Persónuvernd telur mögulega tilefni til að útvíkka athugun sína Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. júní 2021 11:57 Persónuvernd hefur nú til skoðunar vinnubrögð við meðferð persónuupplýsinga við flutninga leghálssýna til Danmerkur. Persónuvernd hefur borist svar frá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu um það hvernig leitast er við að tryggja öryggi við auðkenningu leghálssýna sem send eru til Danmerkur og upplýsinga sem verða til við rannsóknir á þeim. Persónuvernd sendi fyrirspurn til heilsugæslunnar 17. maí síðastliðinn og barst svar 31. maí. Þetta kemur fram í svörum Persónuverndar við fyrirspurn Ernu Bjarnadóttur, sem send var fyrir hönd Facebook-hópsins „Aðför að heilsu kvenna“ en honum tilheyra nú 16.700 einstaklingar. Í fyrirspurninni er meðal annars spurt að því hvers vegna það sé afstaða Embættis landæknis að sýni sem tekin eru vegna skimunar fyrir leghálskrabbameini þurfi ekki að geyma í nema fimm ár og því falli þau ekki undir lög um lífsýnasöfn og söfn heilbrigðisupplýsinga nr. 110/2000. Leiða má líkur að því að tilefni spurningarinnar sé sú staðreynd að upp getur komið sú staða að kona reynist hafa fengið ranga greiningu og þá eru geymd sýni endurskoðuð. Í svarinu segist Persónuvernd ekki getað svarað til um afstöðu Landlæknisembættisins en í lögum 110/2000 sé ekki mælt fyrir um skyldu þeirra sem veita heilbrigðisþjónustu til að varðveita lífsýni sem tekin eru vegna þjónusturannsókna. Hins vegar sé skylt að halda sjúkraskrá vegna sjúklings og þá geti reynt á það hvort þjónustusýni teljist tilheyra slíkri skrá. Þá segir að tilefni kunni að gefast til að bæta varðveislu umræddra sýna við athugun Persónuverndar. Í svarinu segir einnig að mögulega kunni að gefast tilefni til að kanna frekar gagnsæi við vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við þjónustusýni en í fyrirspurn Ernu var bent á að skýrar reglur hefðu gilt um lífsýnasafn frumurannsóknarstofu Krabbameinsfélagsins. Persónuvernd ítrekar að samkvæmt lögum sé heimilt að senda lífsýni úr landi, meðal annars vegna sjúkdómsgreininga og gæðaeftirlits. Það breyti því þó ekki að mikilvægt sé að viðhöfð séu vönduð vinnubrögð þegar það er gert og því hafi stofnunin hafið athugun á fyrirkomulaginu hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Tengd skjöl Svar_PersonuverndarPDF2.8MBSækja skjal Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Heilsugæsla Persónuvernd Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Persónuvernd sendi fyrirspurn til heilsugæslunnar 17. maí síðastliðinn og barst svar 31. maí. Þetta kemur fram í svörum Persónuverndar við fyrirspurn Ernu Bjarnadóttur, sem send var fyrir hönd Facebook-hópsins „Aðför að heilsu kvenna“ en honum tilheyra nú 16.700 einstaklingar. Í fyrirspurninni er meðal annars spurt að því hvers vegna það sé afstaða Embættis landæknis að sýni sem tekin eru vegna skimunar fyrir leghálskrabbameini þurfi ekki að geyma í nema fimm ár og því falli þau ekki undir lög um lífsýnasöfn og söfn heilbrigðisupplýsinga nr. 110/2000. Leiða má líkur að því að tilefni spurningarinnar sé sú staðreynd að upp getur komið sú staða að kona reynist hafa fengið ranga greiningu og þá eru geymd sýni endurskoðuð. Í svarinu segist Persónuvernd ekki getað svarað til um afstöðu Landlæknisembættisins en í lögum 110/2000 sé ekki mælt fyrir um skyldu þeirra sem veita heilbrigðisþjónustu til að varðveita lífsýni sem tekin eru vegna þjónusturannsókna. Hins vegar sé skylt að halda sjúkraskrá vegna sjúklings og þá geti reynt á það hvort þjónustusýni teljist tilheyra slíkri skrá. Þá segir að tilefni kunni að gefast til að bæta varðveislu umræddra sýna við athugun Persónuverndar. Í svarinu segir einnig að mögulega kunni að gefast tilefni til að kanna frekar gagnsæi við vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við þjónustusýni en í fyrirspurn Ernu var bent á að skýrar reglur hefðu gilt um lífsýnasafn frumurannsóknarstofu Krabbameinsfélagsins. Persónuvernd ítrekar að samkvæmt lögum sé heimilt að senda lífsýni úr landi, meðal annars vegna sjúkdómsgreininga og gæðaeftirlits. Það breyti því þó ekki að mikilvægt sé að viðhöfð séu vönduð vinnubrögð þegar það er gert og því hafi stofnunin hafið athugun á fyrirkomulaginu hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Tengd skjöl Svar_PersonuverndarPDF2.8MBSækja skjal
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Heilsugæsla Persónuvernd Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira