að mögulega hafi fólk sem vann mikið heima fyrir á fjarfundum haft meiri tíma til þess að horfa á sig og því farið að taka meira eftir hrukkum og augnpokum. Svo eru kannski líka einhverjir sem hafa látið sig dreyma um að gera eitthvað svona lengi en ekki gefið sér tíma. Svo vegna heimsfaraldursins höfðu þeir svigrúm til þess. Fólk hefur notað tækifærið og drifið sig í aðgerð. Svuntuaðgerðir aukist um 30% Aðspurð hvernig fegrunaraðgerðir hafi aukist mest segist hún hafa fundið fyrir aukningu í flestum fegrunaraðgerðum þó svo að einhverjar hafi staðið upp úr. „Til dæmis svuntuaðgerðin,“ sem Þórdís segir vera ein vinsælasta fegrunaraðgerðin en sú aðgerð hefur aukist um 30% á fyrstu sex mánuðum ársins. „Brjóst eru líka alltaf vinsæl.“ Vegna heimavinnunnar og allra takmarkanna segir Þórdís að fólk hafi líklega haft meira svigrúm til þess að fara í aðgerðirnar sem og að taka sér tíma til þess að jafna sig, án þess að taka sér endilega frí frá vinnu. Þessi mikla aukning í fegrunaraðgerðum sjáist greinilega út um heim allan og ástæðurnar geti verið samverkandi. Fólk sé fyrir það fyrsta meira heima við og sé því ekki eyða fjármunum í ferðalög eða fatnað eins og áður. Þeir hafa mælt þetta í Frakklandi og þar er allt að 40% aukning í fegrunaraðgerðum. Þórdís segir allar lýtaaðgerðir hafi aukist í heimsfaraldrinum bæði hér á landi og erlendis. Getty Segir grímutímabilið hafa verið hentugt fyrir varafyllingarnar Svo eru það varafyllingarnar. „Þeir sem hafa látið sig dreyma um að fá einhverja fyllingu í varirnar þá hefur þetta grímutímabil verið algjör snilld,“ segir Þórdís og hlær. Ef að þú ert til dæmis marin og blóðugur fyrst eftir sprautuna þá koma grímurnar sér mjög vel. Augnlokaaðgerðir segir Þórdís einnig vera mjög vinsælar og í samkomubanninu hafi fólk haft meiri kost á því að fara í aðgerðina og jafna sig heima við.“ „Eftir aðgerðina ertu kannski með glóðarauga í einhverja daga á eftir en þú getur falið það fyrir umhverfinu eftir viku tíu daga. „Augnlokin voru meira tabú fyrir nokkrum árum en núna finnast mér þetta orðið minna feimnismál. Sumir mæta bara í vinnu með glóðarauga og sólgleraugu.“ Viðtalið í heild sinni er hægt að nálgast hér fyrir neðan.
Bítið Heilbrigðismál Lýtalækningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hannes lýtalæknir: „Maður er að skapa eitthvað“ „Að vera lýtalæknir, maður er hálfgerður listamaður. Það fer mikil orka og pælingar í það að fá sem fullkomnustu útkomu,“ segir Hannes Sigurjónsson lýtalæknir á Dea Medica. Hann segir að það hafi verið aukning í lýtalækningum hér á landi í Covid. 24. mars 2021 06:01 Aukaverkunin er að vöðvinn nær ekki að halda augnlokinu uppi „Aldrei er góð vísa of oft kveðin,“ segir húðlæknirinn Jenna Huld um hrakfarir samfélagsmiðlastjörnunnar Whitney Buha. 30. apríl 2021 06:00 Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Sjá meira
Hannes lýtalæknir: „Maður er að skapa eitthvað“ „Að vera lýtalæknir, maður er hálfgerður listamaður. Það fer mikil orka og pælingar í það að fá sem fullkomnustu útkomu,“ segir Hannes Sigurjónsson lýtalæknir á Dea Medica. Hann segir að það hafi verið aukning í lýtalækningum hér á landi í Covid. 24. mars 2021 06:01
Aukaverkunin er að vöðvinn nær ekki að halda augnlokinu uppi „Aldrei er góð vísa of oft kveðin,“ segir húðlæknirinn Jenna Huld um hrakfarir samfélagsmiðlastjörnunnar Whitney Buha. 30. apríl 2021 06:00