Vesturbæingar sjá á eftir bensínstöðvum sínum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 24. júní 2021 20:01 Margir eiga eflaust eftir að sakna þess að mæta á N1 Hringbraut eftir djammið. Nema þar verði áfram starfrækt veitingaþjónusta eftir lokun bensínstöðvarinnar. vísir/vilhelm Bensínstöðvum í íbúðahverfum borgarinnar fækkar allverulega á næstu árum. Eftir lokun þeirra verða nánast eingöngu bensínstöðvar við stærri brautir. Samningar milli Reykjavíkurborgar og þriggja stærstu olíufélaganna voru samþykktir á fundi borgarráðs í morgun þar sem samið er um að fækka bensíndælum í borginni um þriðjung. Ekki er tilgreint nákvæmlega hvenær bensínstöðvunum verður lokað; í fundargerð borgarráðs og tilkynningum borgarstjóra er aðeins talað um að það verði „á næstu árum“. Meðal þeirra bensínstöðva sem verður lokað eru allar stöðvar í Vesturbænum, sunnan Hringbrautar, ásamt hinni vinsælu stöð N1 við Hringbraut, sem margir þekkja eflaust af skemmtanalífinu en í sama rými er rekinn veitingastaðurinn Subway, sem er opinn allan sólarhringinn og fyllist gjarnan eftir lokun skemmtistaða. Í grænum fréttum er þetta helst: Borgarráð samþykkti í morgun samninga við þrjú stærstu olíufélögin um þriðjungs fækkun bensínstöðva í Reykjavík á næstu árum. Í staðinn koma íbúðir og hverfistengd þjónusta. Dælum fækkar um 33%. Sjá muninn á kortum. Þráður með myndum. #GrænaPlanið pic.twitter.com/uHCwFEG2no— dagur@reykjavik.is (@Dagurb) June 24, 2021 Eftir að þeim bensínstöðvum verður lokað sem samið var um verða þá heldur engar bensínstöðvar inni í íbúðarhverfi í Laugardalnum, Hlíðunum eða Fossvogi. Í staðinn fyrir bensínstöðvarnar á að byggja íbúðir og hverfistengda þjónustu. Allt er þetta hluti Græna plansins svokallaða og loftslagsáætlunar borgarinnar. Samhliða lokun bensínstöðvanna gefur borgin lóðarvilyrði fyrir fjölorkustöð á Esjumelum og uppbyggingu í Stekkjarbakka 4-6. Samningarnir voru gerðir við N1, Skeljung og Orkuna og Olís og OB. Þeim bensínstöðvum sem verður lokað eru: Birkimelur 1 Ægisíða 102 Álfheimar 49 Álfabakki 7 Egilsgata 5 Hringbraut 12 Stóragerði 40 Skógarsel 10 Skógarhlíð 16 Bensín og olía Umhverfismál Reykjavík Skipulag Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Fleiri fréttir Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sjá meira
Samningar milli Reykjavíkurborgar og þriggja stærstu olíufélaganna voru samþykktir á fundi borgarráðs í morgun þar sem samið er um að fækka bensíndælum í borginni um þriðjung. Ekki er tilgreint nákvæmlega hvenær bensínstöðvunum verður lokað; í fundargerð borgarráðs og tilkynningum borgarstjóra er aðeins talað um að það verði „á næstu árum“. Meðal þeirra bensínstöðva sem verður lokað eru allar stöðvar í Vesturbænum, sunnan Hringbrautar, ásamt hinni vinsælu stöð N1 við Hringbraut, sem margir þekkja eflaust af skemmtanalífinu en í sama rými er rekinn veitingastaðurinn Subway, sem er opinn allan sólarhringinn og fyllist gjarnan eftir lokun skemmtistaða. Í grænum fréttum er þetta helst: Borgarráð samþykkti í morgun samninga við þrjú stærstu olíufélögin um þriðjungs fækkun bensínstöðva í Reykjavík á næstu árum. Í staðinn koma íbúðir og hverfistengd þjónusta. Dælum fækkar um 33%. Sjá muninn á kortum. Þráður með myndum. #GrænaPlanið pic.twitter.com/uHCwFEG2no— dagur@reykjavik.is (@Dagurb) June 24, 2021 Eftir að þeim bensínstöðvum verður lokað sem samið var um verða þá heldur engar bensínstöðvar inni í íbúðarhverfi í Laugardalnum, Hlíðunum eða Fossvogi. Í staðinn fyrir bensínstöðvarnar á að byggja íbúðir og hverfistengda þjónustu. Allt er þetta hluti Græna plansins svokallaða og loftslagsáætlunar borgarinnar. Samhliða lokun bensínstöðvanna gefur borgin lóðarvilyrði fyrir fjölorkustöð á Esjumelum og uppbyggingu í Stekkjarbakka 4-6. Samningarnir voru gerðir við N1, Skeljung og Orkuna og Olís og OB. Þeim bensínstöðvum sem verður lokað eru: Birkimelur 1 Ægisíða 102 Álfheimar 49 Álfabakki 7 Egilsgata 5 Hringbraut 12 Stóragerði 40 Skógarsel 10 Skógarhlíð 16
Bensín og olía Umhverfismál Reykjavík Skipulag Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Fleiri fréttir Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sjá meira