Innlent

Bein útsending frá landsþingi Miðflokksins

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson mun setja fundinn með ræðu sinni.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson mun setja fundinn með ræðu sinni. vísir/vilhelm

Landsþing Miðflokksins fer fram í dag, laugardaginn 5. júní og hefst fundurinn á ræðu formanns.

Landsþingið hefst klukkan 13:00 og fer fram á fjarfundarkerfinu Zoom. Ræða Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns flokksins, hefst klukkan 13:05.

Á landsþinginu verða kosnir þrír stjórnarmenn flokksins, sem munu skipta með sér verkefnum um innra starf, málefnastarf og upplýsingamál. 

Það eru þau Anna Kolbrún Árnadóttir, Bergþór Ólason, Einar G. Harðarson, Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir og Karl Gauti Hjaltason sem gefa kost á sér.

Hægt verður að fylgjast með landsfundinum hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×