Ekki bara fljótasta mamma allra tíma heldur einnig sú næstfljótasta í sögunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2021 10:30 Shelly-Ann Fraser-Pryce er í frábæru formi og líkleg til afreka á Ólympíuleikunum í sumar. EPA-EFE/Noushad Thekkayil Hin jamaíska Shelly-Ann Fraser-Pryce er í frábæru formi í aðdraganda Ólympíuleikanna í Tókýó og það sýndi hún heldur betur um helgina. Fraser-Pryce hljóp þá hundrað metrana á 10,63 sekúndum á móti í Kingston í Jamaíka en hún hafði hlaupið á 10,84 sekúndum á Demantamóti í Doha í síðustu viku. Þetta er næstfljótasta hlaup sögunnar en bandaríski spretthlauparinn Florence Griffith-Joyner hljóp á 10,49 sekúndum árið 1988 en setti svo skóna upp á hillu innan við ári síðar. Jamaican sprinter Shelly-Ann Fraser-Pryce becomes the second-fastest woman of all-time ahead of Tokyo Olympics https://t.co/xHmPLGyEO5— The Washington Post (@washingtonpost) June 6, 2021 Hin 34 ára gamla Shelly-Ann Fraser-Pryce vann Ólympíugull í 100 metra hlaupi á ÓL í Peking 2008 og ÓL í London 2012. Hún hefur einnig orðið fjórum sinnum heimsmeistari í þessari grein. Fraser-Pryce átti best áður hlaup upp á 10,70 sekúndur en það var árið 2012 þegar hún var 25 ára gömul. Nú níu árum síðar þá er hún komin langt inn á fertugsaldurinn og á þriggja ára gamlan son Zyon. Hún hefur samt aldrei verið betri. Fraser-Pryce hoppaði upp fyrir þær Carmelita Jeter (10,64 sekúndur) og Marion Jones (10,65 sekúndur) á listanum yfir hröðustu hlaup sögunnar. Jamaica's two-time Olympic champion Shelly-Ann Fraser-Pryce has become the second-fastest woman in history after running 10.63 seconds in Kingston.Only American legend Florence Griffith-Joyner has run faster.More #bbcathletics— BBC Sport (@BBCSport) June 5, 2021 „Ef ég er alveg hreinskilin þá ætlaði ég mér ekki að hlaupa svona hratt. Ég þakka guði fyrir að sloppið við meiðsli. Það var engin pressa á mér og ég vildi bara ná einu góðu hlaupi fyrir úrtökumótið,“ sagði Shelly-Ann Fraser-Pryce eftir hlaupið. Hún er ekki bara fljótasta mamma allra tíma heldur er hún líkleg til að bæta við þriðja Ólympíugulli sínu í sumar. Þar verður þó hörku samkeppni meðal annars frá hinni 21 árs gömlu Sha'Carri Richardson sem átti hraðasta hlaup ársins fyrir helgina og Elaine Thompson-Herah sem vann gull í þessari grein á síðustu Ólympíuleikum. Behold this 10.63 (1.6) PR BOMB from World champion Shelly-Ann Fraser-Pryce.She s now second fastest of all time behind only Flo-Jo. Let the games begin! pic.twitter.com/U4UcyKngrS— Ato Boldon (@AtoBoldon) June 5, 2021 Þær fljótustu í sögunni í 100 metra hlaupi: Florence Griffith-Joyner (Bandaríkin) 10,49 sekúndur Shelly-Ann Fraser-Pryce (Jamaíka) 10,63 Carmelita Jeter (Bandaríkin) 10,64 Marion Jones (Bandaríkin) 10,65 Elaine Thompson-Herah (Jamaíka) 10,70 Sha'Carri Richardson (Bandaríkin) 10,72 Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar vilja svara fyrir tapið síðast Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira
Fraser-Pryce hljóp þá hundrað metrana á 10,63 sekúndum á móti í Kingston í Jamaíka en hún hafði hlaupið á 10,84 sekúndum á Demantamóti í Doha í síðustu viku. Þetta er næstfljótasta hlaup sögunnar en bandaríski spretthlauparinn Florence Griffith-Joyner hljóp á 10,49 sekúndum árið 1988 en setti svo skóna upp á hillu innan við ári síðar. Jamaican sprinter Shelly-Ann Fraser-Pryce becomes the second-fastest woman of all-time ahead of Tokyo Olympics https://t.co/xHmPLGyEO5— The Washington Post (@washingtonpost) June 6, 2021 Hin 34 ára gamla Shelly-Ann Fraser-Pryce vann Ólympíugull í 100 metra hlaupi á ÓL í Peking 2008 og ÓL í London 2012. Hún hefur einnig orðið fjórum sinnum heimsmeistari í þessari grein. Fraser-Pryce átti best áður hlaup upp á 10,70 sekúndur en það var árið 2012 þegar hún var 25 ára gömul. Nú níu árum síðar þá er hún komin langt inn á fertugsaldurinn og á þriggja ára gamlan son Zyon. Hún hefur samt aldrei verið betri. Fraser-Pryce hoppaði upp fyrir þær Carmelita Jeter (10,64 sekúndur) og Marion Jones (10,65 sekúndur) á listanum yfir hröðustu hlaup sögunnar. Jamaica's two-time Olympic champion Shelly-Ann Fraser-Pryce has become the second-fastest woman in history after running 10.63 seconds in Kingston.Only American legend Florence Griffith-Joyner has run faster.More #bbcathletics— BBC Sport (@BBCSport) June 5, 2021 „Ef ég er alveg hreinskilin þá ætlaði ég mér ekki að hlaupa svona hratt. Ég þakka guði fyrir að sloppið við meiðsli. Það var engin pressa á mér og ég vildi bara ná einu góðu hlaupi fyrir úrtökumótið,“ sagði Shelly-Ann Fraser-Pryce eftir hlaupið. Hún er ekki bara fljótasta mamma allra tíma heldur er hún líkleg til að bæta við þriðja Ólympíugulli sínu í sumar. Þar verður þó hörku samkeppni meðal annars frá hinni 21 árs gömlu Sha'Carri Richardson sem átti hraðasta hlaup ársins fyrir helgina og Elaine Thompson-Herah sem vann gull í þessari grein á síðustu Ólympíuleikum. Behold this 10.63 (1.6) PR BOMB from World champion Shelly-Ann Fraser-Pryce.She s now second fastest of all time behind only Flo-Jo. Let the games begin! pic.twitter.com/U4UcyKngrS— Ato Boldon (@AtoBoldon) June 5, 2021 Þær fljótustu í sögunni í 100 metra hlaupi: Florence Griffith-Joyner (Bandaríkin) 10,49 sekúndur Shelly-Ann Fraser-Pryce (Jamaíka) 10,63 Carmelita Jeter (Bandaríkin) 10,64 Marion Jones (Bandaríkin) 10,65 Elaine Thompson-Herah (Jamaíka) 10,70 Sha'Carri Richardson (Bandaríkin) 10,72
Þær fljótustu í sögunni í 100 metra hlaupi: Florence Griffith-Joyner (Bandaríkin) 10,49 sekúndur Shelly-Ann Fraser-Pryce (Jamaíka) 10,63 Carmelita Jeter (Bandaríkin) 10,64 Marion Jones (Bandaríkin) 10,65 Elaine Thompson-Herah (Jamaíka) 10,70 Sha'Carri Richardson (Bandaríkin) 10,72
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar vilja svara fyrir tapið síðast Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira