Taugalífræðingur frá Harvard hljóp sig inn í Ólympíulið Bandaríkjanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júní 2021 12:30 Gabby Thomas fagnar sigri í 200 metra hlaupinu mikilvæga um helgina. AP/Ashley Landis Hún er búin að klára Harvard skólann, er í masternámi og næst á dagskrá er að vinna Ólympíugull í Tókýó eftir 36 daga. Gabrielle Thomas eða Gabby Thomas eins og flestir þekkja hana náði sögulegu hlaupi í úrtökumóti fyrir Ólympíuleikanna um helgina. Það hefur bara ein kona hlaupið 200 metra hlaup hraðar en Gabby Thomas gerði og það er heimsmethafinn Florence Griffith Joyner. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) Gabby Thomas hljóp tvö hundruð metrana á á 21,61 sekúndu sem er þriðji besti tími sögunnar. Florence Griffith Joyner, FloJo, á tvo bestu tíma sögunnar sem báðir komu á Ólympíuleikunum í Seoul 1988, FloJo kom þá í mark á 21,56 sekúndum í undanúrslitum og á 21,34 sekúndum í úrslitaleiknum. Hin 24 ára gamla Gabby Thomas er svo sannarlega að blómstra þessa dagana innan og utan íþróttanna. Hún er í masternámi í faraldsfræði í University of Texas eftir að hafa útskrifast sem taugalífræðingur úr Harvard vorið 2019. View this post on Instagram A post shared by Gabrielle Thomas (@gabbythomas) Thomas hefur samt gengið í gegnum ýmislegt á síðustu mánuðum því læknar fundu æxli hjá henni fyrr á árinu. Sem betur fer reyndist það ekki vera illkynja. „Ég hafði áhyggjur af því að ég væri ekki á réttum stað andlega vitandi það að ég gæti verið með krabbamein. Sem betur fer þá fundu þeir það út að það væri góðkynja rétt áður en ég lagði í hann. Ég kom því hingað með hreinan huga og góða einbeitingu,“ sagði Gabrielle Thomas. „Ég man eftir því að ég sagði við guð: Ef ég er heilbrigð þá ætla ég að vinna úrtökumótið. Ef þetta er ekki krabbamein þá ætla ég að vinna. Það var einmitt það sem ég gerði,“ sagði Thomas. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sjá meira
Gabrielle Thomas eða Gabby Thomas eins og flestir þekkja hana náði sögulegu hlaupi í úrtökumóti fyrir Ólympíuleikanna um helgina. Það hefur bara ein kona hlaupið 200 metra hlaup hraðar en Gabby Thomas gerði og það er heimsmethafinn Florence Griffith Joyner. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) Gabby Thomas hljóp tvö hundruð metrana á á 21,61 sekúndu sem er þriðji besti tími sögunnar. Florence Griffith Joyner, FloJo, á tvo bestu tíma sögunnar sem báðir komu á Ólympíuleikunum í Seoul 1988, FloJo kom þá í mark á 21,56 sekúndum í undanúrslitum og á 21,34 sekúndum í úrslitaleiknum. Hin 24 ára gamla Gabby Thomas er svo sannarlega að blómstra þessa dagana innan og utan íþróttanna. Hún er í masternámi í faraldsfræði í University of Texas eftir að hafa útskrifast sem taugalífræðingur úr Harvard vorið 2019. View this post on Instagram A post shared by Gabrielle Thomas (@gabbythomas) Thomas hefur samt gengið í gegnum ýmislegt á síðustu mánuðum því læknar fundu æxli hjá henni fyrr á árinu. Sem betur fer reyndist það ekki vera illkynja. „Ég hafði áhyggjur af því að ég væri ekki á réttum stað andlega vitandi það að ég gæti verið með krabbamein. Sem betur fer þá fundu þeir það út að það væri góðkynja rétt áður en ég lagði í hann. Ég kom því hingað með hreinan huga og góða einbeitingu,“ sagði Gabrielle Thomas. „Ég man eftir því að ég sagði við guð: Ef ég er heilbrigð þá ætla ég að vinna úrtökumótið. Ef þetta er ekki krabbamein þá ætla ég að vinna. Það var einmitt það sem ég gerði,“ sagði Thomas.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sjá meira