Sterkt samstarf frændþjóða Oddný Harðardóttir skrifar 26. júní 2021 12:31 Frá flokkahópi jafnaðarmanna í Norðurlandaráði: Heimsfaraldurinn hefur valdið truflunum í daglegu lífi margra, bæði almennings og fyrirtækja þvert á landamæri Norðurlanda. Þess vegna er mikilvægt að við á Norðurlöndum sameinumst í þróun og framleiðslu bóluefna, svo að við séum tilbúin til að opna samfélögin okkar fljótt næst þegar við stöndum frammi fyrir útbreiðslu hættulegrar farsóttar. Í fyrsta skipti í heila öld stendur heimurinn frammi fyrir heimsfaraldri. Lönd heimsins hafa brugðist á mismunandi hátt við þeim áskorunum sem heimsfaraldurinn hefur haft í för með sér. Á Norðurlöndum hefur okkur almennt gengið vel. Fáir hafa látist vegna veirunnar og hagkerfi flestra Norðurlanda virðast ætla að komast í gegnum kreppuna án mikilla áfalla. Við getum verið stolt af því. Við sjáum ljós við enda ganganna. Heimsfaraldurinn hefur hins vegar sýnt fram á að við á Norðurlöndum erum ekki nógu vel sett hvað varðar þróun og framleiðslu bóluefna og upp á aðra komin, en það þarf ekki endilega að vera raunin til framtíðar. Á Norðurlöndum er löng hefð fyrir öflugum lyfjageira og hátt menntunarstig okkar veitir aðgang að vel menntuðu vinnuafli. Opinberu velferðarkerfin í löndunum okkar hafa kappkostað að skapa sem mestan samfélagslegan ávinning í stað þess að einblína einungis á sem mestan gróða. Danski forsætisráðherrann, Mette Frederiksen, finnski forsætisráðherrann, Sanna Marin, sænski viðskipta- og iðnaðarráðherrann Ibrahim Baylan og Anna Hallberg utanríkis- og samvinnuráðherra hafa lagt til að Norðurlöndin sameinist um að koma á fót og fjármagna þróun og framleiðslu sameiginlegs norræns bóluefnis. Sænska ríkisstjórnin hefur óskað eftir því sama. Við í flokkahópi jafnaðarmanna sjáum fram á mikinn ávinning í því og vonum því að öll Norðurlöndin styðji tillöguna. Það er nefnilega mikilvægt að skilja að við þurfum að búa okkur undir það að Covid-19 getur verið eitthvað sem við munum búa við í mörg ár. Þrátt fyrir að flestir íbúar Norðurlandanna verði fljótlega full bólusettir, getur vírusinn stökkbreyst í afbrigði sem bóluefnin virka ekki vel á. Þess vegna verður áframhaldandi þörf á að þróa ný bóluefni sem geta virkað gegn nýjum stökkbreytingum veirunnar. Við á Norðurlöndum stefnum að því metnaðarfulla markmiði að vera samofnasta svæðið í heiminum. Vinnumarkaðir okkar og velferðarkerfi eru svo svipuð að náið samstarf væri mikill styrkur og fyrirmynd margra um allan heim. Þess vegna verðum við líka að gera það sem við getum til að tryggja að við þurfum ekki að loka landamærunum endurtekið vegna nýrra stökkbreytinga veirunnar. Við verðum að standa saman og nýta styrkleika hvors annars svo við getum þróað og framleitt nægilegt bóluefni og getum fljótt og örugglega bólusett íbúa Norðurlandanna þegar þörf krefur. Í framtíðinni gæti heimurinn þurft að loka aftur vegna nýrra stökkbreytinga, en á Norðurlöndum viljum við vera í stakk búin til að bólusetja íbúana fljótt svo við getum að minnsta kosti opnað lönd okkar hvert fyrir öðru. Við þær aðstæður gætum við kannski ekki farið í frí til Spánar eða Ítalíu en við gætum farið til Grænlands, Finnlands eða Danmerkur. Það mun einnig veita aukið öryggi fyrir fyrirtæki og fyrir fólk sem ferðast milli landanna vegna vinnu eða náms. Á sama tíma munum við á Norðurlöndum enn og aftur geta sýnt fram á að samstarf nágranna er styrkur fyrir okkur öll. Höfundur er Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar og fulltrúi Samfylkingarinnar í Flokkahópi jafnaðarmanna í Norðurlandaráði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Skoðun: Kosningar 2021 Norðurlandaráð Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Frá flokkahópi jafnaðarmanna í Norðurlandaráði: Heimsfaraldurinn hefur valdið truflunum í daglegu lífi margra, bæði almennings og fyrirtækja þvert á landamæri Norðurlanda. Þess vegna er mikilvægt að við á Norðurlöndum sameinumst í þróun og framleiðslu bóluefna, svo að við séum tilbúin til að opna samfélögin okkar fljótt næst þegar við stöndum frammi fyrir útbreiðslu hættulegrar farsóttar. Í fyrsta skipti í heila öld stendur heimurinn frammi fyrir heimsfaraldri. Lönd heimsins hafa brugðist á mismunandi hátt við þeim áskorunum sem heimsfaraldurinn hefur haft í för með sér. Á Norðurlöndum hefur okkur almennt gengið vel. Fáir hafa látist vegna veirunnar og hagkerfi flestra Norðurlanda virðast ætla að komast í gegnum kreppuna án mikilla áfalla. Við getum verið stolt af því. Við sjáum ljós við enda ganganna. Heimsfaraldurinn hefur hins vegar sýnt fram á að við á Norðurlöndum erum ekki nógu vel sett hvað varðar þróun og framleiðslu bóluefna og upp á aðra komin, en það þarf ekki endilega að vera raunin til framtíðar. Á Norðurlöndum er löng hefð fyrir öflugum lyfjageira og hátt menntunarstig okkar veitir aðgang að vel menntuðu vinnuafli. Opinberu velferðarkerfin í löndunum okkar hafa kappkostað að skapa sem mestan samfélagslegan ávinning í stað þess að einblína einungis á sem mestan gróða. Danski forsætisráðherrann, Mette Frederiksen, finnski forsætisráðherrann, Sanna Marin, sænski viðskipta- og iðnaðarráðherrann Ibrahim Baylan og Anna Hallberg utanríkis- og samvinnuráðherra hafa lagt til að Norðurlöndin sameinist um að koma á fót og fjármagna þróun og framleiðslu sameiginlegs norræns bóluefnis. Sænska ríkisstjórnin hefur óskað eftir því sama. Við í flokkahópi jafnaðarmanna sjáum fram á mikinn ávinning í því og vonum því að öll Norðurlöndin styðji tillöguna. Það er nefnilega mikilvægt að skilja að við þurfum að búa okkur undir það að Covid-19 getur verið eitthvað sem við munum búa við í mörg ár. Þrátt fyrir að flestir íbúar Norðurlandanna verði fljótlega full bólusettir, getur vírusinn stökkbreyst í afbrigði sem bóluefnin virka ekki vel á. Þess vegna verður áframhaldandi þörf á að þróa ný bóluefni sem geta virkað gegn nýjum stökkbreytingum veirunnar. Við á Norðurlöndum stefnum að því metnaðarfulla markmiði að vera samofnasta svæðið í heiminum. Vinnumarkaðir okkar og velferðarkerfi eru svo svipuð að náið samstarf væri mikill styrkur og fyrirmynd margra um allan heim. Þess vegna verðum við líka að gera það sem við getum til að tryggja að við þurfum ekki að loka landamærunum endurtekið vegna nýrra stökkbreytinga veirunnar. Við verðum að standa saman og nýta styrkleika hvors annars svo við getum þróað og framleitt nægilegt bóluefni og getum fljótt og örugglega bólusett íbúa Norðurlandanna þegar þörf krefur. Í framtíðinni gæti heimurinn þurft að loka aftur vegna nýrra stökkbreytinga, en á Norðurlöndum viljum við vera í stakk búin til að bólusetja íbúana fljótt svo við getum að minnsta kosti opnað lönd okkar hvert fyrir öðru. Við þær aðstæður gætum við kannski ekki farið í frí til Spánar eða Ítalíu en við gætum farið til Grænlands, Finnlands eða Danmerkur. Það mun einnig veita aukið öryggi fyrir fyrirtæki og fyrir fólk sem ferðast milli landanna vegna vinnu eða náms. Á sama tíma munum við á Norðurlöndum enn og aftur geta sýnt fram á að samstarf nágranna er styrkur fyrir okkur öll. Höfundur er Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar og fulltrúi Samfylkingarinnar í Flokkahópi jafnaðarmanna í Norðurlandaráði
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun