Fögnum stafrænni byltingu hins opinbera Baldur Kristjánsson skrifar 10. júní 2021 06:00 Öll eigum við sögur af samskiptum sem við höfum átt við opinberar stofnanir og sveitarfélög, í þeim tilgangi að sækja þjónustu eða réttindi. Þjónustunálgunin hingað til hjá mörgum þeirra hefur verið eyðublöð á pappír, símtöl á símatíma, fyrirspurnir um stöðu mála í tölvupósti, og flakk á milli bæjarfélaga til að safna fylgigögnum. Í umhverfi þar sem við erum öll nettengd og rafræn skilríki og undirritanir eru fullgild lagalega er ljóst að hægt er að gera mun betur, og undanfarin misseri hefur hljóðlát bylting hafist í formi stafrænnar umbreytingar hins opinbera. Með sjálfsafgreiðslu á netinu er dregið úr veseni til muna hjá einstaklingum og fyrirtækjum. Þjónustan verður einfaldari og hægt er að fylgjast með framvindu mála og eiga samskipti hvar og hvenær sem er. Dæmi um stafræna afgreiðslu hjá hinu opinbera sem við tökum sem sjálfsögðum hlut í dag eru skil á gögnum til Skattsins, tilkynning um eigendaskipti á ökutæki til Samgöngustofu og tilkynning um breytt lögheimili til Þjóðskrár. Við erum öll betur sett að þurfa ekki að gera okkur sérstaka ferð á dagvinnutíma til að sinna þessum erindum og fæst okkar myndu vilja fara til baka til fyrri tíma. Horft til framtíðar eftir hægfara þróun Ísland hefur engu að síður verið eftirbátur annarra vestrænna ríkja í stafrænni opinberri þjónustu. Það sama á við ef við berum opinbera aðila á Íslandi saman við einkageirann, þar sem t.d. bankar, flugfélög og verslanir hafa markvisst verið að færa þjónustuna á netið. Hjá opinberum aðilum eru enn hátt í þrjú þúsund þjónustur sem hefjast með eyðublaði á pappírsmiðuðu formi og reiða sig að miklu leyti á handinnslátt, fylgigögn frá umsækjanda og samskipti á opnunartíma stofnana. Þetta hitti margar stofnanir illa fyrir í heimsfaraldrinum, og sumar þeirra hafa reyndar sýnt mikla hugvitssemi og tekið óvænt stökk inn í framtíðina á ýmsa vegu þegar fyrirtæki og stofnanir neyddust til að loka fyrir heimsóknir viðskiptavina. Það er því skiljanlegt að ríkisstjórnin, Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög leggi mikla áherslu á að fjárfesta í víðtækri stafrænni umbreytingu á opinberri þjónustu. Ríkið jók framlög til stafrænna verkefna um 2,3 milljarða á þessu ári í gegnum verkefnastofu um Stafrænt Ísland, og Reykjavíkurborg ætlar að hraða umbreytingu á allri þjónustu og afgreiðslu á næstu þremur árum með 10 milljarða framlagi. Samband íslenskra sveitarfélaga er sömuleiðis að blása til sóknar í stafrænni þróun. Ávinningur fyrir allt samfélagið En hver er ávinningur notenda opinberrar þjónustu og samfélagsins alls af öllum þessum fjárútlátum? Það má nefna fimm atriði í því sambandi: Stafræn þjónusta er aðgengileg allan sólarhringinn. Ekki þarf lengur að reiða sig á opnunar- og símatíma stofnana sem hentar ekki öllum. Stafræn þjónusta er óháð staðsetningu. Stafræn afgreiðsla ásamt möguleika á fjarsamtölum gerir þjónustu stofnana sem eru eingöngu með starfsstöð á einum stað á landinu mun aðgengilegri fyrir landið allt, og er því stórt byggðamál. Stafrænar lausnir spara pappír og prentkostnað og flytja stafræn gögn með öruggum hætti á milli stofnana, í stað þess að áþreifanleg gögn ferðist með fólki milli hverfa og bæjarfélaga með tilheyrandi sóun og mengun. Stafræn