Ríkið veit ekki alltaf best Agla Eir Vilhjálmsdóttir og Heiðrún Björk Gísladóttir skrifa 28. júní 2021 08:00 Gildar ástæður geta verið fyrir því að fela öðrum að annast lyfjakaup sín. Í sumum tilfellum er það beinlínis nauðsynlegt. Blessunarlega er það mögulegt með því að veita öðrum umboð til þess fyrir sig og þökk sé tæknilausnum nútímans er hægt að sjá um lyfjakaup á sófanum heima. Þannig geta til að mynda aldraðir foreldrar fengið börn sín til að panta lyf fyrir sig í gegnum netforrit og fengið þau heimsend innan klukkustundar. Slík þægindi voru ekki fyrir hendi fyrir nokkrum árum og er tilefni til að fagna framförum sem einfalda líf okkar. Nú vilja stjórnvöld koma í veg fyrir þessi þægindi. Taki fyrirhuguð reglugerð heilbrigðisráðherra gildi verður einstaklingum ómögulegt að fá upplýsingar um lyfjaávísanir annars einstaklings án þess að sérfræðilæknir hafi vottað um veikindi eða fötlun hans. Þannig verður það erfiðleikum háð að annast lyfjakaup fyrir aðra þegar ekki liggja fyrir upplýsingar um hvaða lyf læknir hefur ávísað viðkomandi. Þá er komið í veg fyrir, að upplýsingar um lyf séu veittar með rafrænum hætti og þannig lokað á þann möguleika að annast lyfjakaup fyrir aðra með tæknilausnum sem þegar standa til boða. Ákvarðanir sem hið opinbera tekur fyrir hönd borgaranna geta gert meira ógagn en gagn. Í þessu tilfelli ætla stjórnvöld að banna einstaklingum að veita öðrum umboð til að sjá upplýsingar um lyf og annast lyfjakaup fyrir sig með einföldum og öruggum hætti. Þetta mun að óbreyttu gerast þrátt fyrir að í dag séu umboð undirrituð með rafrænum skilríkjum og tæknilausnir tryggðar með sama hætti. Jafnframt er persónuskilríkja krafist við afhendingu og því ekki að sjá að öryggið skorti. Það er mikilvægt að stjórnvöld láti einstaklingum eftir sjálfsagt frelsi til að taka ákvarðanir um eigið líf. Þær hindranir sem lagðar eru til í fyrirliggjandi reglugerð takmarka lífsgæði borgaranna og leggja stein í götu nýsköpunar í lyfsölu. Heilbrigðiskerfið þarf á því að halda að nýsköpun vaxi og dafni. Snjallverslun er framtíðin í lyfsölu sem og öðrum atvinnugreinum. Stjórnvöld verða að treysta fólki og koma ekki í veg fyrir nauðsynlega framþróun að óþörfu. Ríkið veit nefnilega ekki alltaf best. Agla Eir er lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands og Heiðrún Björk er verkefnastjóri á samkeppnishæfnisviði Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agla Eir Vilhjálmsdóttir Lyf Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Gildar ástæður geta verið fyrir því að fela öðrum að annast lyfjakaup sín. Í sumum tilfellum er það beinlínis nauðsynlegt. Blessunarlega er það mögulegt með því að veita öðrum umboð til þess fyrir sig og þökk sé tæknilausnum nútímans er hægt að sjá um lyfjakaup á sófanum heima. Þannig geta til að mynda aldraðir foreldrar fengið börn sín til að panta lyf fyrir sig í gegnum netforrit og fengið þau heimsend innan klukkustundar. Slík þægindi voru ekki fyrir hendi fyrir nokkrum árum og er tilefni til að fagna framförum sem einfalda líf okkar. Nú vilja stjórnvöld koma í veg fyrir þessi þægindi. Taki fyrirhuguð reglugerð heilbrigðisráðherra gildi verður einstaklingum ómögulegt að fá upplýsingar um lyfjaávísanir annars einstaklings án þess að sérfræðilæknir hafi vottað um veikindi eða fötlun hans. Þannig verður það erfiðleikum háð að annast lyfjakaup fyrir aðra þegar ekki liggja fyrir upplýsingar um hvaða lyf læknir hefur ávísað viðkomandi. Þá er komið í veg fyrir, að upplýsingar um lyf séu veittar með rafrænum hætti og þannig lokað á þann möguleika að annast lyfjakaup fyrir aðra með tæknilausnum sem þegar standa til boða. Ákvarðanir sem hið opinbera tekur fyrir hönd borgaranna geta gert meira ógagn en gagn. Í þessu tilfelli ætla stjórnvöld að banna einstaklingum að veita öðrum umboð til að sjá upplýsingar um lyf og annast lyfjakaup fyrir sig með einföldum og öruggum hætti. Þetta mun að óbreyttu gerast þrátt fyrir að í dag séu umboð undirrituð með rafrænum skilríkjum og tæknilausnir tryggðar með sama hætti. Jafnframt er persónuskilríkja krafist við afhendingu og því ekki að sjá að öryggið skorti. Það er mikilvægt að stjórnvöld láti einstaklingum eftir sjálfsagt frelsi til að taka ákvarðanir um eigið líf. Þær hindranir sem lagðar eru til í fyrirliggjandi reglugerð takmarka lífsgæði borgaranna og leggja stein í götu nýsköpunar í lyfsölu. Heilbrigðiskerfið þarf á því að halda að nýsköpun vaxi og dafni. Snjallverslun er framtíðin í lyfsölu sem og öðrum atvinnugreinum. Stjórnvöld verða að treysta fólki og koma ekki í veg fyrir nauðsynlega framþróun að óþörfu. Ríkið veit nefnilega ekki alltaf best. Agla Eir er lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands og Heiðrún Björk er verkefnastjóri á samkeppnishæfnisviði Samtaka atvinnulífsins.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun