Innlent

Átti að vera í sótt­kví en veittist að lög­reglu­mönnum

Kjartan Kjartansson skrifar
Til átaka kom þegar lögreglumenn ætluðu að flytja einstakling í sóttvarnahús í gærkvöldi og endaði einn lögreglumaður á slysadeild með minniháttar meiðsli.
Til átaka kom þegar lögreglumenn ætluðu að flytja einstakling í sóttvarnahús í gærkvöldi og endaði einn lögreglumaður á slysadeild með minniháttar meiðsli. Vísir/Vilhelm

Lögreglumaður þurfti að fara á slysadeild vegna minniháttar meiðsla sem hann hlaut þegar einstaklingur sem átti að dvelja í sóttvarnahúsi veittist að lögreglumönnum sem voru kallaðir til að flytja hann þangað.

Óskað var eftir aðstoð lögreglu í Hafnarfirði við að flytja einstakling í sóttvarnahús um klukkan hálf tíu í gærkvöldi, að því er kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann veittist að lögreglumönnunum sem beittu varnarúða til þess að yfirbuga hann.

Einstaklingurinn var síðan fluttur í sóttvarnahús og einn lögreglumannanna á slysadeild.

Fyrr í gær voru tveir einstaklingar handteknir fyrir viðamikinn þjófnað úr verslunum í Kópavogi. Þeir reyndust hafa komið til landsins á fimmtudag og áttu því að vera í sóttkví. Þriðji einstaklingurinn var handtekinn eftir húsleit í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×