Persónuvernd telur mögulega tilefni til að útvíkka athugun sína Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. júní 2021 11:57 Persónuvernd hefur nú til skoðunar vinnubrögð við meðferð persónuupplýsinga við flutninga leghálssýna til Danmerkur. Persónuvernd hefur borist svar frá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu um það hvernig leitast er við að tryggja öryggi við auðkenningu leghálssýna sem send eru til Danmerkur og upplýsinga sem verða til við rannsóknir á þeim. Persónuvernd sendi fyrirspurn til heilsugæslunnar 17. maí síðastliðinn og barst svar 31. maí. Þetta kemur fram í svörum Persónuverndar við fyrirspurn Ernu Bjarnadóttur, sem send var fyrir hönd Facebook-hópsins „Aðför að heilsu kvenna“ en honum tilheyra nú 16.700 einstaklingar. Í fyrirspurninni er meðal annars spurt að því hvers vegna það sé afstaða Embættis landæknis að sýni sem tekin eru vegna skimunar fyrir leghálskrabbameini þurfi ekki að geyma í nema fimm ár og því falli þau ekki undir lög um lífsýnasöfn og söfn heilbrigðisupplýsinga nr. 110/2000. Leiða má líkur að því að tilefni spurningarinnar sé sú staðreynd að upp getur komið sú staða að kona reynist hafa fengið ranga greiningu og þá eru geymd sýni endurskoðuð. Í svarinu segist Persónuvernd ekki getað svarað til um afstöðu Landlæknisembættisins en í lögum 110/2000 sé ekki mælt fyrir um skyldu þeirra sem veita heilbrigðisþjónustu til að varðveita lífsýni sem tekin eru vegna þjónusturannsókna. Hins vegar sé skylt að halda sjúkraskrá vegna sjúklings og þá geti reynt á það hvort þjónustusýni teljist tilheyra slíkri skrá. Þá segir að tilefni kunni að gefast til að bæta varðveislu umræddra sýna við athugun Persónuverndar. Í svarinu segir einnig að mögulega kunni að gefast tilefni til að kanna frekar gagnsæi við vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við þjónustusýni en í fyrirspurn Ernu var bent á að skýrar reglur hefðu gilt um lífsýnasafn frumurannsóknarstofu Krabbameinsfélagsins. Persónuvernd ítrekar að samkvæmt lögum sé heimilt að senda lífsýni úr landi, meðal annars vegna sjúkdómsgreininga og gæðaeftirlits. Það breyti því þó ekki að mikilvægt sé að viðhöfð séu vönduð vinnubrögð þegar það er gert og því hafi stofnunin hafið athugun á fyrirkomulaginu hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Tengd skjöl Svar_PersonuverndarPDF2.8MBSækja skjal Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Heilsugæsla Persónuvernd Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Persónuvernd sendi fyrirspurn til heilsugæslunnar 17. maí síðastliðinn og barst svar 31. maí. Þetta kemur fram í svörum Persónuverndar við fyrirspurn Ernu Bjarnadóttur, sem send var fyrir hönd Facebook-hópsins „Aðför að heilsu kvenna“ en honum tilheyra nú 16.700 einstaklingar. Í fyrirspurninni er meðal annars spurt að því hvers vegna það sé afstaða Embættis landæknis að sýni sem tekin eru vegna skimunar fyrir leghálskrabbameini þurfi ekki að geyma í nema fimm ár og því falli þau ekki undir lög um lífsýnasöfn og söfn heilbrigðisupplýsinga nr. 110/2000. Leiða má líkur að því að tilefni spurningarinnar sé sú staðreynd að upp getur komið sú staða að kona reynist hafa fengið ranga greiningu og þá eru geymd sýni endurskoðuð. Í svarinu segist Persónuvernd ekki getað svarað til um afstöðu Landlæknisembættisins en í lögum 110/2000 sé ekki mælt fyrir um skyldu þeirra sem veita heilbrigðisþjónustu til að varðveita lífsýni sem tekin eru vegna þjónusturannsókna. Hins vegar sé skylt að halda sjúkraskrá vegna sjúklings og þá geti reynt á það hvort þjónustusýni teljist tilheyra slíkri skrá. Þá segir að tilefni kunni að gefast til að bæta varðveislu umræddra sýna við athugun Persónuverndar. Í svarinu segir einnig að mögulega kunni að gefast tilefni til að kanna frekar gagnsæi við vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við þjónustusýni en í fyrirspurn Ernu var bent á að skýrar reglur hefðu gilt um lífsýnasafn frumurannsóknarstofu Krabbameinsfélagsins. Persónuvernd ítrekar að samkvæmt lögum sé heimilt að senda lífsýni úr landi, meðal annars vegna sjúkdómsgreininga og gæðaeftirlits. Það breyti því þó ekki að mikilvægt sé að viðhöfð séu vönduð vinnubrögð þegar það er gert og því hafi stofnunin hafið athugun á fyrirkomulaginu hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Tengd skjöl Svar_PersonuverndarPDF2.8MBSækja skjal
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Heilsugæsla Persónuvernd Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira