Konur á Spáni mótmæla kynbundnu ofbeldi Árni Sæberg og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 12. júní 2021 14:42 Konur á Spáni hafa mótmælt á götum úti eftir að lík hinnar sex ára Oliviu fannst á sjávarbotni undan ströndum Tenerife í fyrradag. Getty/Jesus Merida Konur á Spáni hafa mótmælt á götum úti eftir að lík hinnar sex ára Oliviu fannst á sjávarbotni undan ströndum Tenerife í fyrradag. Þúsundir kvenna um allan Spán hafa mótmælt kynbundnu ofbeldi í kjölfar ofbeldisöldu sem skekur Spán um þessar mundir. Spænsk yfirvöld halda skrá um kynbundin morð og hafa átján konur verið myrtar af mökum eða fyrrverandi mökum það sem af er ári. Þá vakti líkfundur sex ára gamallar stúlku mikla reiði en faðir hennar hafði tekið hana og systur hennar án þess að fá leyfi móðurinnar. Lík annarrar stúlkunnar fannst í íþróttatösku sem hafði verið bundin við akkeri báts í eigu föðurins. Krufning leiddi í ljós að stúlkan hafi drukknað. Leit stendur nú yfir að systur hennar, sem er eins árs gömul, en talið er að hún sé látin. Þá stendur leit einnig yfir að föður þeirra Thomás Gimeno. „Engin orð geta hjálpað Betriz á þessum sorgartímum,“ skrifaði Irene Montero, jafnréttisráðherra Spánar, í samúðarkveðju til móður súlknanna, Betriz Zimmerman, á Twitter. „Ofbeldi gegn konum, sem eru mæður, sem miðað er að þeirra viðkvæmasta punkti er vandamál þjóðarinnar allrar. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að bregðast við þessum vanda.“ La violencia vicaria sirve para hacer daño a las madres, desde luego, pero no dejemos de recordar que se lleva la vida de los niños y niñas que son también víctimas directas del machismo.— Ángela Rodríguez Pam (@Pam_Angela_) June 11, 2021 Frá því að Spánn hóf skráningu á kynbundnum morðum árið 2003 hafa 1.095 konur verið myrtar vegna kyns síns. 39 börn hafa verið myrt frá árinu 2013 í málum sem tengjast heimilisofbeldi. Fimm vikur eru liðnar frá því að neyðarástandi vegna Covid-19 var aflétt á Spáni og hafa tíu konur verið myrtar af núverandi eða fyrrverandi mökum á þeim tíma. Sérfræðingar segja það benda til þess að konurnar hafi reynt að flýja ofbeldisfull sambönd þegar útgöngubanni var aflétt með þeim afleiðingum að þær voru myrtar. Spánn Jafnréttismál Ofbeldi gegn börnum Heimilisofbeldi Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Þúsundir kvenna um allan Spán hafa mótmælt kynbundnu ofbeldi í kjölfar ofbeldisöldu sem skekur Spán um þessar mundir. Spænsk yfirvöld halda skrá um kynbundin morð og hafa átján konur verið myrtar af mökum eða fyrrverandi mökum það sem af er ári. Þá vakti líkfundur sex ára gamallar stúlku mikla reiði en faðir hennar hafði tekið hana og systur hennar án þess að fá leyfi móðurinnar. Lík annarrar stúlkunnar fannst í íþróttatösku sem hafði verið bundin við akkeri báts í eigu föðurins. Krufning leiddi í ljós að stúlkan hafi drukknað. Leit stendur nú yfir að systur hennar, sem er eins árs gömul, en talið er að hún sé látin. Þá stendur leit einnig yfir að föður þeirra Thomás Gimeno. „Engin orð geta hjálpað Betriz á þessum sorgartímum,“ skrifaði Irene Montero, jafnréttisráðherra Spánar, í samúðarkveðju til móður súlknanna, Betriz Zimmerman, á Twitter. „Ofbeldi gegn konum, sem eru mæður, sem miðað er að þeirra viðkvæmasta punkti er vandamál þjóðarinnar allrar. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að bregðast við þessum vanda.“ La violencia vicaria sirve para hacer daño a las madres, desde luego, pero no dejemos de recordar que se lleva la vida de los niños y niñas que son también víctimas directas del machismo.— Ángela Rodríguez Pam (@Pam_Angela_) June 11, 2021 Frá því að Spánn hóf skráningu á kynbundnum morðum árið 2003 hafa 1.095 konur verið myrtar vegna kyns síns. 39 börn hafa verið myrt frá árinu 2013 í málum sem tengjast heimilisofbeldi. Fimm vikur eru liðnar frá því að neyðarástandi vegna Covid-19 var aflétt á Spáni og hafa tíu konur verið myrtar af núverandi eða fyrrverandi mökum á þeim tíma. Sérfræðingar segja það benda til þess að konurnar hafi reynt að flýja ofbeldisfull sambönd þegar útgöngubanni var aflétt með þeim afleiðingum að þær voru myrtar.
Spánn Jafnréttismál Ofbeldi gegn börnum Heimilisofbeldi Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira