Mesti styrkur koltvísýrings í meira en fjórar milljónir ára Kjartan Kjartansson skrifar 8. júní 2021 13:12 Mauna Loa-veðurathuganastöð NOAA á tindi hæsta fjalls Havaí. Þar hefur styrkur koltvísýrings verið mældur frá því á 6. áratug síðustu aldar. Hann hefur aldrei mælst hærri en nú. AP/Susan Cobb/NOAA Meðalstyrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar í maí var helmingi hærri en áður en menn byrjuðu að losa gróðurhúsalofttegundir í stórum stíl. Hann hefur ekki verið meiri í meira en fjórar milljónir ára, löngu fyrir tilvist mannkynsins. Mælingar í veðurstöð Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna (NOAA) á Mauna Loa-fjalli á Havaí sýndu að meðalstyrkur koltvísýrings var 419 hlutar af milljón (ppm) í maí. Það er hæsti styrkur sem hefur mælst þar frá því nákvæmar beinar athuganir hófust árið 1958. Um tímamót var að ræða því maí var fyrsti mánuðurinn þar sem styrkur koltvísýrings mælist helmingi hærri en hann var áður en iðnbyltingin hófst á 18. öld. Styrkurinn nær árstíðarbundnu hámarki sínu í maí áður en gróður á norðurhveli tekur við sér og bindur hluta kolefnisins í loftinu. Vísindamenn telja að næsta ár verði það fyrsta þar sem meðalstyrkurinn yfir allt árið mælist helmingi hærri en á árunum 1750 til 1800 þegar hann var um 280 ppm. NOAA segir að styrkur koltvísýrings nú sé sambærilegur við það sem gerðist á hlýskeiði plíósentímabilsins fyrir 4,1 til 4,5 milljónum árum. Á þeim tíma hafi sjávarstaða verið meira en 23 metrum hærri að meðaltali en nú, meðalhitinn um 3,8°C hærri en fyrir iðnbyltingu og freðmýrar á norðurslóðum eru taldar hafa verið stórir skógar. Grafið synir vaxandi styrk koltvísýrings í lofthjúpi jarðar samkvæmt mælingum á Mauna Loa.NOAA Global Monitoring Laboratory Sá ekki högg á vatni þrátt fyrir samdrátt í faraldrinum Mannkynið dælir nú um 40 milljörðum tonna af koltvísýringi út í andrúmsloft jarðar á hverju ári, fyrst og fremst með bruna á kolum, olíu og gasi. Þar magnar hann upp gróðurhúsaáhrif og veldur hnattrænni hlýnun. Styrkurinn í maí jókst um 1,82 ppm á milli ára sem er lítillega minna en aukning undanfarinna ára. Ralph Keeling, jarðefnafræðingur við Scripps-haffræðistofnunina, segir AP-fréttastofunni að það tengist La niña-aðstæðum í Kyrrahafi sem lauk nýlega. Keeling er sonur Charles David Keeling sem hóf mælingarnar á styrk koltvísýring á sínum tíma en graf sem sýnir árstíðarbundna sveiflu í honum er kennd við Keeling eldri. Þá dró úr losun gróðurhúsalofttegunda vegna samgangna og iðnaðar um 7% í kórónuveiruhamsfaraldrinum í fyrra. NOAA segir þann samdrátt þó ekki hafa merkjanleg áhrif á styrk koltvísýrings í lofti. Koltvísýringur getur lifað í hundruð ára í lofthjúpnum og því hefur tímabundinn samdráttur í losun í eitt ár ekki teljandi áhrif á uppsafnað styrk hans. Jafnmikil aukning síðustu 42 árin og á sex þúsund árum eftir ísöld Síðasta áratuginn hefur styrkurinn aukist um 2,4 ppm á milli ára að meðaltali og hefur hraði aukningarinnar aldrei mælst meiri. Pieter Tans, loftslagsvísindamaður hjá NOAA, segir hraðann í aukningu koltvísýrings í lofthjúpnum undanfarna áratuga ákaflega óvenjulegan. Þannig hafi það tekið styrk koltvísýrings um 6.000 ár að hækka um 80 hluta af milljón eftir að síðustu ísöld lauk. Styrkurinn jókst jafnmikið á 42 árum á milli 1979 og 2021. „Bruni á jarðefnaeldsneyti er raunverulega kjarninn í þessu. Ef við tökum ekki á bruna á jarðefnaeldsneyti hverfur vandamálið ekki,“ segir Ralph Keeling við Washington Post. Til þess að halda hnattrænni hlýnun innan þolanlegra marka þurfi mannkynið að skera niður losun sína mun meira en gerðist í kórónuveirufaraldrinum. Markmið Parísarsamkomulagsins er að menn dragi nægilega úr losun til þess að halda hlýnun innan við 1,5-2°C á þessari öld miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Hlýnun nemur nú þegar um það bil einni gráðu. Miðað við núverandi losun er talið að hlýnunin gæti náð allt frá þremur til fimm gráðum á þessari öld. Auk hlýnandi loftslags hefði aukin hnattræn hlýnun í för með sér auknar veðuröfgar, gróðurelda, flóð, þurrkar og hækkandi yfirborð sjávar. Saman eru breytingarnar taldar ógna bæði samfélögum manna og lífríki jarðar. „Ef við viljum forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga verðum við að leggja mun harðar að okkur við að draga úr losun koltvísýrings og það strax,“ segir Natalie Mahowald, loftslagsvísindamaður við Cornell-háskóla í Bandaríkjunum, við AP. Loftslagsmál Vísindi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Alþjóðaorkumálastofnunin: Hætta þarf fjárfestingum í jarðefnaeldsneyti strax Hægt er að feta þröngt einstigi til að ná metnaðarfyllra markmiði Parísarsamkomulagsins um hnattræna hlýnun en til þess verður að hætta strax fjárfestingum í nýjum kolanámum og olíu- og gaslindum í heiminum. Umbylta þarf orkukerfi heimsins og skipta jarðefnaeldsneyti út fyrir endurnýjanlega orkugjafa. 18. maí 2021 13:34 Minni losun en enn vantar talsvert upp í Parísarmarkmið Losun á gróðurhúsalofttegundum sem eru á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda dróst saman um tvö prósent árið 2019 miðað við árið áður og hefur samdrátturinn ekki verið meiri á milli ára frá 2012. Dregið hefur úr losuninni um átta prósent frá 2005 en markmið Íslands gagnvart Parísarsamkomulaginu er að hún dragist saman um að minnsta kosti 29 prósent á þessum áratug. 26. apríl 2021 12:53 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Mælingar í veðurstöð Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna (NOAA) á Mauna Loa-fjalli á Havaí sýndu að meðalstyrkur koltvísýrings var 419 hlutar af milljón (ppm) í maí. Það er hæsti styrkur sem hefur mælst þar frá því nákvæmar beinar athuganir hófust árið 1958. Um tímamót var að ræða því maí var fyrsti mánuðurinn þar sem styrkur koltvísýrings mælist helmingi hærri en hann var áður en iðnbyltingin hófst á 18. öld. Styrkurinn nær árstíðarbundnu hámarki sínu í maí áður en gróður á norðurhveli tekur við sér og bindur hluta kolefnisins í loftinu. Vísindamenn telja að næsta ár verði það fyrsta þar sem meðalstyrkurinn yfir allt árið mælist helmingi hærri en á árunum 1750 til 1800 þegar hann var um 280 ppm. NOAA segir að styrkur koltvísýrings nú sé sambærilegur við það sem gerðist á hlýskeiði plíósentímabilsins fyrir 4,1 til 4,5 milljónum árum. Á þeim tíma hafi sjávarstaða verið meira en 23 metrum hærri að meðaltali en nú, meðalhitinn um 3,8°C hærri en fyrir iðnbyltingu og freðmýrar á norðurslóðum eru taldar hafa verið stórir skógar. Grafið synir vaxandi styrk koltvísýrings í lofthjúpi jarðar samkvæmt mælingum á Mauna Loa.NOAA Global Monitoring Laboratory Sá ekki högg á vatni þrátt fyrir samdrátt í faraldrinum Mannkynið dælir nú um 40 milljörðum tonna af koltvísýringi út í andrúmsloft jarðar á hverju ári, fyrst og fremst með bruna á kolum, olíu og gasi. Þar magnar hann upp gróðurhúsaáhrif og veldur hnattrænni hlýnun. Styrkurinn í maí jókst um 1,82 ppm á milli ára sem er lítillega minna en aukning undanfarinna ára. Ralph Keeling, jarðefnafræðingur við Scripps-haffræðistofnunina, segir AP-fréttastofunni að það tengist La niña-aðstæðum í Kyrrahafi sem lauk nýlega. Keeling er sonur Charles David Keeling sem hóf mælingarnar á styrk koltvísýring á sínum tíma en graf sem sýnir árstíðarbundna sveiflu í honum er kennd við Keeling eldri. Þá dró úr losun gróðurhúsalofttegunda vegna samgangna og iðnaðar um 7% í kórónuveiruhamsfaraldrinum í fyrra. NOAA segir þann samdrátt þó ekki hafa merkjanleg áhrif á styrk koltvísýrings í lofti. Koltvísýringur getur lifað í hundruð ára í lofthjúpnum og því hefur tímabundinn samdráttur í losun í eitt ár ekki teljandi áhrif á uppsafnað styrk hans. Jafnmikil aukning síðustu 42 árin og á sex þúsund árum eftir ísöld Síðasta áratuginn hefur styrkurinn aukist um 2,4 ppm á milli ára að meðaltali og hefur hraði aukningarinnar aldrei mælst meiri. Pieter Tans, loftslagsvísindamaður hjá NOAA, segir hraðann í aukningu koltvísýrings í lofthjúpnum undanfarna áratuga ákaflega óvenjulegan. Þannig hafi það tekið styrk koltvísýrings um 6.000 ár að hækka um 80 hluta af milljón eftir að síðustu ísöld lauk. Styrkurinn jókst jafnmikið á 42 árum á milli 1979 og 2021. „Bruni á jarðefnaeldsneyti er raunverulega kjarninn í þessu. Ef við tökum ekki á bruna á jarðefnaeldsneyti hverfur vandamálið ekki,“ segir Ralph Keeling við Washington Post. Til þess að halda hnattrænni hlýnun innan þolanlegra marka þurfi mannkynið að skera niður losun sína mun meira en gerðist í kórónuveirufaraldrinum. Markmið Parísarsamkomulagsins er að menn dragi nægilega úr losun til þess að halda hlýnun innan við 1,5-2°C á þessari öld miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Hlýnun nemur nú þegar um það bil einni gráðu. Miðað við núverandi losun er talið að hlýnunin gæti náð allt frá þremur til fimm gráðum á þessari öld. Auk hlýnandi loftslags hefði aukin hnattræn hlýnun í för með sér auknar veðuröfgar, gróðurelda, flóð, þurrkar og hækkandi yfirborð sjávar. Saman eru breytingarnar taldar ógna bæði samfélögum manna og lífríki jarðar. „Ef við viljum forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga verðum við að leggja mun harðar að okkur við að draga úr losun koltvísýrings og það strax,“ segir Natalie Mahowald, loftslagsvísindamaður við Cornell-háskóla í Bandaríkjunum, við AP.
Loftslagsmál Vísindi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Alþjóðaorkumálastofnunin: Hætta þarf fjárfestingum í jarðefnaeldsneyti strax Hægt er að feta þröngt einstigi til að ná metnaðarfyllra markmiði Parísarsamkomulagsins um hnattræna hlýnun en til þess verður að hætta strax fjárfestingum í nýjum kolanámum og olíu- og gaslindum í heiminum. Umbylta þarf orkukerfi heimsins og skipta jarðefnaeldsneyti út fyrir endurnýjanlega orkugjafa. 18. maí 2021 13:34 Minni losun en enn vantar talsvert upp í Parísarmarkmið Losun á gróðurhúsalofttegundum sem eru á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda dróst saman um tvö prósent árið 2019 miðað við árið áður og hefur samdrátturinn ekki verið meiri á milli ára frá 2012. Dregið hefur úr losuninni um átta prósent frá 2005 en markmið Íslands gagnvart Parísarsamkomulaginu er að hún dragist saman um að minnsta kosti 29 prósent á þessum áratug. 26. apríl 2021 12:53 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Alþjóðaorkumálastofnunin: Hætta þarf fjárfestingum í jarðefnaeldsneyti strax Hægt er að feta þröngt einstigi til að ná metnaðarfyllra markmiði Parísarsamkomulagsins um hnattræna hlýnun en til þess verður að hætta strax fjárfestingum í nýjum kolanámum og olíu- og gaslindum í heiminum. Umbylta þarf orkukerfi heimsins og skipta jarðefnaeldsneyti út fyrir endurnýjanlega orkugjafa. 18. maí 2021 13:34
Minni losun en enn vantar talsvert upp í Parísarmarkmið Losun á gróðurhúsalofttegundum sem eru á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda dróst saman um tvö prósent árið 2019 miðað við árið áður og hefur samdrátturinn ekki verið meiri á milli ára frá 2012. Dregið hefur úr losuninni um átta prósent frá 2005 en markmið Íslands gagnvart Parísarsamkomulaginu er að hún dragist saman um að minnsta kosti 29 prósent á þessum áratug. 26. apríl 2021 12:53