Lofa djammþyrstum áður óþekktu skemmtanahaldi Jakob Bjarnar skrifar 11. júní 2021 14:22 Hjónin Katrín Ólafsson og Jón Bjarni Steinsson. Þau hafa nú tekið yfir reksturinn á Pablo Discobar og munu reka hann í nánu samstarfi við Secret Solstice-tónlistarhátíðina. aðsend Hjónin Jón Bjarni Steinsson og Katrín Ólafsson hafa yfirtekið reksturinn á skemmtistaðnum Pablo Discobar við Veltusund og lofa því að bjóða djammþyrstum uppá áður óþekkt skemmtanahald. Þau Jón Bjarni og Katrín reka skemmtistaðinn Dillon við Laugaveg og eru jafnframt að opna veitingastað í Garðabæ. Það er því engan bilbug á þeim að finna þrátt fyrir að allur veitingageirinn hafi hlotið þungt högg vegna kórónuveirunnar. En nú horfir til betri tíðar. Jón Bjarni segist reyndar hafa lofað sjálfum sér því um síðustu áramót að losa sig út úr veitingabransanum, en það verður bið á því. Fyrirsjáanlega. Pablo Discobar verður rekinn í nánu samstarfi við Secret Solstice-tónlistarhátíðina. „Við höfum ekki fengið að skemmta Íslendingum síðan 2019 og getum ekki beðið eftir því að opna útibú í miðbæ Reykjavíkur þar sem við getum skemmt djammþyrstum alla daga vikunnar allt árum um kring,“ segir Jón Bjarni. Nú er unnið að því að standsetja staðinn og finna starfsfólk en stefnt er að opnun í júlí.aðsend Hann segir að staðurinn verði rekinn með sama sniði og áður. „Nema við munum nýta okkar sambönd til þess að gera hluti sem ekki hafa áður sést í skemmtanahaldi í miðbæ Reykjavíkur. Það rými sem áður hýsti veitingastaðinn Burro mun verða hluti af barnum auk þess sem hægt verður að leigja salina fyrir hópa.“ Hvað þýðir það? „Við höfum sambönd við erlenda aðila sem myndu kannski ekki undir venjulegum kringumstæðum ekki koma og spila á stað sem tekur rétt um 100 manns. En eru til í að koma og skemmta sér með okkur.“ Nú er unnið að því að koma staðnum í stand og finna starfsfólk en stefnt er að opnun í júlí. Spurður um hvernig horfi með Secret Solstice-hátíðina, en vandkvæðum hefur verið bundið að finna hátíðinni stað segir Jón Bjarni að Garðabær sé með málið til skoðunar. Og eftir því sem honum skilst eru menn þar jákvæðir þar á bæ en ekki er vert að tala um stöðuna fyrr en eitthvað liggur fyrir þar um. Veitingastaðir Næturlíf Reykjavík Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Sjá meira
Þau Jón Bjarni og Katrín reka skemmtistaðinn Dillon við Laugaveg og eru jafnframt að opna veitingastað í Garðabæ. Það er því engan bilbug á þeim að finna þrátt fyrir að allur veitingageirinn hafi hlotið þungt högg vegna kórónuveirunnar. En nú horfir til betri tíðar. Jón Bjarni segist reyndar hafa lofað sjálfum sér því um síðustu áramót að losa sig út úr veitingabransanum, en það verður bið á því. Fyrirsjáanlega. Pablo Discobar verður rekinn í nánu samstarfi við Secret Solstice-tónlistarhátíðina. „Við höfum ekki fengið að skemmta Íslendingum síðan 2019 og getum ekki beðið eftir því að opna útibú í miðbæ Reykjavíkur þar sem við getum skemmt djammþyrstum alla daga vikunnar allt árum um kring,“ segir Jón Bjarni. Nú er unnið að því að standsetja staðinn og finna starfsfólk en stefnt er að opnun í júlí.aðsend Hann segir að staðurinn verði rekinn með sama sniði og áður. „Nema við munum nýta okkar sambönd til þess að gera hluti sem ekki hafa áður sést í skemmtanahaldi í miðbæ Reykjavíkur. Það rými sem áður hýsti veitingastaðinn Burro mun verða hluti af barnum auk þess sem hægt verður að leigja salina fyrir hópa.“ Hvað þýðir það? „Við höfum sambönd við erlenda aðila sem myndu kannski ekki undir venjulegum kringumstæðum ekki koma og spila á stað sem tekur rétt um 100 manns. En eru til í að koma og skemmta sér með okkur.“ Nú er unnið að því að koma staðnum í stand og finna starfsfólk en stefnt er að opnun í júlí. Spurður um hvernig horfi með Secret Solstice-hátíðina, en vandkvæðum hefur verið bundið að finna hátíðinni stað segir Jón Bjarni að Garðabær sé með málið til skoðunar. Og eftir því sem honum skilst eru menn þar jákvæðir þar á bæ en ekki er vert að tala um stöðuna fyrr en eitthvað liggur fyrir þar um.
Veitingastaðir Næturlíf Reykjavík Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Sjá meira