Átti von á að fá byssukúlu í bakið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. júní 2021 15:09 Kaffistofa Samhjálpar í Borgartúni. Vísir/ArnarHalldórs Karlmaður segist hafa átt von á því að fá byssukúlu í bakið þegar hann hörfaði inn á Kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni í hádeginu. Byssumaðurinn er í haldi lögreglu sem staðfestir að vopnið hafi verið hlaðið. Það var á tólfta tímanum sem lögregla fékk tilkynningu um að karlmaður væri vopnaður byssu við kaffistofuna sem er spölkorn frá lögreglustöðinni á Hverfisgötu. Fréttastofu barst ábending um að Þráinn Farestveit, framkvæmdastjóri áfangaheimilisins Verndar fyrir fanga, hefði verið sá sem ógnað var. Þráinn staðfestir það í samtali við Vísi og féllst á að lýsa atburðarásinni eins og hún horfði við honum. Hann hefði starfs síns vegna verið á staðnum að ræða við mann í porti við kaffistofuna þegar byssumanninn bar að garði. Þekkir marga en ekki þennan „Þar sem ég er staddur í þessu porti, og er að ræða þar við mann, þá kemur allt í einu maður gangandi inn í portið mjög hröðum skrefum. Hann er með skammbyssu á lofti,“ segir Þráinn sem var augljóslega brugðið. „Ég auðvitað get ekkert lesið öðruvísi í aðstæður en hann sé kominn til að nota skammbyssuna.“ Fjöldi fólks sækir í aðstoð Samhjálpar á degi hverjum.Vísir/ArnarHalldórs Draga mætti þá ályktun að Þráinn þekkti líklega til mannsins, vegna starfa sinna með afbrotamönnum. Svo var þó ekki. „Ég þekki auðvitað flesta sem að fara í gegnum svona kerfi en ég kannaðist ekki við þennan,“ segir Þráinn. Hann er með byssu! Karlmaðurinn sem Þráinn var að spjalla við öskraði að maður væri með skammbyssu. Við það hafi komið fát á hann eitt augnablik. „Við flúðum á bak við bíl og biðum af okkur smá stund þar. Svo hlupum við inn í kaffistofuna. Þá kemur styggð að honum og hann fer aftur út úr portinu,“ segir Þráinn. Hann hafi notað tækifærið og hringt í lögreglu. Um leið hafi hann fylgst með manninum í gegnum rimlana. „Eftir smástund kemur hann bara hlaupandi aftur inn í portið með skammbyssuna á lofti. Þá var bara tekin ákvörðun um að loka, nota hurð á stórum kæli til að loka þeim möguleika að hann kæmist inn.“ Maðurinn hafi svo farið af vettvangi. Þráinn segir að honum og fjölmörgum öðrum á svæðinu hafi ekki verið létt fyrr en lögregla staðfesti að maðurinn hefði verið handtekinn. „Auðvitað er fullt af fólki á staðnum sem verður skelkað og hrætt.“ Rauðagerðismálið í fersku minni Þráinn segist hafa búist við að fá kúlu í bakið. „Ef maður hleypur í burtu frá manni vopnuðum skammbyssu þá á maður ekki von á öðru en að hann sé kominn til að gera eitthvað.“ Lögregla staðfesti við Vísi að skammbyssan hefði verið hlaðin. Þráinn segist ekki hafa verið meðvitaður um hvort alvöru vopn væri að ræða eða ekki, og þá hvort byssan væri hlaðin. Hann hafi þó ekki velt því fyrir sér á þeim tíma sem hann flúði undan byssumanni. Frá vettvangi morðsins í Rauðagerði.Vísir Morðið í Rauðagerði fyrr á árinu er fólki enn í fersku minni. Þar var manni ráðinn bani með skammbyssu fyrir utan heimili sitt. „Það rennur yfir mann um leið og maður sér svona atburðarás fara af stað. Af þessu stafar gríðarleg ógn og ótti, viðbrögðin eru í samræmi við það.“ Hann segist reglulega verða var við hnífa í umferð. Byssur sjái hann aðeins á gæsaveiðum. „Allt í einu verður heimurinn öðruvísi.“ Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Fleiri fréttir Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Sjá meira
Það var á tólfta tímanum sem lögregla fékk tilkynningu um að karlmaður væri vopnaður byssu við kaffistofuna sem er spölkorn frá lögreglustöðinni á Hverfisgötu. Fréttastofu barst ábending um að Þráinn Farestveit, framkvæmdastjóri áfangaheimilisins Verndar fyrir fanga, hefði verið sá sem ógnað var. Þráinn staðfestir það í samtali við Vísi og féllst á að lýsa atburðarásinni eins og hún horfði við honum. Hann hefði starfs síns vegna verið á staðnum að ræða við mann í porti við kaffistofuna þegar byssumanninn bar að garði. Þekkir marga en ekki þennan „Þar sem ég er staddur í þessu porti, og er að ræða þar við mann, þá kemur allt í einu maður gangandi inn í portið mjög hröðum skrefum. Hann er með skammbyssu á lofti,“ segir Þráinn sem var augljóslega brugðið. „Ég auðvitað get ekkert lesið öðruvísi í aðstæður en hann sé kominn til að nota skammbyssuna.“ Fjöldi fólks sækir í aðstoð Samhjálpar á degi hverjum.Vísir/ArnarHalldórs Draga mætti þá ályktun að Þráinn þekkti líklega til mannsins, vegna starfa sinna með afbrotamönnum. Svo var þó ekki. „Ég þekki auðvitað flesta sem að fara í gegnum svona kerfi en ég kannaðist ekki við þennan,“ segir Þráinn. Hann er með byssu! Karlmaðurinn sem Þráinn var að spjalla við öskraði að maður væri með skammbyssu. Við það hafi komið fát á hann eitt augnablik. „Við flúðum á bak við bíl og biðum af okkur smá stund þar. Svo hlupum við inn í kaffistofuna. Þá kemur styggð að honum og hann fer aftur út úr portinu,“ segir Þráinn. Hann hafi notað tækifærið og hringt í lögreglu. Um leið hafi hann fylgst með manninum í gegnum rimlana. „Eftir smástund kemur hann bara hlaupandi aftur inn í portið með skammbyssuna á lofti. Þá var bara tekin ákvörðun um að loka, nota hurð á stórum kæli til að loka þeim möguleika að hann kæmist inn.“ Maðurinn hafi svo farið af vettvangi. Þráinn segir að honum og fjölmörgum öðrum á svæðinu hafi ekki verið létt fyrr en lögregla staðfesti að maðurinn hefði verið handtekinn. „Auðvitað er fullt af fólki á staðnum sem verður skelkað og hrætt.“ Rauðagerðismálið í fersku minni Þráinn segist hafa búist við að fá kúlu í bakið. „Ef maður hleypur í burtu frá manni vopnuðum skammbyssu þá á maður ekki von á öðru en að hann sé kominn til að gera eitthvað.“ Lögregla staðfesti við Vísi að skammbyssan hefði verið hlaðin. Þráinn segist ekki hafa verið meðvitaður um hvort alvöru vopn væri að ræða eða ekki, og þá hvort byssan væri hlaðin. Hann hafi þó ekki velt því fyrir sér á þeim tíma sem hann flúði undan byssumanni. Frá vettvangi morðsins í Rauðagerði.Vísir Morðið í Rauðagerði fyrr á árinu er fólki enn í fersku minni. Þar var manni ráðinn bani með skammbyssu fyrir utan heimili sitt. „Það rennur yfir mann um leið og maður sér svona atburðarás fara af stað. Af þessu stafar gríðarleg ógn og ótti, viðbrögðin eru í samræmi við það.“ Hann segist reglulega verða var við hnífa í umferð. Byssur sjái hann aðeins á gæsaveiðum. „Allt í einu verður heimurinn öðruvísi.“
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Fleiri fréttir Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Sjá meira