Gölluð niðurstaða Daða Más Pétur Hafsteinn Pálsson skrifar 25. júní 2021 21:55 Ég geri þá kröfu til fræðimannsins og frambjóðanda Viðreisnar, Daða Más Kristóferssonar, að hann fari rétt með staðreyndir þótt hann taki þátt í pólitík. Í grein sem hann birtir 24. júní heldur hann því fram að vegna þess að fiskverð í beinum viðskiptum (þegar útgerð og vinnsla eru á sömu hendi) sé ákveðið innan fyrirtækjanna, en ekki með markaðsviðmiðum, séu sjómenn hlunnfarnir um 10 milljarða á ári. Hann segir: „Það sem við köllum fiskverð er því ekki raunverulegt verð heldur tala sem til verður innan þessara fyrirtækja sem hluti af útreikningi á launum sjómanna”. Staðreyndin er þessi: Samkvæmt samkomulagi útgerða og sjómanna miðast fiskverð í beinum viðskiptum að jafnaði við 80% af þriggja mánaða vegnu meðalskilaverði íslenskra fiskmarkaða. Markmiðið er að fiskvinnslan greiði um 55% af tekjum sínum til skipsins sem sjómaðurinn á sinn hlut í samkvæmt hlutaskiptakerfinu. Reynist fiskmarkaðsverð ekki vera í takt við afurðaverð, er afurðaverðsvísitala frá Hagstofunni notuð sem vörn. Sú vörn felst í því að hráefnishlutfallið fari ekki yfir 60% og ekki undir 50%. Laun sjómanna eru því bæði gengistryggð og tryggð fyrir breytingum á söluverði afurðanna. Þetta samkomulag sjómanna og útgerðarmanna hefur gert það að verkum að stærstur hluti þorsks og ýsu er unninn á Íslandi og hægt hefur verið að byggja tæknivæddar fiskvinnslur sem geta keppt við ríkisstyrktar fiskvinnslur í Evrópu. Því miður er ekki sömu sögu að segja um aðrar tegundir, sem í auknum mæli eru fluttar óunnar úr landi. Þeir kaupendur sem áður keyptu þær tegundir á íslenskum fiskmörkuðum hafa flestir lagt upp laupana og afleiðingin er sú að verð á þeim tegundum hefur fallið. Tapi íslenskar fiskvinnslur samkeppnishæfni sinni í þorski og ýsu er hætta á að það sama gerist þar vegna þess að ekkert viðnám verður á Íslandi til að halda uppi verðunum. Það væri því alveg hægt að halda því fram að það form sem notað hefur verið til að ákveða fiskverð í beinum viðskiptum hafi skapað sjómönnum 10 milljarða aukatekjur síðasta áratug, en ekki lækkað þau eins og Daði heldur fram. Sú umræða hvort betra sé fyrir þjóðina að skattleggja sjávarútveg mikið eða lítið mun halda áfram. En það gildir um þá umræðu rétt eins og umræðuna um kaup og kjör sjómanna, að ef rangar forsendur eru notaðar getur niðurstaðan aldrei orðið önnur en röng. Það á jafnt við fræðimenn sem leikmenn. Höfundur er framkvæmdastjóri Vísis hf. í Grindavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Sjá meira
Ég geri þá kröfu til fræðimannsins og frambjóðanda Viðreisnar, Daða Más Kristóferssonar, að hann fari rétt með staðreyndir þótt hann taki þátt í pólitík. Í grein sem hann birtir 24. júní heldur hann því fram að vegna þess að fiskverð í beinum viðskiptum (þegar útgerð og vinnsla eru á sömu hendi) sé ákveðið innan fyrirtækjanna, en ekki með markaðsviðmiðum, séu sjómenn hlunnfarnir um 10 milljarða á ári. Hann segir: „Það sem við köllum fiskverð er því ekki raunverulegt verð heldur tala sem til verður innan þessara fyrirtækja sem hluti af útreikningi á launum sjómanna”. Staðreyndin er þessi: Samkvæmt samkomulagi útgerða og sjómanna miðast fiskverð í beinum viðskiptum að jafnaði við 80% af þriggja mánaða vegnu meðalskilaverði íslenskra fiskmarkaða. Markmiðið er að fiskvinnslan greiði um 55% af tekjum sínum til skipsins sem sjómaðurinn á sinn hlut í samkvæmt hlutaskiptakerfinu. Reynist fiskmarkaðsverð ekki vera í takt við afurðaverð, er afurðaverðsvísitala frá Hagstofunni notuð sem vörn. Sú vörn felst í því að hráefnishlutfallið fari ekki yfir 60% og ekki undir 50%. Laun sjómanna eru því bæði gengistryggð og tryggð fyrir breytingum á söluverði afurðanna. Þetta samkomulag sjómanna og útgerðarmanna hefur gert það að verkum að stærstur hluti þorsks og ýsu er unninn á Íslandi og hægt hefur verið að byggja tæknivæddar fiskvinnslur sem geta keppt við ríkisstyrktar fiskvinnslur í Evrópu. Því miður er ekki sömu sögu að segja um aðrar tegundir, sem í auknum mæli eru fluttar óunnar úr landi. Þeir kaupendur sem áður keyptu þær tegundir á íslenskum fiskmörkuðum hafa flestir lagt upp laupana og afleiðingin er sú að verð á þeim tegundum hefur fallið. Tapi íslenskar fiskvinnslur samkeppnishæfni sinni í þorski og ýsu er hætta á að það sama gerist þar vegna þess að ekkert viðnám verður á Íslandi til að halda uppi verðunum. Það væri því alveg hægt að halda því fram að það form sem notað hefur verið til að ákveða fiskverð í beinum viðskiptum hafi skapað sjómönnum 10 milljarða aukatekjur síðasta áratug, en ekki lækkað þau eins og Daði heldur fram. Sú umræða hvort betra sé fyrir þjóðina að skattleggja sjávarútveg mikið eða lítið mun halda áfram. En það gildir um þá umræðu rétt eins og umræðuna um kaup og kjör sjómanna, að ef rangar forsendur eru notaðar getur niðurstaðan aldrei orðið önnur en röng. Það á jafnt við fræðimenn sem leikmenn. Höfundur er framkvæmdastjóri Vísis hf. í Grindavík.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir Skoðun