Vonar að Biden verði ekki jafn hvatvís og Trump Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. júní 2021 20:30 Vladímír Pútín er forseti Rússlands. Mikhail Svetlov/Getty Vladímír Pútín Rússlandsforseti segist vona að kollegi hans, Joe Biden Bandaríkjaforseti, verði ekki jafn hvatvís og forveri þess síðarnefnda í starfi, Donald Trump. Í einkaviðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina NBC sagði Pútín að „róttækur munur“ væri á mönnunum tveimur og benti á að Biden hefði varið mun stærri hluta ævi sinnar í stjórnmálastarf en Trump, sem hann kallaði „litríkan einstakling.“ „Jafnvel núna þá er ég á þeirri skoðun að herra Trump sé ótrúlegur og hæfileikaríkur einstaklingur. Annars hefði hann ekki orðið forseti Bandaríkjanna,“ sagði Pútín. „Hann er litríkur. Fólki kann að líka vel við hann eða ekki. En hann er ekki innan úr bandaríska kerfinu. Hann hefur ekki verið hluti af stóru stjórnmálunum í Bandaríkjunum áður, sumum finnst það gott en öðrum ekki. En það er staðreynd.“ Hann sagðist þá telja að hann gæti unnið með Biden, sem tók við forsetaembættinu í janúar á þessu ári eftir að hafa borið sigurorð af Trump í forsetakosningunum í nóvember á síðasta ári. Pútin telur að Trump (t.v.) og Biden séu einkar ólíkir persónuleikar. Hér sjást þeir í kappræðum í aðdraganda forsetakosninganna á síðasta ári, þar sem Biden hafði að endingu betur.Morry Gash-Pool/Getty „Hann er allt öðruvísi manneskja og ég vona að það leiði af sér kosti, það eru einhverjir ókostir, en ég vona að það verði komi engar hvatvísar ákvarðanir frá sitjandi Bandaríkjaforseta,“ sagði Pútín í viðtalinu. Pútín og Biden munu funda í Genf í næstu viku og verður það fyrsti fundur forsetanna tveggja frá stjórnarskiptunum í Bandaríkjunum í janúar. Pútín hefur verið forseti Rússlands frá árinu 1999, ef frá er talinn sá tími sem hann varði í embætti forsætisráðherra landsins, frá 2008 til 2012. Bandaríkin Rússland Joe Biden Donald Trump Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Erlent Fleiri fréttir Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Sjá meira
Í einkaviðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina NBC sagði Pútín að „róttækur munur“ væri á mönnunum tveimur og benti á að Biden hefði varið mun stærri hluta ævi sinnar í stjórnmálastarf en Trump, sem hann kallaði „litríkan einstakling.“ „Jafnvel núna þá er ég á þeirri skoðun að herra Trump sé ótrúlegur og hæfileikaríkur einstaklingur. Annars hefði hann ekki orðið forseti Bandaríkjanna,“ sagði Pútín. „Hann er litríkur. Fólki kann að líka vel við hann eða ekki. En hann er ekki innan úr bandaríska kerfinu. Hann hefur ekki verið hluti af stóru stjórnmálunum í Bandaríkjunum áður, sumum finnst það gott en öðrum ekki. En það er staðreynd.“ Hann sagðist þá telja að hann gæti unnið með Biden, sem tók við forsetaembættinu í janúar á þessu ári eftir að hafa borið sigurorð af Trump í forsetakosningunum í nóvember á síðasta ári. Pútin telur að Trump (t.v.) og Biden séu einkar ólíkir persónuleikar. Hér sjást þeir í kappræðum í aðdraganda forsetakosninganna á síðasta ári, þar sem Biden hafði að endingu betur.Morry Gash-Pool/Getty „Hann er allt öðruvísi manneskja og ég vona að það leiði af sér kosti, það eru einhverjir ókostir, en ég vona að það verði komi engar hvatvísar ákvarðanir frá sitjandi Bandaríkjaforseta,“ sagði Pútín í viðtalinu. Pútín og Biden munu funda í Genf í næstu viku og verður það fyrsti fundur forsetanna tveggja frá stjórnarskiptunum í Bandaríkjunum í janúar. Pútín hefur verið forseti Rússlands frá árinu 1999, ef frá er talinn sá tími sem hann varði í embætti forsætisráðherra landsins, frá 2008 til 2012.
Bandaríkin Rússland Joe Biden Donald Trump Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Erlent Fleiri fréttir Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Sjá meira