„Alger tilviljun“ að stórtíðindi berist frá Icelandair á ögurstundu fyrir Play Snorri Másson skrifar 24. júní 2021 12:08 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Egill Aðalsteinsson Forstjóri Icelandair segir það jákvætt fyrir innlenda hluthafa félagsins að stór erlendur fjárfestir sýni trú á félaginu með stórri fjárfestingu í því. Það er að hans sögn tilviljun að tilkynnt sé um þetta daginn fyrir hlutafjárútboð og jómfrúarflug nýs samkeppnisaðila. Tilkynnt var um kaup hins rótgróna bandaríska fjárfestingarsjóðs Bain Capital á 16,6% hlut í Icelandair í gærkvöldi. Fjárfestingin er upp á 5,7 milljarða hluta, að andvirði tæplega 8,1 milljarðs króna. Restin er í höndum innlendra aðila og hluthafar eru 15.000 talsins, langflestir Íslendingar. Gott fyrir íslensku hluthafana Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair telur ekki að íslensku hluthafarnir missi spón úr aski sínum við aðkomu nýs aðila. „Ég held að það sé akkúrat öfugt, ég held að það sé mikið virði í því fyrir núverandi hluthafa að fá svona reyndan og öflugan fjárfesti inn í hluthafahópinn. Við erum með um 15.000 hluthafa í dag. 99% af þeim eru örugglega Íslendingar. Fyrir þá að fá alþjóðlegan fjárfesti með mikla reynslu og þekkingu sem hann ætlar að deila með okkur og hjálpa félaginu að vaxa og dafna til framtíðar, ég held að það sé bara gríðarlegur akkur fyrir núverandi hluthafa. Félagið er og verður áfram íslenskt, og viðskiptalíkanið sem þeir eru að kaupa sig inn í snýst um að reka íslenskt flugfélag út frá Keflavíkurflugvelli.” Þegar hafa bréf í félaginu hækkað um 6,8% í virði í Kauphöllinni í dag, að vonum einkum vegna tíðindanna af Bain Capital. Bogi bendir einnig á að fjárfestingin styrki verulega lausafjárstöðu félagsins. „Flugfélög um allan heim eru enn að glíma við mikla óvissu og þetta gerir okkur þá líka kleift enn frekar að grípa þau tækifæri sem eru að birtast á okkar mörkuðum. Þannig að þetta er bara mjög jákvætt í alla staði.“ Óska Play góðs gengis Í morgun hófst hlutafjárútboð Play Air, nýjasta samkeppnisaðila Icelandair. Um leið flaug félagið jómfrúarflugi sínu til Lundúna. Bogi Nils segir að tímasetning tilkynningar Icelandair um nýja fjárfestinn sé tilviljun, félaginu beri einfaldlega að tilkynna um svona nokkuð til Kauphallarinnar þegar samningar liggja fyrir. „Það er alger tilviljun að þetta sé að eiga sér stað daginn fyrir fyrsta flug hjá Play. Það var ekkert sem við vorum að velta fyrir okkur og alls ekki Bain. Þannig að það var alger tilviljun að þetta sé að gerast svona daginn fyrir fyrsta flug hjá Play.“ Óttastu að þið skyggið á dýrðina hjá þeim með þessum tíðindum? „Við vorum bara að klára viðskipti og samning sem við verðum að tilkynna um í Kauphöll. Við óskum bara Play alls hins besta í þeirra vegferð og vonum að það gangi vel hjá þeim eins og hjá okkur.“ Fréttir af flugi Play Icelandair Kauphöllin Tengdar fréttir Bandarískt fjárfestingarfélag kaupir 16,6 prósent í Icelandair Bandaríska fjárfestingarfélagið Bain Capital hefur gert samkomulag við Icelandair Group um kaup á 16,6 prósent hlut í félaginu. Kaupin hljóma upp á rúma átta milljarða íslenskra króna. 23. júní 2021 23:33 Forsvarsmenn WOW air sækja um flugrekstrarleyfi Forsvarsmenn WOW air hafa sótt um flugrekstrarleyfi hjá Samgöngustofu. Ögmundur Gíslason flugrekstrarfræðingur, sem vinnur fyrir Michele Ballarin, segir áætlanir sannarlega standa til þess að endurreisa flugfélagið. 23. júní 2021 06:44 Jómfrúarflug Play farið í loftið: „Nú er komið að Play“ Jómfrúarflug flugfélagsins Play er farið í loftið og er ferðinni heitið til Lundúna. Forstjóri flugfélagsins segir tilfinningaríka stund að sjá þetta raungerast. 24. júní 2021 11:42 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Tilkynnt var um kaup hins rótgróna bandaríska fjárfestingarsjóðs Bain Capital á 16,6% hlut í Icelandair í gærkvöldi. Fjárfestingin er upp á 5,7 milljarða hluta, að andvirði tæplega 8,1 milljarðs króna. Restin er í höndum innlendra aðila og hluthafar eru 15.000 talsins, langflestir Íslendingar. Gott fyrir íslensku hluthafana Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair telur ekki að íslensku hluthafarnir missi spón úr aski sínum við aðkomu nýs aðila. „Ég held að það sé akkúrat öfugt, ég held að það sé mikið virði í því fyrir núverandi hluthafa að fá svona reyndan og öflugan fjárfesti inn í hluthafahópinn. Við erum með um 15.000 hluthafa í dag. 99% af þeim eru örugglega Íslendingar. Fyrir þá að fá alþjóðlegan fjárfesti með mikla reynslu og þekkingu sem hann ætlar að deila með okkur og hjálpa félaginu að vaxa og dafna til framtíðar, ég held að það sé bara gríðarlegur akkur fyrir núverandi hluthafa. Félagið er og verður áfram íslenskt, og viðskiptalíkanið sem þeir eru að kaupa sig inn í snýst um að reka íslenskt flugfélag út frá Keflavíkurflugvelli.” Þegar hafa bréf í félaginu hækkað um 6,8% í virði í Kauphöllinni í dag, að vonum einkum vegna tíðindanna af Bain Capital. Bogi bendir einnig á að fjárfestingin styrki verulega lausafjárstöðu félagsins. „Flugfélög um allan heim eru enn að glíma við mikla óvissu og þetta gerir okkur þá líka kleift enn frekar að grípa þau tækifæri sem eru að birtast á okkar mörkuðum. Þannig að þetta er bara mjög jákvætt í alla staði.“ Óska Play góðs gengis Í morgun hófst hlutafjárútboð Play Air, nýjasta samkeppnisaðila Icelandair. Um leið flaug félagið jómfrúarflugi sínu til Lundúna. Bogi Nils segir að tímasetning tilkynningar Icelandair um nýja fjárfestinn sé tilviljun, félaginu beri einfaldlega að tilkynna um svona nokkuð til Kauphallarinnar þegar samningar liggja fyrir. „Það er alger tilviljun að þetta sé að eiga sér stað daginn fyrir fyrsta flug hjá Play. Það var ekkert sem við vorum að velta fyrir okkur og alls ekki Bain. Þannig að það var alger tilviljun að þetta sé að gerast svona daginn fyrir fyrsta flug hjá Play.“ Óttastu að þið skyggið á dýrðina hjá þeim með þessum tíðindum? „Við vorum bara að klára viðskipti og samning sem við verðum að tilkynna um í Kauphöll. Við óskum bara Play alls hins besta í þeirra vegferð og vonum að það gangi vel hjá þeim eins og hjá okkur.“
Fréttir af flugi Play Icelandair Kauphöllin Tengdar fréttir Bandarískt fjárfestingarfélag kaupir 16,6 prósent í Icelandair Bandaríska fjárfestingarfélagið Bain Capital hefur gert samkomulag við Icelandair Group um kaup á 16,6 prósent hlut í félaginu. Kaupin hljóma upp á rúma átta milljarða íslenskra króna. 23. júní 2021 23:33 Forsvarsmenn WOW air sækja um flugrekstrarleyfi Forsvarsmenn WOW air hafa sótt um flugrekstrarleyfi hjá Samgöngustofu. Ögmundur Gíslason flugrekstrarfræðingur, sem vinnur fyrir Michele Ballarin, segir áætlanir sannarlega standa til þess að endurreisa flugfélagið. 23. júní 2021 06:44 Jómfrúarflug Play farið í loftið: „Nú er komið að Play“ Jómfrúarflug flugfélagsins Play er farið í loftið og er ferðinni heitið til Lundúna. Forstjóri flugfélagsins segir tilfinningaríka stund að sjá þetta raungerast. 24. júní 2021 11:42 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Bandarískt fjárfestingarfélag kaupir 16,6 prósent í Icelandair Bandaríska fjárfestingarfélagið Bain Capital hefur gert samkomulag við Icelandair Group um kaup á 16,6 prósent hlut í félaginu. Kaupin hljóma upp á rúma átta milljarða íslenskra króna. 23. júní 2021 23:33
Forsvarsmenn WOW air sækja um flugrekstrarleyfi Forsvarsmenn WOW air hafa sótt um flugrekstrarleyfi hjá Samgöngustofu. Ögmundur Gíslason flugrekstrarfræðingur, sem vinnur fyrir Michele Ballarin, segir áætlanir sannarlega standa til þess að endurreisa flugfélagið. 23. júní 2021 06:44
Jómfrúarflug Play farið í loftið: „Nú er komið að Play“ Jómfrúarflug flugfélagsins Play er farið í loftið og er ferðinni heitið til Lundúna. Forstjóri flugfélagsins segir tilfinningaríka stund að sjá þetta raungerast. 24. júní 2021 11:42