Allt fyrir gróðann Gunnlaugur Stefánsson skrifar 10. júní 2021 12:01 Atli Eide, fyrrverandi forstjóri norska laxeldisrisans Mowi og stjórnarformaður Salmar í Noregi sem á Arnarlax á Vestfjörðum, spáir því í blaðaviðtali að sjókvíaeldi muni heyra sögunni til innan tíu ára, segir það ósjálfbært og ekki umhverfisvænt. Fiskeldið muni færast yfir í land-og aflandseldi og verða mjög tæknivætt. Þetta er mat manns sem hefur varið starfsævi sinni í fiskeldinu. Svo skráðu alþingismenn í nefndaráliti, þegar þeir samþykktu ný fiskeldislög 17. maí 2019, „að ekki sé langt þangað til eldi á frjóum laxi verði eingöngu stundað í lokuðum og hálflokuðum kvíum. Að því bæri að stefna“. En á sama tíma og viðvörunarorðin óma, þá vilja íslenskir spámenn eldisiðjunnar framleiða 500 þúsund tonn af laxi á ári, þ.e. rúmlega fimmtánfalda aukningu miðað við það sem nú er framleitt. Það myndi ganga að villtum laxastofnum dauðum á Íslandi með hrikalegum afleiðingum fyrir lífskjör fólksins í sveitum landsins, ferðaþjónustuna og 80 þúsund Íslendinga sem njóta stangaveiði á sumrin. Opna sjókvíaeldið á nú þegar í vök að verjast. Spurt er í vaxandi mæli á heimsmörkuðum um uppruna vörunnar. Laxinn úr opnum sjókvíum á þar erfiðara uppdráttar. Ef við lítum okkur nær, þá segja mér þjónar á veitingastöðum, að fólk spyrji æ oftar hvaðan laxinn komi og þeim fjölgar veitingastöðunum sem státa sig af að bjóða ekki lax úr opnum sjókvíum. Sömu sögu segja mér fisksalar. Fólki hrýs hugur við að borða fisk úr eldiskvíum, þar sem eitri gæti verið beitt, t.d. gegn lúsafári, og ekki síður til að sýna samstöðu í verki með umhverfinu. En hvað verður um fólkið og byggðirnar sem treysta á opna sjókvíaeldið, þegar því verður lokið innan tíu ára, eins og erlendir reynsluboltar laxeldisiðjunnar spá? Eða verður haldið áfram á Íslandi svo lengi sem stætt er hvernig sem umhverfisskaðanum framvindur eða orðspori þjóðar? „Það lafir á meðan ég lifi“, sagði Lúðvík 15 Frakkakóngur og lýsir vel áformum opnu eldisiðjunnar á Íslandi. Allt fyrir skammtímagróðann á meðan eitthvað lafir. Alls konar ævintýri hafa farið illa með dreifðar byggðir í áranna rás með fagurgala ábyrgðarlausra manna, sem hikuðu ekki við að kenna sig við vísindi og rannsóknir, þar til allt fór á hausinn. Það reyndist mörgu landsbyggðarfólki dýrkeypt. Er enn vegið í sama knérunn með opna sjókvíaeldinu? Er enn eitt ævintýrið að blása út sem hrynur svo með látum? Norsku eldisrisarnir hafa fengið flest á silfurfati, eldisleyfin nánast ókeypis sem borga þarf tugi milljarða fyrir í Noregi. En verða svo fljótir að hverfa, enda búnir að mergsjúga gróðann úr ævintýrinu og koma úr landi. Svo situr heimafólkið eftir með hrunið í fanginu. Atli Eide, laxeldisfrömuður í Noregi, boðar að þetta gæti orðið innan tíu ára. Alþingismenn taka undir það. Munu þeir bregðast við með aðgerðum til að forða hruninu fyrir umhverfið og fólkið í landinu? Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnlaugur Stefánsson Fiskeldi Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Atli Eide, fyrrverandi forstjóri norska laxeldisrisans Mowi og stjórnarformaður Salmar í Noregi sem á Arnarlax á Vestfjörðum, spáir því í blaðaviðtali að sjókvíaeldi muni heyra sögunni til innan tíu ára, segir það ósjálfbært og ekki umhverfisvænt. Fiskeldið muni færast yfir í land-og aflandseldi og verða mjög tæknivætt. Þetta er mat manns sem hefur varið starfsævi sinni í fiskeldinu. Svo skráðu alþingismenn í nefndaráliti, þegar þeir samþykktu ný fiskeldislög 17. maí 2019, „að ekki sé langt þangað til eldi á frjóum laxi verði eingöngu stundað í lokuðum og hálflokuðum kvíum. Að því bæri að stefna“. En á sama tíma og viðvörunarorðin óma, þá vilja íslenskir spámenn eldisiðjunnar framleiða 500 þúsund tonn af laxi á ári, þ.e. rúmlega fimmtánfalda aukningu miðað við það sem nú er framleitt. Það myndi ganga að villtum laxastofnum dauðum á Íslandi með hrikalegum afleiðingum fyrir lífskjör fólksins í sveitum landsins, ferðaþjónustuna og 80 þúsund Íslendinga sem njóta stangaveiði á sumrin. Opna sjókvíaeldið á nú þegar í vök að verjast. Spurt er í vaxandi mæli á heimsmörkuðum um uppruna vörunnar. Laxinn úr opnum sjókvíum á þar erfiðara uppdráttar. Ef við lítum okkur nær, þá segja mér þjónar á veitingastöðum, að fólk spyrji æ oftar hvaðan laxinn komi og þeim fjölgar veitingastöðunum sem státa sig af að bjóða ekki lax úr opnum sjókvíum. Sömu sögu segja mér fisksalar. Fólki hrýs hugur við að borða fisk úr eldiskvíum, þar sem eitri gæti verið beitt, t.d. gegn lúsafári, og ekki síður til að sýna samstöðu í verki með umhverfinu. En hvað verður um fólkið og byggðirnar sem treysta á opna sjókvíaeldið, þegar því verður lokið innan tíu ára, eins og erlendir reynsluboltar laxeldisiðjunnar spá? Eða verður haldið áfram á Íslandi svo lengi sem stætt er hvernig sem umhverfisskaðanum framvindur eða orðspori þjóðar? „Það lafir á meðan ég lifi“, sagði Lúðvík 15 Frakkakóngur og lýsir vel áformum opnu eldisiðjunnar á Íslandi. Allt fyrir skammtímagróðann á meðan eitthvað lafir. Alls konar ævintýri hafa farið illa með dreifðar byggðir í áranna rás með fagurgala ábyrgðarlausra manna, sem hikuðu ekki við að kenna sig við vísindi og rannsóknir, þar til allt fór á hausinn. Það reyndist mörgu landsbyggðarfólki dýrkeypt. Er enn vegið í sama knérunn með opna sjókvíaeldinu? Er enn eitt ævintýrið að blása út sem hrynur svo með látum? Norsku eldisrisarnir hafa fengið flest á silfurfati, eldisleyfin nánast ókeypis sem borga þarf tugi milljarða fyrir í Noregi. En verða svo fljótir að hverfa, enda búnir að mergsjúga gróðann úr ævintýrinu og koma úr landi. Svo situr heimafólkið eftir með hrunið í fanginu. Atli Eide, laxeldisfrömuður í Noregi, boðar að þetta gæti orðið innan tíu ára. Alþingismenn taka undir það. Munu þeir bregðast við með aðgerðum til að forða hruninu fyrir umhverfið og fólkið í landinu? Höfundur er fyrrverandi alþingismaður.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar