Við tökum barnaníð alvarlega Þóra Jónsdóttir skrifar 3. júní 2021 14:00 Alþingi hefur nú til meðferðar frumvarp dómsmálaráðherra til breytinga á almennum hegningarlögum þar sem lagt er til að hámarksrefsing fyrir barnaníðsbrot verði hækkuð úr tveimur árum í sex ár. Er það vel og í samræmi við hámarksrefsingu fyrir slík brot í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi sem við berum okkur gjarnan saman við. Barnaheill – Save the Children á Íslandi fagna þessari breytingatillögu og hvetja Alþingi til að tryggja að hún verði að lögum. Í frumvarpinu kemur fram ný skilgreining á barnaníð, það er myndefni sem sýnir kynferðislega misnotkun á barni eða sýnir barn á kynferðislegan hátt. Barnaheill vilja koma því á framfæri að samtökin telja notkun orðsins „misnotkun“ óeðlilega og hvetja til þess að því verði sleppt og orðið „misbeiting“ verði notað í staðinn. Orðið misnotkun á barni gefur til kynna að það sé til einhver notkun á barni sem sé eðlileg og réttlætanleg fyrst hægt sé að „mis“nota það. Að mati Barnaheilla er það ekki í samræmi við Barnasáttmálann að réttlætanlegt sé að börn séu notuð í nokkrum tilgangi en í sáttmálanum er kveðið á um að barn sé sjálfstæður einstaklingur með sín eigin mannréttindi. Börn geta verið þátttakendur, en við notum þau aldrei, frekar en nokkurn annan einstakling. Eðlilegra er því að mati samtakanna að orðið misbeiting verði notað í barnaníðsákvæðinu. Barnaheill hafa frá árinu 2001 rekið Ábendingalínu (https://www.barnaheill.is/is/abendingalina) um ólöglegt og óviðeigandi efni á neti sem varðar börn. Samtökin eru þátttakendur í regnhlífasamtökum ábendingalína um heim allan, INHOPE, sem vinna gegn útbreiðslu kynferðisofbeldis gegn börnum á neti. Þá bjóða Barnaheill upp á öflugt forvarnaverkefni, Verndarar barna, gegn kynferðisofbeldi á börnum. Því má segja að forvarnir gegn kynferðisofbeldi á börnum séu samtökunum hjartans mál. Barnaheill telja eðlilegt að kveðið verði á um að barnaníðsbrot muni varða allt að 6 ára fangelsi ef brot telst stórfellt. Þó benda samtökin á að eðlilegt er og mikilvægt að hvert mál sé skoðað með það fyrir sjónum hvort hinn grunaði hafi átt þátt í að brot hafi verið framið gegn barni. Þannig eru til mál þar sem einstaklingar panta kynferðisofbeldi gegn barni á neti í beinu streymi, gegn greiðslu. Því er réttast að miða við að ef að slík mál koma inn á borð lögreglu hér á landi þá verði ákært fyrir þau sem hlutdeild í nauðgun á barni. Eftirspurn eftir barnaníðsefni stuðlar að því að börn séu beitt kynferðisofbeldi. Því er ábyrgð þess sem sækist eftir að fá sent barnaníðsefni til sín eða leitar að því á netinu og halar niður, mikil og alvarleg og í raun hlutdeild í því að brotið er kynferðislega gegn barni. Sá sem tekur þátt í og viðheldur dreifingu á barnaníðsefni á netinu er í raun að kalla eftir því að nýtt barn verði beitt kynferðisofbeldi og ber því ríka ábyrgð gagnvart því barni. Sá sem greiðir fyrir aðgang að slíku efni fremur enn alvarlegra brot eins og áður var nefnt, og sýnir slíkan ásetning að meta ætti slíkt til enn þyngri refsingar. Framleiðsla á barnaníðsefni er oft skipulögð brotastarfsemi og rekin í hagnaðarskyni. Oft eru börn beitt mansali og gerð út sem kynlífsþrælar og gerð út í ágóðaskyni með því að myndefni af þeim er dreift á netið. Þannig geta þau þurft að upplifa síendurtekið brot við það að brotin gegn þeim lifa áfram á netinu. Vinna þarf skipulega gegn því að brot sem þessi séu umborin á Íslandi, þ.e. að frá Íslandi sé eftirspurn eftir barnaníðsefni. Gera þarf lögreglu og ákæruvaldi kleift að rannsaka hugsanleg brot í fyrirbyggjandi tilgangi, þ.e. með forvirkum aðgerðum og koma í veg fyrir frekari dreifingu myndefnis sem sýnir kynferðisbrot gegn börnum. Því ber að fagna að samfélagsleg meðvitund sé að breiðast út um tilveru og alvarleika kynferðislegs ofbeldis gegn börnum á neti, eða barnaníðs. Mikilvægt er þó að hafa í huga að þótt kynferðislegt áreiti eða tæling gagnvart börnum á neti séu talin vægari brot eru þau líka alvarleg brot gegn börnum og geta verið undanfari líkamlegs kynferðisofbeldis, eða barnaníðs. Sú meðvitund sem virðist aukast hratt um þessar mundir um alvarleika og umfang kynferðisofbeldis gegn börnum á neti, birtist meðal annars með umræddu frumvarpi dómsmálaráðherra, en einnig með aðgerðum Ríkislögreglustjóra til að vinna gegn kynferðislegu og stafrænu ofbeldi gegn börnum hér á landi sem nýlega voru kynntar. Meðal þeirra aðgerða sem Ríkislögreglustjóri ætlar að ráðast í er að koma á samstarfi um aldursmiðaða fræðslu og forvarnir til að styrkja kynferðislega friðhelgi einstaklinga, ráðast í úrbætur innan réttarvörslukerfisins sem og að koma aðstoð við brotaþola í skýrari farveg. Barnaheill fagna þessum tillögum og eru sem fyrr boðin og búin að taka þátt í og styðja við allar umbætur kerfisins til að vinna gegn hvers kyns ofbeldi gegn börnum. Barnaheill byggja allt sitt starf á Barnasáttmálanum og leggja ríka áherslu á rétt barna til að verndar gegn því að verða beitt ofbeldi. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ofbeldi gegn börnum Alþingi Kynferðisofbeldi Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Alþingi hefur nú til meðferðar frumvarp dómsmálaráðherra til breytinga á almennum hegningarlögum þar sem lagt er til að hámarksrefsing fyrir barnaníðsbrot verði hækkuð úr tveimur árum í sex ár. Er það vel og í samræmi við hámarksrefsingu fyrir slík brot í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi sem við berum okkur gjarnan saman við. Barnaheill – Save the Children á Íslandi fagna þessari breytingatillögu og hvetja Alþingi til að tryggja að hún verði að lögum. Í frumvarpinu kemur fram ný skilgreining á barnaníð, það er myndefni sem sýnir kynferðislega misnotkun á barni eða sýnir barn á kynferðislegan hátt. Barnaheill vilja koma því á framfæri að samtökin telja notkun orðsins „misnotkun“ óeðlilega og hvetja til þess að því verði sleppt og orðið „misbeiting“ verði notað í staðinn. Orðið misnotkun á barni gefur til kynna að það sé til einhver notkun á barni sem sé eðlileg og réttlætanleg fyrst hægt sé að „mis“nota það. Að mati Barnaheilla er það ekki í samræmi við Barnasáttmálann að réttlætanlegt sé að börn séu notuð í nokkrum tilgangi en í sáttmálanum er kveðið á um að barn sé sjálfstæður einstaklingur með sín eigin mannréttindi. Börn geta verið þátttakendur, en við notum þau aldrei, frekar en nokkurn annan einstakling. Eðlilegra er því að mati samtakanna að orðið misbeiting verði notað í barnaníðsákvæðinu. Barnaheill hafa frá árinu 2001 rekið Ábendingalínu (https://www.barnaheill.is/is/abendingalina) um ólöglegt og óviðeigandi efni á neti sem varðar börn. Samtökin eru þátttakendur í regnhlífasamtökum ábendingalína um heim allan, INHOPE, sem vinna gegn útbreiðslu kynferðisofbeldis gegn börnum á neti. Þá bjóða Barnaheill upp á öflugt forvarnaverkefni, Verndarar barna, gegn kynferðisofbeldi á börnum. Því má segja að forvarnir gegn kynferðisofbeldi á börnum séu samtökunum hjartans mál. Barnaheill telja eðlilegt að kveðið verði á um að barnaníðsbrot muni varða allt að 6 ára fangelsi ef brot telst stórfellt. Þó benda samtökin á að eðlilegt er og mikilvægt að hvert mál sé skoðað með það fyrir sjónum hvort hinn grunaði hafi átt þátt í að brot hafi verið framið gegn barni. Þannig eru til mál þar sem einstaklingar panta kynferðisofbeldi gegn barni á neti í beinu streymi, gegn greiðslu. Því er réttast að miða við að ef að slík mál koma inn á borð lögreglu hér á landi þá verði ákært fyrir þau sem hlutdeild í nauðgun á barni. Eftirspurn eftir barnaníðsefni stuðlar að því að börn séu beitt kynferðisofbeldi. Því er ábyrgð þess sem sækist eftir að fá sent barnaníðsefni til sín eða leitar að því á netinu og halar niður, mikil og alvarleg og í raun hlutdeild í því að brotið er kynferðislega gegn barni. Sá sem tekur þátt í og viðheldur dreifingu á barnaníðsefni á netinu er í raun að kalla eftir því að nýtt barn verði beitt kynferðisofbeldi og ber því ríka ábyrgð gagnvart því barni. Sá sem greiðir fyrir aðgang að slíku efni fremur enn alvarlegra brot eins og áður var nefnt, og sýnir slíkan ásetning að meta ætti slíkt til enn þyngri refsingar. Framleiðsla á barnaníðsefni er oft skipulögð brotastarfsemi og rekin í hagnaðarskyni. Oft eru börn beitt mansali og gerð út sem kynlífsþrælar og gerð út í ágóðaskyni með því að myndefni af þeim er dreift á netið. Þannig geta þau þurft að upplifa síendurtekið brot við það að brotin gegn þeim lifa áfram á netinu. Vinna þarf skipulega gegn því að brot sem þessi séu umborin á Íslandi, þ.e. að frá Íslandi sé eftirspurn eftir barnaníðsefni. Gera þarf lögreglu og ákæruvaldi kleift að rannsaka hugsanleg brot í fyrirbyggjandi tilgangi, þ.e. með forvirkum aðgerðum og koma í veg fyrir frekari dreifingu myndefnis sem sýnir kynferðisbrot gegn börnum. Því ber að fagna að samfélagsleg meðvitund sé að breiðast út um tilveru og alvarleika kynferðislegs ofbeldis gegn börnum á neti, eða barnaníðs. Mikilvægt er þó að hafa í huga að þótt kynferðislegt áreiti eða tæling gagnvart börnum á neti séu talin vægari brot eru þau líka alvarleg brot gegn börnum og geta verið undanfari líkamlegs kynferðisofbeldis, eða barnaníðs. Sú meðvitund sem virðist aukast hratt um þessar mundir um alvarleika og umfang kynferðisofbeldis gegn börnum á neti, birtist meðal annars með umræddu frumvarpi dómsmálaráðherra, en einnig með aðgerðum Ríkislögreglustjóra til að vinna gegn kynferðislegu og stafrænu ofbeldi gegn börnum hér á landi sem nýlega voru kynntar. Meðal þeirra aðgerða sem Ríkislögreglustjóri ætlar að ráðast í er að koma á samstarfi um aldursmiðaða fræðslu og forvarnir til að styrkja kynferðislega friðhelgi einstaklinga, ráðast í úrbætur innan réttarvörslukerfisins sem og að koma aðstoð við brotaþola í skýrari farveg. Barnaheill fagna þessum tillögum og eru sem fyrr boðin og búin að taka þátt í og styðja við allar umbætur kerfisins til að vinna gegn hvers kyns ofbeldi gegn börnum. Barnaheill byggja allt sitt starf á Barnasáttmálanum og leggja ríka áherslu á rétt barna til að verndar gegn því að verða beitt ofbeldi. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun