Íslenski boltinn

Hollenskur varnar­maður upp á Skaga og Ísak Snær segist ætla að vera á­fram

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ísak Snær verður áfram upp á Skaga. Þá hefur liðið sótt varnarmann frá Hollandi.
Ísak Snær verður áfram upp á Skaga. Þá hefur liðið sótt varnarmann frá Hollandi. Vísir/Hulda Margrét

Botnlið Pepsi Max deildar karla hefur sótt hollenska varnarmanninn Wout Droste. Þá segist Ísak Snær Þorvaldsson ætla að vera áfram í herbúðum ÍA en lánssamningur hans á að renna út á næstu dögum.

ÍA gerði 2-2 jafntefli við Keflavík í gær eftir að hafa komist í 2-0 og situr í dag á botni Pepsi Max deildarinnar með aðeins sex stig að loknum 10 leikjum. Droste er 32 ára gamall og leikur í stöðu hægri bakvarðar.

Hann á að baki 122 leiki í efstu deild í Hollandi sem og nokkra yngri landsleiki á sínum tíma. Í vetur lék Droste hins vegar með Go Ahead Eagles í hollensku B-deildinni. Má ætla að Droste sé ætlað að lappa upp á annars leka vörn Skagamanna.

Þá hefur Ísak Snær, miðjumaður liðsins, sagst ætla að vera áfram upp á Skaga en hann er á láni hjá félaginu um þessar mundir. Ljóst er að það væri mikil lyftistöng fyrir ÍA enda Ísak Snær einn albesti leikmaður liðsins.


Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×