Arðvæðing óheillaspor Drífa Snædal skrifar 11. júní 2021 14:11 Eitt stærsta pólitíska viðfangsefnið um þessar mundir, hérlendis sem víðar, er framtíðarfyrirkomulag öldrunarþjónustu. Eins og svo oft lítum við til Norðurlandanna og hefur í því sambandi verið talað fyrir aukinni einkavæðingu eða arðvæðingu þjónustunnar, ekki síst með vísan til Svíþjóðar. Til að grafa dýpra í þessa umræðu blésu ASÍ og BSRB til fundar með prófessor Szebehely sem hefur rannsakað markaðsvæðingu og einkavæðingu í öldrunarþjónustu í þrjá áratugi. Á fundinum kom fram að almenningur í Svíþjóð hefur ítrekað lýst vilja sínum til að öldrunarþjónusta sé á hendi hins opinbera og það á einnig við hér á landi. Þrátt fyrir það hafa stjórnmálamenn freistast til að bjóða þessa þjónustu út oft í nafni hagræðingar en með alvarlegum afleiðingum. Þannig er gjá á milli stjórnmálanna og almennings. Hin pólitíska breyting átti sér stað á frjálshyggjutímabilinu upp úr 1990 þegar hætt var að líta á almenning sem borgara sem hefðu ákveðin réttindi og farið að líta á fólk sem viðskiptavini. Þá var líka horfið frá þeirri hugmyndafræði að allir hefðu aðgang að sömu góðu þjónustunni og jafnræði ætti að ríkja gagnvart borgurunum. Farið var að líta svo á að þau sem hefðu efni á gætu keypt sig fram fyrir raðir og keypt auka þjónustu. Það varð til þess að grunnþjónustan skertist og misræmi varð í þjónustunni eftir tekjum borgaranna. Þar með var sniðgengin hugmyndafræðin sem norrænu velferðarkerfin byggja á. Hér á landi sjáum við sterka tilhneigingu til að arðvæða þjónustuna, að einkafyrirtæki bjóði í þjónustuna af því þau telja sig geta rekið hana á hagkvæmari hátt en hið opinbera. Reynslan hefur ítrekað sýnt okkur að hagkvæmnin næst í gegnum lægri laun, „auðveldari“ skjólstæðinga, verr menntað starfsfólk, jafnvel þjónustuskerðingu, lakari aðbúnað og undirmönnun. Enda sýnir það sig að í þeim löndum sem hafa sett skýrar kröfur um gæði og mönnun hjúkrunarheimila líkt og í Noregi, sjá einkafyrirtæki sér ekki hag í að koma inn á „markaðinn“. Hér á landi er rík hefð fyrir því að félagasamtök reki öldrunarþjónustu og hefur það oft reynst vel hér á landi. Þessi félög eru hins vegar ekki rekin á viðskiptalegum forsendum og taka ekki hagnað út úr rekstrinum. Þarna verður að gera skýran greinarmun! Ég hef aldrei fengið sannfærandi rök fyrir því að arðvæðing grunnþjónustu sé betri fyrir borgarana, launafólk eða skattgreiðendur. Forðumst arðvæðingu velferðarinnar! Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Sjá meira
Eitt stærsta pólitíska viðfangsefnið um þessar mundir, hérlendis sem víðar, er framtíðarfyrirkomulag öldrunarþjónustu. Eins og svo oft lítum við til Norðurlandanna og hefur í því sambandi verið talað fyrir aukinni einkavæðingu eða arðvæðingu þjónustunnar, ekki síst með vísan til Svíþjóðar. Til að grafa dýpra í þessa umræðu blésu ASÍ og BSRB til fundar með prófessor Szebehely sem hefur rannsakað markaðsvæðingu og einkavæðingu í öldrunarþjónustu í þrjá áratugi. Á fundinum kom fram að almenningur í Svíþjóð hefur ítrekað lýst vilja sínum til að öldrunarþjónusta sé á hendi hins opinbera og það á einnig við hér á landi. Þrátt fyrir það hafa stjórnmálamenn freistast til að bjóða þessa þjónustu út oft í nafni hagræðingar en með alvarlegum afleiðingum. Þannig er gjá á milli stjórnmálanna og almennings. Hin pólitíska breyting átti sér stað á frjálshyggjutímabilinu upp úr 1990 þegar hætt var að líta á almenning sem borgara sem hefðu ákveðin réttindi og farið að líta á fólk sem viðskiptavini. Þá var líka horfið frá þeirri hugmyndafræði að allir hefðu aðgang að sömu góðu þjónustunni og jafnræði ætti að ríkja gagnvart borgurunum. Farið var að líta svo á að þau sem hefðu efni á gætu keypt sig fram fyrir raðir og keypt auka þjónustu. Það varð til þess að grunnþjónustan skertist og misræmi varð í þjónustunni eftir tekjum borgaranna. Þar með var sniðgengin hugmyndafræðin sem norrænu velferðarkerfin byggja á. Hér á landi sjáum við sterka tilhneigingu til að arðvæða þjónustuna, að einkafyrirtæki bjóði í þjónustuna af því þau telja sig geta rekið hana á hagkvæmari hátt en hið opinbera. Reynslan hefur ítrekað sýnt okkur að hagkvæmnin næst í gegnum lægri laun, „auðveldari“ skjólstæðinga, verr menntað starfsfólk, jafnvel þjónustuskerðingu, lakari aðbúnað og undirmönnun. Enda sýnir það sig að í þeim löndum sem hafa sett skýrar kröfur um gæði og mönnun hjúkrunarheimila líkt og í Noregi, sjá einkafyrirtæki sér ekki hag í að koma inn á „markaðinn“. Hér á landi er rík hefð fyrir því að félagasamtök reki öldrunarþjónustu og hefur það oft reynst vel hér á landi. Þessi félög eru hins vegar ekki rekin á viðskiptalegum forsendum og taka ekki hagnað út úr rekstrinum. Þarna verður að gera skýran greinarmun! Ég hef aldrei fengið sannfærandi rök fyrir því að arðvæðing grunnþjónustu sé betri fyrir borgarana, launafólk eða skattgreiðendur. Forðumst arðvæðingu velferðarinnar! Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun