Gölluð niðurstaða Daða Más Pétur Hafsteinn Pálsson skrifar 25. júní 2021 21:55 Ég geri þá kröfu til fræðimannsins og frambjóðanda Viðreisnar, Daða Más Kristóferssonar, að hann fari rétt með staðreyndir þótt hann taki þátt í pólitík. Í grein sem hann birtir 24. júní heldur hann því fram að vegna þess að fiskverð í beinum viðskiptum (þegar útgerð og vinnsla eru á sömu hendi) sé ákveðið innan fyrirtækjanna, en ekki með markaðsviðmiðum, séu sjómenn hlunnfarnir um 10 milljarða á ári. Hann segir: „Það sem við köllum fiskverð er því ekki raunverulegt verð heldur tala sem til verður innan þessara fyrirtækja sem hluti af útreikningi á launum sjómanna”. Staðreyndin er þessi: Samkvæmt samkomulagi útgerða og sjómanna miðast fiskverð í beinum viðskiptum að jafnaði við 80% af þriggja mánaða vegnu meðalskilaverði íslenskra fiskmarkaða. Markmiðið er að fiskvinnslan greiði um 55% af tekjum sínum til skipsins sem sjómaðurinn á sinn hlut í samkvæmt hlutaskiptakerfinu. Reynist fiskmarkaðsverð ekki vera í takt við afurðaverð, er afurðaverðsvísitala frá Hagstofunni notuð sem vörn. Sú vörn felst í því að hráefnishlutfallið fari ekki yfir 60% og ekki undir 50%. Laun sjómanna eru því bæði gengistryggð og tryggð fyrir breytingum á söluverði afurðanna. Þetta samkomulag sjómanna og útgerðarmanna hefur gert það að verkum að stærstur hluti þorsks og ýsu er unninn á Íslandi og hægt hefur verið að byggja tæknivæddar fiskvinnslur sem geta keppt við ríkisstyrktar fiskvinnslur í Evrópu. Því miður er ekki sömu sögu að segja um aðrar tegundir, sem í auknum mæli eru fluttar óunnar úr landi. Þeir kaupendur sem áður keyptu þær tegundir á íslenskum fiskmörkuðum hafa flestir lagt upp laupana og afleiðingin er sú að verð á þeim tegundum hefur fallið. Tapi íslenskar fiskvinnslur samkeppnishæfni sinni í þorski og ýsu er hætta á að það sama gerist þar vegna þess að ekkert viðnám verður á Íslandi til að halda uppi verðunum. Það væri því alveg hægt að halda því fram að það form sem notað hefur verið til að ákveða fiskverð í beinum viðskiptum hafi skapað sjómönnum 10 milljarða aukatekjur síðasta áratug, en ekki lækkað þau eins og Daði heldur fram. Sú umræða hvort betra sé fyrir þjóðina að skattleggja sjávarútveg mikið eða lítið mun halda áfram. En það gildir um þá umræðu rétt eins og umræðuna um kaup og kjör sjómanna, að ef rangar forsendur eru notaðar getur niðurstaðan aldrei orðið önnur en röng. Það á jafnt við fræðimenn sem leikmenn. Höfundur er framkvæmdastjóri Vísis hf. í Grindavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég geri þá kröfu til fræðimannsins og frambjóðanda Viðreisnar, Daða Más Kristóferssonar, að hann fari rétt með staðreyndir þótt hann taki þátt í pólitík. Í grein sem hann birtir 24. júní heldur hann því fram að vegna þess að fiskverð í beinum viðskiptum (þegar útgerð og vinnsla eru á sömu hendi) sé ákveðið innan fyrirtækjanna, en ekki með markaðsviðmiðum, séu sjómenn hlunnfarnir um 10 milljarða á ári. Hann segir: „Það sem við köllum fiskverð er því ekki raunverulegt verð heldur tala sem til verður innan þessara fyrirtækja sem hluti af útreikningi á launum sjómanna”. Staðreyndin er þessi: Samkvæmt samkomulagi útgerða og sjómanna miðast fiskverð í beinum viðskiptum að jafnaði við 80% af þriggja mánaða vegnu meðalskilaverði íslenskra fiskmarkaða. Markmiðið er að fiskvinnslan greiði um 55% af tekjum sínum til skipsins sem sjómaðurinn á sinn hlut í samkvæmt hlutaskiptakerfinu. Reynist fiskmarkaðsverð ekki vera í takt við afurðaverð, er afurðaverðsvísitala frá Hagstofunni notuð sem vörn. Sú vörn felst í því að hráefnishlutfallið fari ekki yfir 60% og ekki undir 50%. Laun sjómanna eru því bæði gengistryggð og tryggð fyrir breytingum á söluverði afurðanna. Þetta samkomulag sjómanna og útgerðarmanna hefur gert það að verkum að stærstur hluti þorsks og ýsu er unninn á Íslandi og hægt hefur verið að byggja tæknivæddar fiskvinnslur sem geta keppt við ríkisstyrktar fiskvinnslur í Evrópu. Því miður er ekki sömu sögu að segja um aðrar tegundir, sem í auknum mæli eru fluttar óunnar úr landi. Þeir kaupendur sem áður keyptu þær tegundir á íslenskum fiskmörkuðum hafa flestir lagt upp laupana og afleiðingin er sú að verð á þeim tegundum hefur fallið. Tapi íslenskar fiskvinnslur samkeppnishæfni sinni í þorski og ýsu er hætta á að það sama gerist þar vegna þess að ekkert viðnám verður á Íslandi til að halda uppi verðunum. Það væri því alveg hægt að halda því fram að það form sem notað hefur verið til að ákveða fiskverð í beinum viðskiptum hafi skapað sjómönnum 10 milljarða aukatekjur síðasta áratug, en ekki lækkað þau eins og Daði heldur fram. Sú umræða hvort betra sé fyrir þjóðina að skattleggja sjávarútveg mikið eða lítið mun halda áfram. En það gildir um þá umræðu rétt eins og umræðuna um kaup og kjör sjómanna, að ef rangar forsendur eru notaðar getur niðurstaðan aldrei orðið önnur en röng. Það á jafnt við fræðimenn sem leikmenn. Höfundur er framkvæmdastjóri Vísis hf. í Grindavík.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar