Fótbolti

Forseti UEFA um Agnelli: „Hélt að við værum vinir“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aleksander Ceferin er hundfúll út í Agnelli.
Aleksander Ceferin er hundfúll út í Agnelli. Harold Cunningham/Getty

Aleksander Ceferin, forseti UEFA, er allt annað en sáttur með Andrea Agnelli, foresta Juventus, vegna Ofurdeildarinnar.

Þegar fréttirnar um Ofurdeildina bárust voru það ekki bara stuðningsmenn liðanna sem var brugðið því Ceferin var einnig ansi brugðið.

Hann segir að kollegi sinn hjá Juventus, Agnelli, hafi logið framan í hann og því séu þeir ekki vinir lengur. Þetta segir hann í samtali við So Foot.

„Ég get sett höfuðpaurana í þrjá flokka. Í fyrsta flokknum er Andrea Agnelli því þetta var persónuleg. Sá maður er ekki lengur til fyrir mér,“ sagði Ceferin.

„Ég hélt að við værum vinir en hann laug framan í mig og fullvissaði mig um að það væri ekkert sem ég ætti að hafa áhyggjur af.“

„Í öðrum flokknum eru þeir leiðtogar sem ég hélt að væru nærri mér. Ég er svekktur að þeir sögðu ekki mér hvað þeir voru að skipuleggja.“

„Í þriðja flokknum eru þeir sem ég hafði ekki unnið með. Ég er ekki ósáttur við þá en þeim verður einnig refsað fyrir þessar aðgerðir,“ bætti Ceferin við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×