Innlent

Sprengjudeild sérsveitar kölluð út í Bríetartún

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Sérsveitarmenn að störfum.
Sérsveitarmenn að störfum. vísir/vilhelm

Sprengju­deild sér­sveitarinnar var kölluð út að vinnu­svæði í Bríetar­túni í kvöld.

Frá þessu greinir RÚV en sam­kvæmt miðlinum var frá­gangi sprengi­efnis sem unnið er með á vinnu­svæðinu á­bóta­vant og stafaði hætta af því.

Sprengju­deildin fór á svæðið um klukkan tíu í kvöld en á lóðinni í Bríetar­túni voru áður höfuð­stöðvar flug­fé­lagsins WOW air. Til stendur að reisa þar höfuð­stöðvar Skattsins.

Málið gæti endað með sekt fyrir þá sem sjá um vinnu­svæðið en sprengju­deildin hefur nú af­stýrt allri hættu á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×