Líkamsárás, slagsmál og glasi fleygt í lögreglubíl Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 27. júní 2021 07:54 vísir/kolbeinn tumi Þrír voru handteknir í miðbænum í nótt vegna ofdrykkju og slagsmála á skemmtanalífinu. Einnig var tilkynnt um tvær líkamsárásir, aðra í miðbænum en hina í Laugardalnum. Annað kvöld hins endurreista næturlífsins gekk mun verr fyrir sig en það fyrsta. Eins og greint var frá í gær þurfti lögregla varla að hafa nokkur afskipti af fólki í miðbænum í fyrrinótt þegar skemmtistaðir fengu loks að hafa opið lengur. Það sama var ekki uppi á teningnum í gærkvöldi og í nótt. Í daglegri fréttatilkynningu lögreglu má sjá hvernig hún þurfti að sinna hinum ýmsu útköllum sem eiga það til að fylgja skemmtanalífinu á verstu nóttum. Mikil drykkja Óskað var eftir aðstoð lögreglu inni á ónefndum skemmtistað í miðbænum klukkan eitt í nótt vegna ofurölvi manns sem lét ófriðlega og veittist að gestum og gangandi. Hann var handtekinn og vistaður í fangaklefa í nótt. Síðar um nóttina, klukkan þrjú, var lögregla kölluð út vegna líkamsárásar í miðbænum. Ekki er greint frá því hvernig því útkalli lauk en í tilkynningu frá lögreglunni er minnst á að önnur líkamsárás hafi verið tilkynnt í Laugardalnum mun fyrr um kvöldið, klukkan hálf tíu. Aftur var síðan óskað eftir aðstoð lögreglu inni á skemmtistað klukkan um hálf fjögur, nú vegna slagsmála. Einn var handtekinn vegna málsins og er hann vistaður í fangaklefa vegna málsins. Síðar um nóttina, klukkan að verða hálf fjögur, var einstaklingur handtekinn í miðbænum eftir að hafa hent glasi í lögreglubifreið. Nokkrar skemmdir urðu á bílnum við þetta. Lögregla segir viðkomandi hafa verið ofurölvi og að hann hafi verið vistaður í fangageymslu í nótt. Í gærkvöldi var í tvígang tilkynnt um þjófnað úr verslun í borginni og nokkrum sinnum um innbrot. Einnig var talsvert um að lögregla stöðvaði ökumenn sem eru grunaðir um akstur undir áhrifum. Lögreglumál Næturlíf Reykjavík Tengdar fréttir Viðtöl af djamminu: „Fokk Covid“ Mikil gleði og léttir einkenndu andrúmsloftið í miðbænum í nótt þegar fréttamenn Vísis og Stöðvar 2 litu þar við. 26. júní 2021 15:21 „Partíið er byrjað“ Skemmtistaðaeigendur eru nú í óðaönn að undirbúa helgina eftir gleðifréttir dagsins. Þeir búast við að mikið fjör verði í miðbænum í kvöld og segist plötusnúður feginn að þurfa ekki að minna á grímurnar. 25. júní 2021 20:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Annað kvöld hins endurreista næturlífsins gekk mun verr fyrir sig en það fyrsta. Eins og greint var frá í gær þurfti lögregla varla að hafa nokkur afskipti af fólki í miðbænum í fyrrinótt þegar skemmtistaðir fengu loks að hafa opið lengur. Það sama var ekki uppi á teningnum í gærkvöldi og í nótt. Í daglegri fréttatilkynningu lögreglu má sjá hvernig hún þurfti að sinna hinum ýmsu útköllum sem eiga það til að fylgja skemmtanalífinu á verstu nóttum. Mikil drykkja Óskað var eftir aðstoð lögreglu inni á ónefndum skemmtistað í miðbænum klukkan eitt í nótt vegna ofurölvi manns sem lét ófriðlega og veittist að gestum og gangandi. Hann var handtekinn og vistaður í fangaklefa í nótt. Síðar um nóttina, klukkan þrjú, var lögregla kölluð út vegna líkamsárásar í miðbænum. Ekki er greint frá því hvernig því útkalli lauk en í tilkynningu frá lögreglunni er minnst á að önnur líkamsárás hafi verið tilkynnt í Laugardalnum mun fyrr um kvöldið, klukkan hálf tíu. Aftur var síðan óskað eftir aðstoð lögreglu inni á skemmtistað klukkan um hálf fjögur, nú vegna slagsmála. Einn var handtekinn vegna málsins og er hann vistaður í fangaklefa vegna málsins. Síðar um nóttina, klukkan að verða hálf fjögur, var einstaklingur handtekinn í miðbænum eftir að hafa hent glasi í lögreglubifreið. Nokkrar skemmdir urðu á bílnum við þetta. Lögregla segir viðkomandi hafa verið ofurölvi og að hann hafi verið vistaður í fangageymslu í nótt. Í gærkvöldi var í tvígang tilkynnt um þjófnað úr verslun í borginni og nokkrum sinnum um innbrot. Einnig var talsvert um að lögregla stöðvaði ökumenn sem eru grunaðir um akstur undir áhrifum.
Lögreglumál Næturlíf Reykjavík Tengdar fréttir Viðtöl af djamminu: „Fokk Covid“ Mikil gleði og léttir einkenndu andrúmsloftið í miðbænum í nótt þegar fréttamenn Vísis og Stöðvar 2 litu þar við. 26. júní 2021 15:21 „Partíið er byrjað“ Skemmtistaðaeigendur eru nú í óðaönn að undirbúa helgina eftir gleðifréttir dagsins. Þeir búast við að mikið fjör verði í miðbænum í kvöld og segist plötusnúður feginn að þurfa ekki að minna á grímurnar. 25. júní 2021 20:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Viðtöl af djamminu: „Fokk Covid“ Mikil gleði og léttir einkenndu andrúmsloftið í miðbænum í nótt þegar fréttamenn Vísis og Stöðvar 2 litu þar við. 26. júní 2021 15:21
„Partíið er byrjað“ Skemmtistaðaeigendur eru nú í óðaönn að undirbúa helgina eftir gleðifréttir dagsins. Þeir búast við að mikið fjör verði í miðbænum í kvöld og segist plötusnúður feginn að þurfa ekki að minna á grímurnar. 25. júní 2021 20:00