Dyggðaskreytingarárátta áhrifavalda Helgi Áss Grétarsson skrifar 12. júní 2021 11:00 Í mannkynssögunni er það þekkt hversu þægilegt það er að fylgja fjöldanum og að almannarómur eigi að duga til að meta menn og málefni. Dyggðaskreyting þeirra sem vilja auka veg sinn og frama á kostnað annarra er því sígilt fyrirbæri. Á miðöldum gat slík dyggðaskreyting birst í fögnuði valda- og áhrifamanna með því að kona, sem sökuð var um galdra, flaut en ekki sökk og þar af leiðandi var hún norn og brenna mátti hana á báli. Um þessar mundir þykir réttlætanlegt að „rétta yfir gerendum“ í kynferðisbrotamálum á samfélagsmiðlum á borð við twitter, instagram og facebook. Svokallaðir áhrifavaldar taka stundum þátt í slíkum „réttarhöldum“ og veigra sér þá ekki við að hneykslast á einhverju sem viðkomandi varð þó aldrei vitni að og veit takmarkað um. Slíkt þykir mér ömurlegt og sýnir viðleitni þeirra sem standa akkúrat núna vel í lífinu til að sparka í liggjandi mann. Á tungutaki pólitískt rétthugsandi netverja er þessi afstaða mín sjálfsagt skilgreind sem „gerendameðvirkni“ en um það snýst þó ekki málið. Augljóst má vera að það sé hræðilegt þegar kynferðisbrot er framið og gegn slíku samfélagsböli þarf að berjast. Erfiðleikar við sönnun í þessum brotaflokki geta á hinn bóginn ekki réttlætt að dómstóll götunnar taki alfarið við. Enn er í gildi sú regla í stjórnarskránni að allir sem eru bornir sökum um refsiverða háttsemi séu saklausir uns sekt er sönnuð. Einnig verður ekki framhjá því horft að jafnvel þótt ásakanir séu sannar um refsiverða háttsemi þá er það einnig samfélagslegt böl að „réttað sé yfir“ nafngreindum einstaklingi á samfélagsmiðlum án þess að nokkurrar sanngirni sé gætt í málsmeðferð við mat á sekt eða sýknu viðkomandi. Eitt böl verður ekki lagfært með því að koma á öðru og jafnvel verra böli. Að lokum, í þessu andrúmslofti útilokunarmenningar, er sú spurning áleitin fyrir hvern og einn, hvenær kemur röðin að mér að vera „kærður og sakfelldur“ á samfélagsmiðlum? Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Kynferðisofbeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Sjá meira
Í mannkynssögunni er það þekkt hversu þægilegt það er að fylgja fjöldanum og að almannarómur eigi að duga til að meta menn og málefni. Dyggðaskreyting þeirra sem vilja auka veg sinn og frama á kostnað annarra er því sígilt fyrirbæri. Á miðöldum gat slík dyggðaskreyting birst í fögnuði valda- og áhrifamanna með því að kona, sem sökuð var um galdra, flaut en ekki sökk og þar af leiðandi var hún norn og brenna mátti hana á báli. Um þessar mundir þykir réttlætanlegt að „rétta yfir gerendum“ í kynferðisbrotamálum á samfélagsmiðlum á borð við twitter, instagram og facebook. Svokallaðir áhrifavaldar taka stundum þátt í slíkum „réttarhöldum“ og veigra sér þá ekki við að hneykslast á einhverju sem viðkomandi varð þó aldrei vitni að og veit takmarkað um. Slíkt þykir mér ömurlegt og sýnir viðleitni þeirra sem standa akkúrat núna vel í lífinu til að sparka í liggjandi mann. Á tungutaki pólitískt rétthugsandi netverja er þessi afstaða mín sjálfsagt skilgreind sem „gerendameðvirkni“ en um það snýst þó ekki málið. Augljóst má vera að það sé hræðilegt þegar kynferðisbrot er framið og gegn slíku samfélagsböli þarf að berjast. Erfiðleikar við sönnun í þessum brotaflokki geta á hinn bóginn ekki réttlætt að dómstóll götunnar taki alfarið við. Enn er í gildi sú regla í stjórnarskránni að allir sem eru bornir sökum um refsiverða háttsemi séu saklausir uns sekt er sönnuð. Einnig verður ekki framhjá því horft að jafnvel þótt ásakanir séu sannar um refsiverða háttsemi þá er það einnig samfélagslegt böl að „réttað sé yfir“ nafngreindum einstaklingi á samfélagsmiðlum án þess að nokkurrar sanngirni sé gætt í málsmeðferð við mat á sekt eða sýknu viðkomandi. Eitt böl verður ekki lagfært með því að koma á öðru og jafnvel verra böli. Að lokum, í þessu andrúmslofti útilokunarmenningar, er sú spurning áleitin fyrir hvern og einn, hvenær kemur röðin að mér að vera „kærður og sakfelldur“ á samfélagsmiðlum? Höfundur er lögfræðingur.
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar