Trump reiður yfir litlum vinsældum og lokar bloggsíðunni Samúel Karl Ólason skrifar 2. júní 2021 20:54 Donald Trump, fyrrverandi forseti, er sagður reiður yfir því að fólk hafi verið að gera grín að bloggsíðu hans og litlum vinsældum hennar. EPA/MICHAEL REYNOLDS Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur lokað bloggsíðu sinni sem hann opnaði í síðasta mánuði. Hann er sagður hafa verið fúll yfir litlum vinsældum bloggsíðunnar sem bar nafnið „From the desk of Donald J. Trump“, eða „frá skrifborði Donald J. Trump“. Washington Post segir Trump hafa brugðist reiðan við fréttaflutningi af því hve fáir lásu bloggsíðu hans. Síðunni var lokað í gær og á síðasta degi hennar fékk hún einungis um 1.500 deilingar eða athugasemdir. Þá er forsetinn fyrrverandi sagður enn vilja opna annan miðil fyrir sig í framtíðinni. Honum líkaði ekki að verið væri að gera grín að „skrifborðinu“. Vinna að nýjum miðli, sem verður mögulega nýr samfélagsmiðill, er enn yfirstandandi, samkvæmt svari Jason Miller, ráðgjafa Trumps, við fyrirspurn CNBC. Miller sagði svo á Twitter seinna í dag að Trump myndi stinga upp kollinum á öðrum samfélagsmiðli á næstunni. Yes, actually, it is. Stay tuned! https://t.co/USKGvVXe2f— Jason Miller (@JasonMillerinDC) June 2, 2021 Trump opnaði síðuna þar sem hann hafði verið útilokaður frá stærstu samfélagsmiðlum Bandaríkjanna, og heimsins, eftir árásina á þinghúsið þann 6. janúar. Trump var sagður hafa brotið gegn skilmálum miðlanna með því að hvetja til ofbeldis. Hann hafði ítrekað notað samfélagsmiðla til að staðhæfa að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað hann sigur í forsetakosningunum í nóvember. Engar upplýsingar sem styðja þær staðhæfingar hafa litið dagsins ljós. Stuðningsmenn forsetans ruddust inn í þinghúsið með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu úrslita kosninganna. Nokkrir dóu vegna árásarinnar. Þá lýstu Trump-liðar bloggsíðunni sem vettvangi þar sem hægt er að tjá sig „frjálslega og örugglega“ og sem „vita frelsis“ á tímum þöggunar og lyga. Sjá einnig: Trump opnar eigin miðil Þann 21. maí birti Washington Post greiningu þar sem fram kom að bloggsíðan nyti lítilla vinsælda. Í kjölfar þess birti Trump yfirlýsingu þar sem hann sagði bloggsíðuna litlu hafa heppnast mjög vel. Hann sagði hana njóta mikilla vinsælda og að hún væri jafnvel enn vinsælli ef hann hefði ekki verið bannaður á Facebook og Twitter, þar sem hann hafði 35 milljónir fylgjenda á Facebook og um 88 milljónir á Twitter. Trump sagði einnig í þessari yfirlýsingu að milljónir stuðningsmanna hans hefðu hætt að nota Facebook og Twitter því samfélagsmiðlarnir væru orðnir leiðinlegir og grimmir. Hann færði engin rök fyrir þeirri staðhæfingu og notendafjöldi beggja samfélagsmiðla hefur staðið í stað eða aukist frá því hann flutti úr Hvíta húsinu, samkvæmt Washington Post. Segist verða forseti aftur Trump sagði nýverið að hann stefndi á annað forsetaframboð árið 2024, með því skilyrði að hann yrði enn við góða heilsu. Undanfarið mun Trump þó hafa sagt fólki að hann gerði ráð fyrir því að verða aftur forseti fyrir ágúst á þessu ári. Sidney Powell, fyrrverandi lögmaður Trumps, hefur varið miklu púðri í að reyna að gera Trump aftur að forseta.EPA/JIM LO SCALZO Þær fregnir bárust í kjölfar viðburðar um helgina þar sem Sidney Powell, fyrrverandi lögmaður Trumps, sem hefur barist harkalega fyrir því að úrslitum kosninganna verði snúið við, án mikils árangurs þó, og Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, sem var dæmdur fyrir að ljúga að rannsakendum Alríkislögreglu Bandaríkjanna um samskipti sín við sendiherra Rússlands á árum áður og náðaður af Trump, héldu erindi. Sjá einnig: „Brjálaðasti“ fundur sem haldinn var í Hvíta húsi Trumps Powell staðhæfði ranglega að það væri einfalt mál að setja Trump aftur í embætti og Flynn virtist kalla eftir því að herinn tæki völd í Bandaríkjunum. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Facebook Twitter Samfélagsmiðlar Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Washington Post segir Trump hafa brugðist reiðan við fréttaflutningi af því hve fáir lásu bloggsíðu hans. Síðunni var lokað í gær og á síðasta degi hennar fékk hún einungis um 1.500 deilingar eða athugasemdir. Þá er forsetinn fyrrverandi sagður enn vilja opna annan miðil fyrir sig í framtíðinni. Honum líkaði ekki að verið væri að gera grín að „skrifborðinu“. Vinna að nýjum miðli, sem verður mögulega nýr samfélagsmiðill, er enn yfirstandandi, samkvæmt svari Jason Miller, ráðgjafa Trumps, við fyrirspurn CNBC. Miller sagði svo á Twitter seinna í dag að Trump myndi stinga upp kollinum á öðrum samfélagsmiðli á næstunni. Yes, actually, it is. Stay tuned! https://t.co/USKGvVXe2f— Jason Miller (@JasonMillerinDC) June 2, 2021 Trump opnaði síðuna þar sem hann hafði verið útilokaður frá stærstu samfélagsmiðlum Bandaríkjanna, og heimsins, eftir árásina á þinghúsið þann 6. janúar. Trump var sagður hafa brotið gegn skilmálum miðlanna með því að hvetja til ofbeldis. Hann hafði ítrekað notað samfélagsmiðla til að staðhæfa að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað hann sigur í forsetakosningunum í nóvember. Engar upplýsingar sem styðja þær staðhæfingar hafa litið dagsins ljós. Stuðningsmenn forsetans ruddust inn í þinghúsið með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu úrslita kosninganna. Nokkrir dóu vegna árásarinnar. Þá lýstu Trump-liðar bloggsíðunni sem vettvangi þar sem hægt er að tjá sig „frjálslega og örugglega“ og sem „vita frelsis“ á tímum þöggunar og lyga. Sjá einnig: Trump opnar eigin miðil Þann 21. maí birti Washington Post greiningu þar sem fram kom að bloggsíðan nyti lítilla vinsælda. Í kjölfar þess birti Trump yfirlýsingu þar sem hann sagði bloggsíðuna litlu hafa heppnast mjög vel. Hann sagði hana njóta mikilla vinsælda og að hún væri jafnvel enn vinsælli ef hann hefði ekki verið bannaður á Facebook og Twitter, þar sem hann hafði 35 milljónir fylgjenda á Facebook og um 88 milljónir á Twitter. Trump sagði einnig í þessari yfirlýsingu að milljónir stuðningsmanna hans hefðu hætt að nota Facebook og Twitter því samfélagsmiðlarnir væru orðnir leiðinlegir og grimmir. Hann færði engin rök fyrir þeirri staðhæfingu og notendafjöldi beggja samfélagsmiðla hefur staðið í stað eða aukist frá því hann flutti úr Hvíta húsinu, samkvæmt Washington Post. Segist verða forseti aftur Trump sagði nýverið að hann stefndi á annað forsetaframboð árið 2024, með því skilyrði að hann yrði enn við góða heilsu. Undanfarið mun Trump þó hafa sagt fólki að hann gerði ráð fyrir því að verða aftur forseti fyrir ágúst á þessu ári. Sidney Powell, fyrrverandi lögmaður Trumps, hefur varið miklu púðri í að reyna að gera Trump aftur að forseta.EPA/JIM LO SCALZO Þær fregnir bárust í kjölfar viðburðar um helgina þar sem Sidney Powell, fyrrverandi lögmaður Trumps, sem hefur barist harkalega fyrir því að úrslitum kosninganna verði snúið við, án mikils árangurs þó, og Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, sem var dæmdur fyrir að ljúga að rannsakendum Alríkislögreglu Bandaríkjanna um samskipti sín við sendiherra Rússlands á árum áður og náðaður af Trump, héldu erindi. Sjá einnig: „Brjálaðasti“ fundur sem haldinn var í Hvíta húsi Trumps Powell staðhæfði ranglega að það væri einfalt mál að setja Trump aftur í embætti og Flynn virtist kalla eftir því að herinn tæki völd í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Facebook Twitter Samfélagsmiðlar Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira