Innlent

Áframhaldandi varðhaldi í hnífstungumáli hafnað

Kjartan Kjartansson skrifar
Árásin var framin á Hafnarstræti, milli Hlöllabáta og Fjallkonunnar.
Árásin var framin á Hafnarstræti, milli Hlöllabáta og Fjallkonunnar.

Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði því að framlengja gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður um hnífstunguárás í miðborg Reykjavíkur fyrr í þessum mánuði.

Árásin átti sér stað fyrir utan veitingastaðinn Fjallkonuna við Ingólfstorg aðfararnótt sunnudagsins 13. júní og hefur sá grunaði setið í gæsluvarðhaldi síðan þá. Ríkisútvarpið segir að Héraðsdómur Reykjavíkur hafi synjað því að framlengja gæsluvarðhaldið frekar þegar það rann út í dag. Niðurstaðan var kærð.

Fórnarlamb árásarinnar var sagt á batavegi eftir að hafa verið talið í lífshættu um tíma. Manninum var haldið sofandi í þrjá daga eftir árásina.


Tengdar fréttir

Fara fram á gæslu­varð­hald til næsta föstu­dags vegna hnífs­tungunnar

Farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um að hafa stungið karlmann með hnífi í kviðinn á aðfaranótt síðasta sunnudags. Farið verður fram á vikulangt gæsluvarðhald til viðbótar yfir manninum og verður hann leiddur fyrir dómara síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×