Taugalífræðingur frá Harvard hljóp sig inn í Ólympíulið Bandaríkjanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júní 2021 12:30 Gabby Thomas fagnar sigri í 200 metra hlaupinu mikilvæga um helgina. AP/Ashley Landis Hún er búin að klára Harvard skólann, er í masternámi og næst á dagskrá er að vinna Ólympíugull í Tókýó eftir 36 daga. Gabrielle Thomas eða Gabby Thomas eins og flestir þekkja hana náði sögulegu hlaupi í úrtökumóti fyrir Ólympíuleikanna um helgina. Það hefur bara ein kona hlaupið 200 metra hlaup hraðar en Gabby Thomas gerði og það er heimsmethafinn Florence Griffith Joyner. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) Gabby Thomas hljóp tvö hundruð metrana á á 21,61 sekúndu sem er þriðji besti tími sögunnar. Florence Griffith Joyner, FloJo, á tvo bestu tíma sögunnar sem báðir komu á Ólympíuleikunum í Seoul 1988, FloJo kom þá í mark á 21,56 sekúndum í undanúrslitum og á 21,34 sekúndum í úrslitaleiknum. Hin 24 ára gamla Gabby Thomas er svo sannarlega að blómstra þessa dagana innan og utan íþróttanna. Hún er í masternámi í faraldsfræði í University of Texas eftir að hafa útskrifast sem taugalífræðingur úr Harvard vorið 2019. View this post on Instagram A post shared by Gabrielle Thomas (@gabbythomas) Thomas hefur samt gengið í gegnum ýmislegt á síðustu mánuðum því læknar fundu æxli hjá henni fyrr á árinu. Sem betur fer reyndist það ekki vera illkynja. „Ég hafði áhyggjur af því að ég væri ekki á réttum stað andlega vitandi það að ég gæti verið með krabbamein. Sem betur fer þá fundu þeir það út að það væri góðkynja rétt áður en ég lagði í hann. Ég kom því hingað með hreinan huga og góða einbeitingu,“ sagði Gabrielle Thomas. „Ég man eftir því að ég sagði við guð: Ef ég er heilbrigð þá ætla ég að vinna úrtökumótið. Ef þetta er ekki krabbamein þá ætla ég að vinna. Það var einmitt það sem ég gerði,“ sagði Thomas. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Hera í úrslit á Evrópumótinu „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Sjá meira
Gabrielle Thomas eða Gabby Thomas eins og flestir þekkja hana náði sögulegu hlaupi í úrtökumóti fyrir Ólympíuleikanna um helgina. Það hefur bara ein kona hlaupið 200 metra hlaup hraðar en Gabby Thomas gerði og það er heimsmethafinn Florence Griffith Joyner. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) Gabby Thomas hljóp tvö hundruð metrana á á 21,61 sekúndu sem er þriðji besti tími sögunnar. Florence Griffith Joyner, FloJo, á tvo bestu tíma sögunnar sem báðir komu á Ólympíuleikunum í Seoul 1988, FloJo kom þá í mark á 21,56 sekúndum í undanúrslitum og á 21,34 sekúndum í úrslitaleiknum. Hin 24 ára gamla Gabby Thomas er svo sannarlega að blómstra þessa dagana innan og utan íþróttanna. Hún er í masternámi í faraldsfræði í University of Texas eftir að hafa útskrifast sem taugalífræðingur úr Harvard vorið 2019. View this post on Instagram A post shared by Gabrielle Thomas (@gabbythomas) Thomas hefur samt gengið í gegnum ýmislegt á síðustu mánuðum því læknar fundu æxli hjá henni fyrr á árinu. Sem betur fer reyndist það ekki vera illkynja. „Ég hafði áhyggjur af því að ég væri ekki á réttum stað andlega vitandi það að ég gæti verið með krabbamein. Sem betur fer þá fundu þeir það út að það væri góðkynja rétt áður en ég lagði í hann. Ég kom því hingað með hreinan huga og góða einbeitingu,“ sagði Gabrielle Thomas. „Ég man eftir því að ég sagði við guð: Ef ég er heilbrigð þá ætla ég að vinna úrtökumótið. Ef þetta er ekki krabbamein þá ætla ég að vinna. Það var einmitt það sem ég gerði,“ sagði Thomas.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Hera í úrslit á Evrópumótinu „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Sjá meira