umbreyting er því umhverfismál. Stafræn þjónusta felur oftast í sér endurhugsun á þjónustunni almennt. Það gerir þjónustu sem á að vera opin öllum óháð þjóðfélagsstöðu einfaldari og aðgengilegri. Með því að huga jafnframt af metnaði að vefaðgengismálum er þjónustan gerð aðgengilegri en hún var áður fyrir t.d. sjónskerta, hreyfihamlaða eða fólk af erlendum uppruna. Sá hópur sem á erfiðast með að nota tölvur (t.d. eldra fólk) getur áfram sótt þjónustuna eftir eldri leiðum. Þannig nýtist umbreytingin öllum og er stórt aðgengis- og jafnréttismál. Stafræn umbreyting snýst um að spara handtök og sjálfvirknivæða hluta af afgreiðsluferlum stofnana samhliða því að færa þjónustuna út á netið. Hún skilar því hagræðingu sem er hægt að nýta til að stytta biðlista, leiðbeina betur fólki sem þarf leiðbeiningar og fara betur með skattfé. Til að ofangreindur ávinningur skili sér hratt og að fullu er nauðsynlegt að opinberar stofnanir og sveitarfélög byggi upp kunnáttu til að umbreyta þjónustunni í þágu notenda og til að sjá og forgangsraða stafrænum tækifærum. Reynslan sýnir einnig að það getur stuðlað að góðum árangri að nýta til fulls þá þekkingu, kunnáttu og reynslu sem þegar býr í skapandi tæknifyrirtækjum á Íslandi og víðar - með markvissum útboðum, sem gefa hinu opinbera aðgang að vönduðum vinnubrögðum og stafrænum lausnum á heimsmælikvarða. En fyrir öllu er að mikilvægi fjárfestingar í stafrænni umbreytingu hins opinbera er nú viðurkennt hjá ríki og sveitarfélögum, þvert á stjórnmálaflokka. Því ber að fagna! Höfundur starfar við þróun stafrænnar þjónustu hjá Kolibri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnsýsla Íslenska á tækniöld Tækni Stafræn þróun Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Öll eigum við sögur af samskiptum sem við höfum átt við opinberar stofnanir og sveitarfélög, í þeim tilgangi að sækja þjónustu eða réttindi. Þjónustunálgunin hingað til hjá mörgum þeirra hefur verið eyðublöð á pappír, símtöl á símatíma, fyrirspurnir um stöðu mála í tölvupósti, og flakk á milli bæjarfélaga til að safna fylgigögnum. Í umhverfi þar sem við erum öll nettengd og rafræn skilríki og undirritanir eru fullgild lagalega er ljóst að hægt er að gera mun betur, og undanfarin misseri hefur hljóðlát bylting hafist í formi stafrænnar umbreytingar hins opinbera. Með sjálfsafgreiðslu á netinu er dregið úr veseni til muna hjá einstaklingum og fyrirtækjum. Þjónustan verður einfaldari og hægt er að fylgjast með framvindu mála og eiga samskipti hvar og hvenær sem er. Dæmi um stafræna afgreiðslu hjá hinu opinbera sem við tökum sem sjálfsögðum hlut í dag eru skil á gögnum til Skattsins, tilkynning um eigendaskipti á ökutæki til Samgöngustofu og tilkynning um breytt lögheimili til Þjóðskrár. Við erum öll betur sett að þurfa ekki að gera okkur sérstaka ferð á dagvinnutíma til að sinna þessum erindum og fæst okkar myndu vilja fara til baka til fyrri tíma. Horft til framtíðar eftir hægfara þróun Ísland hefur engu að síður verið eftirbátur annarra vestrænna ríkja í stafrænni opinberri þjónustu. Það sama á við ef við berum opinbera aðila á Íslandi saman við einkageirann, þar sem t.d. bankar, flugfélög og verslanir hafa markvisst verið að færa þjónustuna á netið. Hjá opinberum aðilum eru enn hátt í þrjú þúsund þjónustur sem hefjast með eyðublaði á pappírsmiðuðu formi og reiða sig að miklu leyti á handinnslátt, fylgigögn frá umsækjanda og samskipti á opnunartíma stofnana. Þetta hitti margar stofnanir illa fyrir í heimsfaraldrinum, og sumar þeirra hafa reyndar sýnt mikla hugvitssemi og tekið óvænt stökk inn í framtíðina á ýmsa vegu þegar fyrirtæki og stofnanir neyddust til að loka fyrir heimsóknir viðskiptavina. Það er því skiljanlegt að ríkisstjórnin, Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög leggi mikla áherslu á að fjárfesta í víðtækri stafrænni umbreytingu á opinberri þjónustu. Ríkið jók framlög til stafrænna verkefna um 2,3 milljarða á þessu ári í gegnum verkefnastofu um Stafrænt Ísland, og Reykjavíkurborg ætlar að hraða umbreytingu á allri þjónustu og afgreiðslu á næstu þremur árum með 10 milljarða framlagi. Samband íslenskra sveitarfélaga er sömuleiðis að blása til sóknar í stafrænni þróun. Ávinningur fyrir allt samfélagið En hver er ávinningur notenda opinberrar þjónustu og samfélagsins alls af öllum þessum fjárútlátum? Það má nefna fimm atriði í því sambandi: Stafræn þjónusta er aðgengileg allan sólarhringinn. Ekki þarf lengur að reiða sig á opnunar- og símatíma stofnana sem hentar ekki öllum. Stafræn þjónusta er óháð staðsetningu. Stafræn afgreiðsla ásamt möguleika á fjarsamtölum gerir þjónustu stofnana sem eru eingöngu með starfsstöð á einum stað á landinu mun aðgengilegri fyrir landið allt, og er því stórt byggðamál. Stafrænar lausnir spara pappír og prentkostnað og flytja stafræn gögn með öruggum hætti á milli stofnana, í stað þess að áþreifanleg gögn ferðist með fólki milli hverfa og bæjarfélaga með tilheyrandi sóun og mengun. Stafræn umbreyting er því umhverfismál. Stafræn þjónusta felur oftast í sér endurhugsun á þjónustunni almennt. Það gerir þjónustu sem á að vera opin öllum óháð þjóðfélagsstöðu einfaldari og aðgengilegri. Með því að huga jafnframt af metnaði að vefaðgengismálum er þjónustan gerð aðgengilegri en hún var áður fyrir t.d. sjónskerta, hreyfihamlaða eða fólk af erlendum uppruna. Sá hópur sem á erfiðast með að nota tölvur (t.d. eldra fólk) getur áfram sótt þjónustuna eftir eldri leiðum. Þannig nýtist umbreytingin öllum og er stórt aðgengis- og jafnréttismál. Stafræn umbreyting snýst um að spara handtök og sjálfvirknivæða hluta af afgreiðsluferlum stofnana samhliða því að færa þjónustuna út á netið. Hún skilar því hagræðingu sem er hægt að nýta til að stytta biðlista, leiðbeina betur fólki sem þarf leiðbeiningar og fara betur með skattfé. Til að ofangreindur ávinningur skili sér hratt og að fullu er nauðsynlegt að opinberar stofnanir og sveitarfélög byggi upp kunnáttu til að umbreyta þjónustunni í þágu notenda og til að sjá og forgangsraða stafrænum tækifærum. Reynslan sýnir einnig að það getur stuðlað að góðum árangri að nýta til fulls þá þekkingu, kunnáttu og reynslu sem þegar býr í skapandi tæknifyrirtækjum á Íslandi og víðar - með markvissum útboðum, sem gefa hinu opinbera aðgang að vönduðum vinnubrögðum og stafrænum lausnum á heimsmælikvarða. En fyrir öllu er að mikilvægi fjárfestingar í stafrænni umbreytingu hins opinbera er nú viðurkennt hjá ríki og sveitarfélögum, þvert á stjórnmálaflokka. Því ber að fagna! Höfundur starfar við þróun stafrænnar þjónustu hjá Kolibri.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun