Maðurinn ekki lengur talinn í bráðri lífshættu en honum haldið sofandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. júní 2021 12:39 Árásin var framin á Hafnarstræti, milli Hlöllabáta og Fjallkonunnar. Vísir/Einar Maðurinn sem ráðist var á með eggvopni á aðfaranótt sunnudags er ekki talinn í bráðri lífshættu lengur. Honum er þó haldið sofandi á gjörgæsludeild Landspítala. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. „Okkar upplýsingar eru þær að hann sé úr bráðri lífshættu en honum er enn haldið sofandi,“ segir Grímur. Árásin var framin fyrir utan veitingastaðinn Fjallkonuna í Hafnarstræti á aðfaranótt sunnudags. Maður um tvítugt var fluttur illa særður, eftir að hafa verið stunginn með eggvopni í kviðinn, á Landspítala og hann færður á gjörgæslu þar sem hann liggur enn þungt haldinn. Grímur segir rannsókninni miða vel en hún sé fjarri því að vera lokið. Ekki hafi tekist að komast til botns í því hvort bílbruni sem kom upp í Kópavogi á aðfaranótt sunnudags tengist árásinni. Þá sé ekki víst hvort eggvopn, sem lögregla lagði hald á á vettvangi, sé vopnið sem beitt var í árásinni. „Við erum enn að ná utan um þetta mál, yfirheyra vitni og þess háttar. Reyna að afla gagna til notkunar í rannsókninni. Það var töluvert af fólki sem var þarna í kring. Það var rætt við það á staðnum af lögreglumönnum sem þar voru en það þarf að fara betur í það,“ segir Grímur. Hinn grunaði, sem einnig er um tvítugur, var handtekinn í heimahúsi í Kópavogi í gærmorgun og var hann leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þar var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald og verður hann í haldi fram á föstudag. Málið er til rannsóknar og er grunur uppi um að það tengist íkveikju í bifreið í Kópavogi í gærnótt. Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Hnífsstunguárás við Ingólfstorg Tengdar fréttir Úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudags vegna hnífstungunnar Karlmaður sem grunaður er um að hafa stungið mann með hnífi fyrir utan veitingastaðinn Fjallkonuna í miðbæ Reykjavíkur í nótt hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. 13. júní 2021 17:28 Vopnið ófundið: Maður um tvítugt í lífshættu Vopn sem notað var þegar karlmaður um tvítugt var stunginn í miðbænum í nótt er ekki fundið. Maðurinn liggur þungt haldinn á Landspítalanum en lögreglan handtók meintan árásarmann í heimahúsi í Kópavogi undir morgun. 13. júní 2021 16:27 Í lífshættu eftir hnífstunguárás í miðbænum í nótt Einn er í lífshættu eftir hnífstunguárás í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Einstaklingurinn er á gjörgæslu eftir að hafa verið stunginn í kviðinn en sá grunaði var handtekinn í morgun og er nú í haldi lögreglu. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. 13. júní 2021 11:11 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
„Okkar upplýsingar eru þær að hann sé úr bráðri lífshættu en honum er enn haldið sofandi,“ segir Grímur. Árásin var framin fyrir utan veitingastaðinn Fjallkonuna í Hafnarstræti á aðfaranótt sunnudags. Maður um tvítugt var fluttur illa særður, eftir að hafa verið stunginn með eggvopni í kviðinn, á Landspítala og hann færður á gjörgæslu þar sem hann liggur enn þungt haldinn. Grímur segir rannsókninni miða vel en hún sé fjarri því að vera lokið. Ekki hafi tekist að komast til botns í því hvort bílbruni sem kom upp í Kópavogi á aðfaranótt sunnudags tengist árásinni. Þá sé ekki víst hvort eggvopn, sem lögregla lagði hald á á vettvangi, sé vopnið sem beitt var í árásinni. „Við erum enn að ná utan um þetta mál, yfirheyra vitni og þess háttar. Reyna að afla gagna til notkunar í rannsókninni. Það var töluvert af fólki sem var þarna í kring. Það var rætt við það á staðnum af lögreglumönnum sem þar voru en það þarf að fara betur í það,“ segir Grímur. Hinn grunaði, sem einnig er um tvítugur, var handtekinn í heimahúsi í Kópavogi í gærmorgun og var hann leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þar var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald og verður hann í haldi fram á föstudag. Málið er til rannsóknar og er grunur uppi um að það tengist íkveikju í bifreið í Kópavogi í gærnótt.
Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Hnífsstunguárás við Ingólfstorg Tengdar fréttir Úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudags vegna hnífstungunnar Karlmaður sem grunaður er um að hafa stungið mann með hnífi fyrir utan veitingastaðinn Fjallkonuna í miðbæ Reykjavíkur í nótt hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. 13. júní 2021 17:28 Vopnið ófundið: Maður um tvítugt í lífshættu Vopn sem notað var þegar karlmaður um tvítugt var stunginn í miðbænum í nótt er ekki fundið. Maðurinn liggur þungt haldinn á Landspítalanum en lögreglan handtók meintan árásarmann í heimahúsi í Kópavogi undir morgun. 13. júní 2021 16:27 Í lífshættu eftir hnífstunguárás í miðbænum í nótt Einn er í lífshættu eftir hnífstunguárás í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Einstaklingurinn er á gjörgæslu eftir að hafa verið stunginn í kviðinn en sá grunaði var handtekinn í morgun og er nú í haldi lögreglu. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. 13. júní 2021 11:11 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudags vegna hnífstungunnar Karlmaður sem grunaður er um að hafa stungið mann með hnífi fyrir utan veitingastaðinn Fjallkonuna í miðbæ Reykjavíkur í nótt hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. 13. júní 2021 17:28
Vopnið ófundið: Maður um tvítugt í lífshættu Vopn sem notað var þegar karlmaður um tvítugt var stunginn í miðbænum í nótt er ekki fundið. Maðurinn liggur þungt haldinn á Landspítalanum en lögreglan handtók meintan árásarmann í heimahúsi í Kópavogi undir morgun. 13. júní 2021 16:27
Í lífshættu eftir hnífstunguárás í miðbænum í nótt Einn er í lífshættu eftir hnífstunguárás í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Einstaklingurinn er á gjörgæslu eftir að hafa verið stunginn í kviðinn en sá grunaði var handtekinn í morgun og er nú í haldi lögreglu. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. 13. júní 2021 11:11