Ekki bara fljótasta mamma allra tíma heldur einnig sú næstfljótasta í sögunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2021 10:30 Shelly-Ann Fraser-Pryce er í frábæru formi og líkleg til afreka á Ólympíuleikunum í sumar. EPA-EFE/Noushad Thekkayil Hin jamaíska Shelly-Ann Fraser-Pryce er í frábæru formi í aðdraganda Ólympíuleikanna í Tókýó og það sýndi hún heldur betur um helgina. Fraser-Pryce hljóp þá hundrað metrana á 10,63 sekúndum á móti í Kingston í Jamaíka en hún hafði hlaupið á 10,84 sekúndum á Demantamóti í Doha í síðustu viku. Þetta er næstfljótasta hlaup sögunnar en bandaríski spretthlauparinn Florence Griffith-Joyner hljóp á 10,49 sekúndum árið 1988 en setti svo skóna upp á hillu innan við ári síðar. Jamaican sprinter Shelly-Ann Fraser-Pryce becomes the second-fastest woman of all-time ahead of Tokyo Olympics https://t.co/xHmPLGyEO5— The Washington Post (@washingtonpost) June 6, 2021 Hin 34 ára gamla Shelly-Ann Fraser-Pryce vann Ólympíugull í 100 metra hlaupi á ÓL í Peking 2008 og ÓL í London 2012. Hún hefur einnig orðið fjórum sinnum heimsmeistari í þessari grein. Fraser-Pryce átti best áður hlaup upp á 10,70 sekúndur en það var árið 2012 þegar hún var 25 ára gömul. Nú níu árum síðar þá er hún komin langt inn á fertugsaldurinn og á þriggja ára gamlan son Zyon. Hún hefur samt aldrei verið betri. Fraser-Pryce hoppaði upp fyrir þær Carmelita Jeter (10,64 sekúndur) og Marion Jones (10,65 sekúndur) á listanum yfir hröðustu hlaup sögunnar. Jamaica's two-time Olympic champion Shelly-Ann Fraser-Pryce has become the second-fastest woman in history after running 10.63 seconds in Kingston.Only American legend Florence Griffith-Joyner has run faster.More #bbcathletics— BBC Sport (@BBCSport) June 5, 2021 „Ef ég er alveg hreinskilin þá ætlaði ég mér ekki að hlaupa svona hratt. Ég þakka guði fyrir að sloppið við meiðsli. Það var engin pressa á mér og ég vildi bara ná einu góðu hlaupi fyrir úrtökumótið,“ sagði Shelly-Ann Fraser-Pryce eftir hlaupið. Hún er ekki bara fljótasta mamma allra tíma heldur er hún líkleg til að bæta við þriðja Ólympíugulli sínu í sumar. Þar verður þó hörku samkeppni meðal annars frá hinni 21 árs gömlu Sha'Carri Richardson sem átti hraðasta hlaup ársins fyrir helgina og Elaine Thompson-Herah sem vann gull í þessari grein á síðustu Ólympíuleikum. Behold this 10.63 (1.6) PR BOMB from World champion Shelly-Ann Fraser-Pryce.She s now second fastest of all time behind only Flo-Jo. Let the games begin! pic.twitter.com/U4UcyKngrS— Ato Boldon (@AtoBoldon) June 5, 2021 Þær fljótustu í sögunni í 100 metra hlaupi: Florence Griffith-Joyner (Bandaríkin) 10,49 sekúndur Shelly-Ann Fraser-Pryce (Jamaíka) 10,63 Carmelita Jeter (Bandaríkin) 10,64 Marion Jones (Bandaríkin) 10,65 Elaine Thompson-Herah (Jamaíka) 10,70 Sha'Carri Richardson (Bandaríkin) 10,72 Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Sjá meira
Fraser-Pryce hljóp þá hundrað metrana á 10,63 sekúndum á móti í Kingston í Jamaíka en hún hafði hlaupið á 10,84 sekúndum á Demantamóti í Doha í síðustu viku. Þetta er næstfljótasta hlaup sögunnar en bandaríski spretthlauparinn Florence Griffith-Joyner hljóp á 10,49 sekúndum árið 1988 en setti svo skóna upp á hillu innan við ári síðar. Jamaican sprinter Shelly-Ann Fraser-Pryce becomes the second-fastest woman of all-time ahead of Tokyo Olympics https://t.co/xHmPLGyEO5— The Washington Post (@washingtonpost) June 6, 2021 Hin 34 ára gamla Shelly-Ann Fraser-Pryce vann Ólympíugull í 100 metra hlaupi á ÓL í Peking 2008 og ÓL í London 2012. Hún hefur einnig orðið fjórum sinnum heimsmeistari í þessari grein. Fraser-Pryce átti best áður hlaup upp á 10,70 sekúndur en það var árið 2012 þegar hún var 25 ára gömul. Nú níu árum síðar þá er hún komin langt inn á fertugsaldurinn og á þriggja ára gamlan son Zyon. Hún hefur samt aldrei verið betri. Fraser-Pryce hoppaði upp fyrir þær Carmelita Jeter (10,64 sekúndur) og Marion Jones (10,65 sekúndur) á listanum yfir hröðustu hlaup sögunnar. Jamaica's two-time Olympic champion Shelly-Ann Fraser-Pryce has become the second-fastest woman in history after running 10.63 seconds in Kingston.Only American legend Florence Griffith-Joyner has run faster.More #bbcathletics— BBC Sport (@BBCSport) June 5, 2021 „Ef ég er alveg hreinskilin þá ætlaði ég mér ekki að hlaupa svona hratt. Ég þakka guði fyrir að sloppið við meiðsli. Það var engin pressa á mér og ég vildi bara ná einu góðu hlaupi fyrir úrtökumótið,“ sagði Shelly-Ann Fraser-Pryce eftir hlaupið. Hún er ekki bara fljótasta mamma allra tíma heldur er hún líkleg til að bæta við þriðja Ólympíugulli sínu í sumar. Þar verður þó hörku samkeppni meðal annars frá hinni 21 árs gömlu Sha'Carri Richardson sem átti hraðasta hlaup ársins fyrir helgina og Elaine Thompson-Herah sem vann gull í þessari grein á síðustu Ólympíuleikum. Behold this 10.63 (1.6) PR BOMB from World champion Shelly-Ann Fraser-Pryce.She s now second fastest of all time behind only Flo-Jo. Let the games begin! pic.twitter.com/U4UcyKngrS— Ato Boldon (@AtoBoldon) June 5, 2021 Þær fljótustu í sögunni í 100 metra hlaupi: Florence Griffith-Joyner (Bandaríkin) 10,49 sekúndur Shelly-Ann Fraser-Pryce (Jamaíka) 10,63 Carmelita Jeter (Bandaríkin) 10,64 Marion Jones (Bandaríkin) 10,65 Elaine Thompson-Herah (Jamaíka) 10,70 Sha'Carri Richardson (Bandaríkin) 10,72
Þær fljótustu í sögunni í 100 metra hlaupi: Florence Griffith-Joyner (Bandaríkin) 10,49 sekúndur Shelly-Ann Fraser-Pryce (Jamaíka) 10,63 Carmelita Jeter (Bandaríkin) 10,64 Marion Jones (Bandaríkin) 10,65 Elaine Thompson-Herah (Jamaíka) 10,70 Sha'Carri Richardson (Bandaríkin) 10,72
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Sjá meira