Arðvæðing óheillaspor Drífa Snædal skrifar 11. júní 2021 14:11 Eitt stærsta pólitíska viðfangsefnið um þessar mundir, hérlendis sem víðar, er framtíðarfyrirkomulag öldrunarþjónustu. Eins og svo oft lítum við til Norðurlandanna og hefur í því sambandi verið talað fyrir aukinni einkavæðingu eða arðvæðingu þjónustunnar, ekki síst með vísan til Svíþjóðar. Til að grafa dýpra í þessa umræðu blésu ASÍ og BSRB til fundar með prófessor Szebehely sem hefur rannsakað markaðsvæðingu og einkavæðingu í öldrunarþjónustu í þrjá áratugi. Á fundinum kom fram að almenningur í Svíþjóð hefur ítrekað lýst vilja sínum til að öldrunarþjónusta sé á hendi hins opinbera og það á einnig við hér á landi. Þrátt fyrir það hafa stjórnmálamenn freistast til að bjóða þessa þjónustu út oft í nafni hagræðingar en með alvarlegum afleiðingum. Þannig er gjá á milli stjórnmálanna og almennings. Hin pólitíska breyting átti sér stað á frjálshyggjutímabilinu upp úr 1990 þegar hætt var að líta á almenning sem borgara sem hefðu ákveðin réttindi og farið að líta á fólk sem viðskiptavini. Þá var líka horfið frá þeirri hugmyndafræði að allir hefðu aðgang að sömu góðu þjónustunni og jafnræði ætti að ríkja gagnvart borgurunum. Farið var að líta svo á að þau sem hefðu efni á gætu keypt sig fram fyrir raðir og keypt auka þjónustu. Það varð til þess að grunnþjónustan skertist og misræmi varð í þjónustunni eftir tekjum borgaranna. Þar með var sniðgengin hugmyndafræðin sem norrænu velferðarkerfin byggja á. Hér á landi sjáum við sterka tilhneigingu til að arðvæða þjónustuna, að einkafyrirtæki bjóði í þjónustuna af því þau telja sig geta rekið hana á hagkvæmari hátt en hið opinbera. Reynslan hefur ítrekað sýnt okkur að hagkvæmnin næst í gegnum lægri laun, „auðveldari“ skjólstæðinga, verr menntað starfsfólk, jafnvel þjónustuskerðingu, lakari aðbúnað og undirmönnun. Enda sýnir það sig að í þeim löndum sem hafa sett skýrar kröfur um gæði og mönnun hjúkrunarheimila líkt og í Noregi, sjá einkafyrirtæki sér ekki hag í að koma inn á „markaðinn“. Hér á landi er rík hefð fyrir því að félagasamtök reki öldrunarþjónustu og hefur það oft reynst vel hér á landi. Þessi félög eru hins vegar ekki rekin á viðskiptalegum forsendum og taka ekki hagnað út úr rekstrinum. Þarna verður að gera skýran greinarmun! Ég hef aldrei fengið sannfærandi rök fyrir því að arðvæðing grunnþjónustu sé betri fyrir borgarana, launafólk eða skattgreiðendur. Forðumst arðvæðingu velferðarinnar! Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Mest lesið Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Bjarki Sigurðsson Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Bjarki Sigurðsson skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Sjá meira
Eitt stærsta pólitíska viðfangsefnið um þessar mundir, hérlendis sem víðar, er framtíðarfyrirkomulag öldrunarþjónustu. Eins og svo oft lítum við til Norðurlandanna og hefur í því sambandi verið talað fyrir aukinni einkavæðingu eða arðvæðingu þjónustunnar, ekki síst með vísan til Svíþjóðar. Til að grafa dýpra í þessa umræðu blésu ASÍ og BSRB til fundar með prófessor Szebehely sem hefur rannsakað markaðsvæðingu og einkavæðingu í öldrunarþjónustu í þrjá áratugi. Á fundinum kom fram að almenningur í Svíþjóð hefur ítrekað lýst vilja sínum til að öldrunarþjónusta sé á hendi hins opinbera og það á einnig við hér á landi. Þrátt fyrir það hafa stjórnmálamenn freistast til að bjóða þessa þjónustu út oft í nafni hagræðingar en með alvarlegum afleiðingum. Þannig er gjá á milli stjórnmálanna og almennings. Hin pólitíska breyting átti sér stað á frjálshyggjutímabilinu upp úr 1990 þegar hætt var að líta á almenning sem borgara sem hefðu ákveðin réttindi og farið að líta á fólk sem viðskiptavini. Þá var líka horfið frá þeirri hugmyndafræði að allir hefðu aðgang að sömu góðu þjónustunni og jafnræði ætti að ríkja gagnvart borgurunum. Farið var að líta svo á að þau sem hefðu efni á gætu keypt sig fram fyrir raðir og keypt auka þjónustu. Það varð til þess að grunnþjónustan skertist og misræmi varð í þjónustunni eftir tekjum borgaranna. Þar með var sniðgengin hugmyndafræðin sem norrænu velferðarkerfin byggja á. Hér á landi sjáum við sterka tilhneigingu til að arðvæða þjónustuna, að einkafyrirtæki bjóði í þjónustuna af því þau telja sig geta rekið hana á hagkvæmari hátt en hið opinbera. Reynslan hefur ítrekað sýnt okkur að hagkvæmnin næst í gegnum lægri laun, „auðveldari“ skjólstæðinga, verr menntað starfsfólk, jafnvel þjónustuskerðingu, lakari aðbúnað og undirmönnun. Enda sýnir það sig að í þeim löndum sem hafa sett skýrar kröfur um gæði og mönnun hjúkrunarheimila líkt og í Noregi, sjá einkafyrirtæki sér ekki hag í að koma inn á „markaðinn“. Hér á landi er rík hefð fyrir því að félagasamtök reki öldrunarþjónustu og hefur það oft reynst vel hér á landi. Þessi félög eru hins vegar ekki rekin á viðskiptalegum forsendum og taka ekki hagnað út úr rekstrinum. Þarna verður að gera skýran greinarmun! Ég hef aldrei fengið sannfærandi rök fyrir því að arðvæðing grunnþjónustu sé betri fyrir borgarana, launafólk eða skattgreiðendur. Forðumst arðvæðingu velferðarinnar! Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun