Lögregla meðvituð um hópslagsmálin en getur lítið gert Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 28. júní 2021 13:57 Guðmundur Pétur Guðmundsson, lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Egill Lögregla er meðvituð um hópslagsmálin sem áttu sér stað í miðbæ Reykjavíkur snemma síðasta sunnudagsmorgun. Hún getur þó lítið gert í málinu á meðan engar kærur hafa komið fram í málinu. Upptökur sem vegfarandi nokkur tók af slagsmálunum eru komnar til lögreglunnar. Það staðfestir Guðmundur Pétur Guðmundsson lögreglufulltrúi við Vísi. Á upptökunni, sem fór í dreifingu í gær, mátti sjá hóp ungra pilta slást harkalega við Lækjartorg. Þar ganga þrír þeirra harðast fram en þeir sjást meðal annars sparka í höfuð eins sem liggur í götunni. „En ég veit ekki til þess að það hafi komið fram kærur í þessu. Þannig ég efast um að það sé byrjað að rannsaka þetta eitthvað,“ segir Guðmundur Pétur. Spurður hvort lögreglan fari í sjálfstæða rannsókn á svona málum segir hann það erfitt á meðan engar kærur hafi komið fram og lögreglan hafi engar upplýsingar um hverjir eigi hlut að máli. „Það er voðalega erfitt að gera það. Ekki nema við sjáum alveg verulega, verulega alvarlega líkamsárás. Auðvitað er þetta samt gróft,“ segir hann. Hann minnist þess að svipað atvik hafi komið upp fyrir nokkrum vikum þar sem myndband af hrottalegri líkamsárás í miðbænum fór í dreifingu. DV fjallaði ítarlega um það mál á sínum tíma. Guðmundur Pétur segir að ekkert hafi komið út úr því máli hjá lögreglu, enda hafi enginn látið hana vita af árásinni eða lagt fram kæru. Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
Upptökur sem vegfarandi nokkur tók af slagsmálunum eru komnar til lögreglunnar. Það staðfestir Guðmundur Pétur Guðmundsson lögreglufulltrúi við Vísi. Á upptökunni, sem fór í dreifingu í gær, mátti sjá hóp ungra pilta slást harkalega við Lækjartorg. Þar ganga þrír þeirra harðast fram en þeir sjást meðal annars sparka í höfuð eins sem liggur í götunni. „En ég veit ekki til þess að það hafi komið fram kærur í þessu. Þannig ég efast um að það sé byrjað að rannsaka þetta eitthvað,“ segir Guðmundur Pétur. Spurður hvort lögreglan fari í sjálfstæða rannsókn á svona málum segir hann það erfitt á meðan engar kærur hafi komið fram og lögreglan hafi engar upplýsingar um hverjir eigi hlut að máli. „Það er voðalega erfitt að gera það. Ekki nema við sjáum alveg verulega, verulega alvarlega líkamsárás. Auðvitað er þetta samt gróft,“ segir hann. Hann minnist þess að svipað atvik hafi komið upp fyrir nokkrum vikum þar sem myndband af hrottalegri líkamsárás í miðbænum fór í dreifingu. DV fjallaði ítarlega um það mál á sínum tíma. Guðmundur Pétur segir að ekkert hafi komið út úr því máli hjá lögreglu, enda hafi enginn látið hana vita af árásinni eða lagt fram kæru.
Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira