Týnda prinsessan í fríi á Spáni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júní 2021 15:54 Hér má sjá þær Sioned Taylor og Latifu, að því er virðist á flugvelli á Spáni. Skjáskot Mynd sem birtist á Instagram virðist sýna Latifu prinsessu af Dubai á flugvellinum í Madríd. Varla hefur sést eða heyrst til prinsessunnar í marga mánuði en nýlegar myndir af henni hafa vakið upp vonir um að hún sé heil á húfi. Miklar áhyggjur um líf og heilsu Latifu hafa verið uppi undanfarna mánuði, í raun allt frá því í febrúar þegar breska ríkisútvarpið sendi út myndefni sem Latifa tók upp, þar sem hún segir að sér sé haldið fanginni af öryggisvörðum á vegum föður síns og að hún hræðist um líf sitt. Myndefnið varð til þess að Sameinuðu þjóðirnar kröfðust þess að fá haldbær sönnunargögn um það að prinsessan sé á lífi. Myndina birti Sioned Taylor, sem hefur verið vinkona Latifu um árabil, á Instagram-reikningi sínum. Þetta er þriðja myndin sem hún birtir frá því um miðjan maí sem talin er vera af prinsessunni. View this post on Instagram A post shared by Sioned (@shinnybryn) „Frábært frí í Evrópu með Latifu,“ skrifar Taylor í yfirskrift myndarinnar. „Við skemmtum okkur vel!“ Konurnar tvær bera báðar grímur fyrir vitum á myndinni og netverjar hafa komist að þeirri niðurstöðu að þær séu líklega staddar á Barajas flugvellinum í Madríd á Spáni. Latifa er ein 25 barna Mohammeds bin Rashid al Maktoum, sjeiks af Dubai. Hún gerði tilraun í febrúar 2018 til að flýja landið á báti en undan Indlandsströndum náðu öryggissveitir föður hennar bátnum í þyrlu og fluttu hana aftur til Dubai. Í myndbandi sem Latifa tók upp stuttu fyrir flóttann sagðist hún ekki hafa yfirgefið landið frá árinu 2000. Hún hafi ítrekað óskað eftir því að fá að ferðast, fara í skóla og gera eitthvað „venjulegt“ en henni hafi aldrei verið leyft það. Sameinuðu arabísku furstadæmin Spánn Tengdar fréttir Myndir af týndu prinsessunni af Dubai taldar merki um lífsmark Mynd af þremur konum, sem birt var á tveimur Instagram-síðum í vikunni, hefur vakið mikla athygli en hún virðist sýna Latifu prinsessu af Dubai. Það sem merkilegt er við myndina er að hvorki hefur heyrst né sést til Latifu í marga mánuði. 23. maí 2021 08:19 Sameinuðu þjóðirnar fá engin svör vegna týndu prinsessunnar Tveimur vikum eftir að Sameinuðu þjóðirnar báðu um sannanir fyrir því að dóttir ráðanda Dubaí væri á lífi, hafa þær ekki borist. Dóttirin, prinsessan Latifa Al Maktoum, hefur undanfarin ár gengið undir nafninu „Týnda prinsessan“. 5. mars 2021 15:15 Vilja sannanir fyrir því að týnda prinsessan sé á lífi Konungsfjölskyldan í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fullyrt er að prinsessan Latifa Al Maktoum, dóttir Mohammed bin Rashid, forsætisráðherra Sameinuðu arabíska furstadæmanna, sé í góðu yfirlæti heima hjá sér. Breska ríkisútvarpið greindi frá því fyrr í vikunni að faðir hennar héldi henni í gíslingu og að hún óttaðist um líf sitt. 19. febrúar 2021 21:26 Týnda prinsessan fékk ekki að fara út né opna glugga Prinsessan Latifa Al Maktoum, dóttir Mohammed bin Rashid Al Maktoum, varaforseta og forsætisráðherra Sameinuðu arabíska furstadæmanna, sem reyndi að flýja landið árið 2018, hefur sent frá sér skilaboð þar sem hún segir föður sinn halda sér í gíslingu og hún óttist um líf sitt. 16. febrúar 2021 14:07 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Sjá meira
Miklar áhyggjur um líf og heilsu Latifu hafa verið uppi undanfarna mánuði, í raun allt frá því í febrúar þegar breska ríkisútvarpið sendi út myndefni sem Latifa tók upp, þar sem hún segir að sér sé haldið fanginni af öryggisvörðum á vegum föður síns og að hún hræðist um líf sitt. Myndefnið varð til þess að Sameinuðu þjóðirnar kröfðust þess að fá haldbær sönnunargögn um það að prinsessan sé á lífi. Myndina birti Sioned Taylor, sem hefur verið vinkona Latifu um árabil, á Instagram-reikningi sínum. Þetta er þriðja myndin sem hún birtir frá því um miðjan maí sem talin er vera af prinsessunni. View this post on Instagram A post shared by Sioned (@shinnybryn) „Frábært frí í Evrópu með Latifu,“ skrifar Taylor í yfirskrift myndarinnar. „Við skemmtum okkur vel!“ Konurnar tvær bera báðar grímur fyrir vitum á myndinni og netverjar hafa komist að þeirri niðurstöðu að þær séu líklega staddar á Barajas flugvellinum í Madríd á Spáni. Latifa er ein 25 barna Mohammeds bin Rashid al Maktoum, sjeiks af Dubai. Hún gerði tilraun í febrúar 2018 til að flýja landið á báti en undan Indlandsströndum náðu öryggissveitir föður hennar bátnum í þyrlu og fluttu hana aftur til Dubai. Í myndbandi sem Latifa tók upp stuttu fyrir flóttann sagðist hún ekki hafa yfirgefið landið frá árinu 2000. Hún hafi ítrekað óskað eftir því að fá að ferðast, fara í skóla og gera eitthvað „venjulegt“ en henni hafi aldrei verið leyft það.
Sameinuðu arabísku furstadæmin Spánn Tengdar fréttir Myndir af týndu prinsessunni af Dubai taldar merki um lífsmark Mynd af þremur konum, sem birt var á tveimur Instagram-síðum í vikunni, hefur vakið mikla athygli en hún virðist sýna Latifu prinsessu af Dubai. Það sem merkilegt er við myndina er að hvorki hefur heyrst né sést til Latifu í marga mánuði. 23. maí 2021 08:19 Sameinuðu þjóðirnar fá engin svör vegna týndu prinsessunnar Tveimur vikum eftir að Sameinuðu þjóðirnar báðu um sannanir fyrir því að dóttir ráðanda Dubaí væri á lífi, hafa þær ekki borist. Dóttirin, prinsessan Latifa Al Maktoum, hefur undanfarin ár gengið undir nafninu „Týnda prinsessan“. 5. mars 2021 15:15 Vilja sannanir fyrir því að týnda prinsessan sé á lífi Konungsfjölskyldan í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fullyrt er að prinsessan Latifa Al Maktoum, dóttir Mohammed bin Rashid, forsætisráðherra Sameinuðu arabíska furstadæmanna, sé í góðu yfirlæti heima hjá sér. Breska ríkisútvarpið greindi frá því fyrr í vikunni að faðir hennar héldi henni í gíslingu og að hún óttaðist um líf sitt. 19. febrúar 2021 21:26 Týnda prinsessan fékk ekki að fara út né opna glugga Prinsessan Latifa Al Maktoum, dóttir Mohammed bin Rashid Al Maktoum, varaforseta og forsætisráðherra Sameinuðu arabíska furstadæmanna, sem reyndi að flýja landið árið 2018, hefur sent frá sér skilaboð þar sem hún segir föður sinn halda sér í gíslingu og hún óttist um líf sitt. 16. febrúar 2021 14:07 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Sjá meira
Myndir af týndu prinsessunni af Dubai taldar merki um lífsmark Mynd af þremur konum, sem birt var á tveimur Instagram-síðum í vikunni, hefur vakið mikla athygli en hún virðist sýna Latifu prinsessu af Dubai. Það sem merkilegt er við myndina er að hvorki hefur heyrst né sést til Latifu í marga mánuði. 23. maí 2021 08:19
Sameinuðu þjóðirnar fá engin svör vegna týndu prinsessunnar Tveimur vikum eftir að Sameinuðu þjóðirnar báðu um sannanir fyrir því að dóttir ráðanda Dubaí væri á lífi, hafa þær ekki borist. Dóttirin, prinsessan Latifa Al Maktoum, hefur undanfarin ár gengið undir nafninu „Týnda prinsessan“. 5. mars 2021 15:15
Vilja sannanir fyrir því að týnda prinsessan sé á lífi Konungsfjölskyldan í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fullyrt er að prinsessan Latifa Al Maktoum, dóttir Mohammed bin Rashid, forsætisráðherra Sameinuðu arabíska furstadæmanna, sé í góðu yfirlæti heima hjá sér. Breska ríkisútvarpið greindi frá því fyrr í vikunni að faðir hennar héldi henni í gíslingu og að hún óttaðist um líf sitt. 19. febrúar 2021 21:26
Týnda prinsessan fékk ekki að fara út né opna glugga Prinsessan Latifa Al Maktoum, dóttir Mohammed bin Rashid Al Maktoum, varaforseta og forsætisráðherra Sameinuðu arabíska furstadæmanna, sem reyndi að flýja landið árið 2018, hefur sent frá sér skilaboð þar sem hún segir föður sinn halda sér í gíslingu og hún óttist um líf sitt. 16. febrúar 2021 14:07