Furðuleg froða í læk við Vog Árni Sæberg skrifar 3. júní 2021 15:11 Froðan rennur úr frárennsli við Stórhöfða. Vísir/Vilhelm Mikil froða gaus upp við frárennsli í læk við Vog, sjúkrahús SÁÁ við Stórhöfða í Reykjavík, í dag. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafði ekki fengið tilkynningu um froðuna þegar fréttastofa grennslaðist fyrir um orsakir froðunnar. Þó vissi starfsmaður eftirlitsins strax um hvaða læk var að ræða. Undanfarið hefur mikið borið á að lækurinn freyði. Eftirlitinu hefur ekki enn tekist að finna upptök froðunnar þrátt fyrir miklar rannsóknir. Froðan er forkunnarfögur, þó hún sé ekki æskileg.Vísir/Vilhelm Orsakast líklega af aðskotaefnum í niðurföllum Rannsóknir heilbrigðiseftirlitsins benda til þess að hreinsiefni berist í niðurföll utandyra sem eru ekki í stakk búin að taka við slíkum efnum. Þó nefnir starfsmaður eftirlitsins þann möguleika að rangar tengingar niðurfalla innandyra séu rót vandans. Heilbrigðiseftirlitið biðlar til fólks að gæta vel að því hvað fer í niðurföll utandyra. Sér í lagi sé mikilvægt að fyrirtæki sem stunda bílaþvott láti affallsvatn renna í niðurföll búin sérhæfðum skiljum. Erfitt sé að rekja upptökin Starfsmaður eftirlitsins segir nær ómögulegt að rekja upptök froðunnar þar sem ekki sé hægt að setja upp gildrur líkt og gert er þegar um skólp er að ræða. Þá er froðan oftar en ekki runnin til sjávar þegar eftirlitið ber að garði. Yfirborðsvatn af ógnarstóru svæði rennur um lækinn og ekki auðveldar það eftirlitinu rannsóknir. Lækurinn tekur við vatni frá hluta Höfðahverfis og alls Hálsahverfis. Gróður við lækinn er nú tandurhreinn.Vísir/Vilhelm Heilbrigðiseftirlitið telur ekki hættu á ferð Froðan í læknum stafar líklega af hreinsiefnum sem flokkast ekki sem eiturefni og því telur eftirlitið enga hættu á ferð. Þó geta slík efni verið ertandi fyrir þau með viðkvæma húð. Heilbrigðiseftirlitið rannsakar þó öll óeðlileg tilvik og eru starfsmenn þess því við rannsóknir á læknum. Ef rannsóknir eftirlitsins benda til hættu verður send út tilkynning þess efnis. Spilliefni geta hæglega borist með yfirborðsvatni og er fólk því beðið að fara með gát þegar vatn er öðruvísi en það á til með að vera. Til dæmis barst olía í Elliðaárnar síðast í febrúar. Froðan dró forvitna að læknum.Vísir/Vilhelm Umhverfismál Reykjavík Skólp Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafði ekki fengið tilkynningu um froðuna þegar fréttastofa grennslaðist fyrir um orsakir froðunnar. Þó vissi starfsmaður eftirlitsins strax um hvaða læk var að ræða. Undanfarið hefur mikið borið á að lækurinn freyði. Eftirlitinu hefur ekki enn tekist að finna upptök froðunnar þrátt fyrir miklar rannsóknir. Froðan er forkunnarfögur, þó hún sé ekki æskileg.Vísir/Vilhelm Orsakast líklega af aðskotaefnum í niðurföllum Rannsóknir heilbrigðiseftirlitsins benda til þess að hreinsiefni berist í niðurföll utandyra sem eru ekki í stakk búin að taka við slíkum efnum. Þó nefnir starfsmaður eftirlitsins þann möguleika að rangar tengingar niðurfalla innandyra séu rót vandans. Heilbrigðiseftirlitið biðlar til fólks að gæta vel að því hvað fer í niðurföll utandyra. Sér í lagi sé mikilvægt að fyrirtæki sem stunda bílaþvott láti affallsvatn renna í niðurföll búin sérhæfðum skiljum. Erfitt sé að rekja upptökin Starfsmaður eftirlitsins segir nær ómögulegt að rekja upptök froðunnar þar sem ekki sé hægt að setja upp gildrur líkt og gert er þegar um skólp er að ræða. Þá er froðan oftar en ekki runnin til sjávar þegar eftirlitið ber að garði. Yfirborðsvatn af ógnarstóru svæði rennur um lækinn og ekki auðveldar það eftirlitinu rannsóknir. Lækurinn tekur við vatni frá hluta Höfðahverfis og alls Hálsahverfis. Gróður við lækinn er nú tandurhreinn.Vísir/Vilhelm Heilbrigðiseftirlitið telur ekki hættu á ferð Froðan í læknum stafar líklega af hreinsiefnum sem flokkast ekki sem eiturefni og því telur eftirlitið enga hættu á ferð. Þó geta slík efni verið ertandi fyrir þau með viðkvæma húð. Heilbrigðiseftirlitið rannsakar þó öll óeðlileg tilvik og eru starfsmenn þess því við rannsóknir á læknum. Ef rannsóknir eftirlitsins benda til hættu verður send út tilkynning þess efnis. Spilliefni geta hæglega borist með yfirborðsvatni og er fólk því beðið að fara með gát þegar vatn er öðruvísi en það á til með að vera. Til dæmis barst olía í Elliðaárnar síðast í febrúar. Froðan dró forvitna að læknum.Vísir/Vilhelm
Umhverfismál Reykjavík Skólp Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira