Vonar að Biden verði ekki jafn hvatvís og Trump Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. júní 2021 20:30 Vladímír Pútín er forseti Rússlands. Mikhail Svetlov/Getty Vladímír Pútín Rússlandsforseti segist vona að kollegi hans, Joe Biden Bandaríkjaforseti, verði ekki jafn hvatvís og forveri þess síðarnefnda í starfi, Donald Trump. Í einkaviðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina NBC sagði Pútín að „róttækur munur“ væri á mönnunum tveimur og benti á að Biden hefði varið mun stærri hluta ævi sinnar í stjórnmálastarf en Trump, sem hann kallaði „litríkan einstakling.“ „Jafnvel núna þá er ég á þeirri skoðun að herra Trump sé ótrúlegur og hæfileikaríkur einstaklingur. Annars hefði hann ekki orðið forseti Bandaríkjanna,“ sagði Pútín. „Hann er litríkur. Fólki kann að líka vel við hann eða ekki. En hann er ekki innan úr bandaríska kerfinu. Hann hefur ekki verið hluti af stóru stjórnmálunum í Bandaríkjunum áður, sumum finnst það gott en öðrum ekki. En það er staðreynd.“ Hann sagðist þá telja að hann gæti unnið með Biden, sem tók við forsetaembættinu í janúar á þessu ári eftir að hafa borið sigurorð af Trump í forsetakosningunum í nóvember á síðasta ári. Pútin telur að Trump (t.v.) og Biden séu einkar ólíkir persónuleikar. Hér sjást þeir í kappræðum í aðdraganda forsetakosninganna á síðasta ári, þar sem Biden hafði að endingu betur.Morry Gash-Pool/Getty „Hann er allt öðruvísi manneskja og ég vona að það leiði af sér kosti, það eru einhverjir ókostir, en ég vona að það verði komi engar hvatvísar ákvarðanir frá sitjandi Bandaríkjaforseta,“ sagði Pútín í viðtalinu. Pútín og Biden munu funda í Genf í næstu viku og verður það fyrsti fundur forsetanna tveggja frá stjórnarskiptunum í Bandaríkjunum í janúar. Pútín hefur verið forseti Rússlands frá árinu 1999, ef frá er talinn sá tími sem hann varði í embætti forsætisráðherra landsins, frá 2008 til 2012. Bandaríkin Rússland Joe Biden Donald Trump Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent Fleiri fréttir Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Sjá meira
Í einkaviðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina NBC sagði Pútín að „róttækur munur“ væri á mönnunum tveimur og benti á að Biden hefði varið mun stærri hluta ævi sinnar í stjórnmálastarf en Trump, sem hann kallaði „litríkan einstakling.“ „Jafnvel núna þá er ég á þeirri skoðun að herra Trump sé ótrúlegur og hæfileikaríkur einstaklingur. Annars hefði hann ekki orðið forseti Bandaríkjanna,“ sagði Pútín. „Hann er litríkur. Fólki kann að líka vel við hann eða ekki. En hann er ekki innan úr bandaríska kerfinu. Hann hefur ekki verið hluti af stóru stjórnmálunum í Bandaríkjunum áður, sumum finnst það gott en öðrum ekki. En það er staðreynd.“ Hann sagðist þá telja að hann gæti unnið með Biden, sem tók við forsetaembættinu í janúar á þessu ári eftir að hafa borið sigurorð af Trump í forsetakosningunum í nóvember á síðasta ári. Pútin telur að Trump (t.v.) og Biden séu einkar ólíkir persónuleikar. Hér sjást þeir í kappræðum í aðdraganda forsetakosninganna á síðasta ári, þar sem Biden hafði að endingu betur.Morry Gash-Pool/Getty „Hann er allt öðruvísi manneskja og ég vona að það leiði af sér kosti, það eru einhverjir ókostir, en ég vona að það verði komi engar hvatvísar ákvarðanir frá sitjandi Bandaríkjaforseta,“ sagði Pútín í viðtalinu. Pútín og Biden munu funda í Genf í næstu viku og verður það fyrsti fundur forsetanna tveggja frá stjórnarskiptunum í Bandaríkjunum í janúar. Pútín hefur verið forseti Rússlands frá árinu 1999, ef frá er talinn sá tími sem hann varði í embætti forsætisráðherra landsins, frá 2008 til 2012.
Bandaríkin Rússland Joe Biden Donald Trump Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent Fleiri fréttir Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent