Helmingur stráka í 10. bekk horfir á klám nokkrum sinnum í viku Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. júní 2021 20:00 Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar. Vísir/egill Um helmingur stráka í 10. bekk horfir á klám nokkrum sinnum í viku. Verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar hefur áhyggjur af stöðunni. Börnin séu að horfa á brenglaða hluti og klámáhorfið leiði til breyttrar hegðunar. Samkvæmt niðurstöðum könnunar Rannsóknar- og greininga sem gerð var í febrúar 2021 horfa þrettán prósent stráka í 10. bekk á klám daglega eða oft á dag og sjö prósent stráka í 8 bekk. Fjörutíu og tvö prósent stráka í 10. bekk horfa á klám nokkrum sinnum í viku. „Það er hópur þarna sem við höfum áhyggjur af sem er að horfa nánast daglega á klám og það er bæði 9. bekkur og 10. bekkur og það er um helmingur,“ segir Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar. Börn niður í átta ára horfi á klám Stúlkur á þessum aldri horfi talsvert minna á klám. „Þannig þetta er kynbundið vandamál,“ segir Kolbrún Hrund. Dæmi séu um að börn niður í 8 ára horfi á klám. Hún hefur áhyggjur af stöðinni. Börn séu ekki einungis að horfa á klám fyrir kynferðislega örvun heldur einnig til að læra um kynlíf. „Þetta er að birtast í kynferðisbrotum og bæði inni á Neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis og á Stígamótum eru þau að sjá miklar breytingu á kynferðisbrotum þar sem brotaþolar eru að lýsa nánast klámmynd,“ segir Kolbrún Hrund. Klippa: Gaurar læra aldrei meira um að ríða Börnin sjái brenglaða hluti Kyrkingartök og grófara kynferðisofbeldi sjáist nú í auknum mæli. Þá birtist aukið klámáhorf barna í breyttri hegðun. „Ég er að fá símtöl til mín um það að það sé mikið klámfengið tal og mikil kvenfyrirlitning,“ segir Kolbrún Hrund. Börnin sjái oft mjög brenglaða hluti. „Það er mikil ofbeldi og við erum sjá mörg klámmyndbönd sem tengja fjölskyldumeðlimi saman. Fyrsta skipti með afa eða mamma kennir syni sínum að gera þetta og svo framvegis,“ segir Kolbrún. Ungir karlar lendi í risvandamálum Í dag geti börn nálgast klám hvar og hvenær sem er hafi þau aðgang að netinu. Rannsóknir sýni að klámáhorf svo unga barna geti leitt til oförvunar á kynsvörunarsvæði í heila þeirra. Það þýði að þegar börnin verði fullorðin þurfi þau margfalt meiri örvun til að líkaminn bregðist við. „Sem þýðir að ungir karlar eru að lenda í risvandamálum, annað hvort ná ekki risi eða að halda risi, eða ná ekki að fá fullnægjunu í kynlífi,“ segir Kolbrún Hrund. Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Samkvæmt niðurstöðum könnunar Rannsóknar- og greininga sem gerð var í febrúar 2021 horfa þrettán prósent stráka í 10. bekk á klám daglega eða oft á dag og sjö prósent stráka í 8 bekk. Fjörutíu og tvö prósent stráka í 10. bekk horfa á klám nokkrum sinnum í viku. „Það er hópur þarna sem við höfum áhyggjur af sem er að horfa nánast daglega á klám og það er bæði 9. bekkur og 10. bekkur og það er um helmingur,“ segir Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar. Börn niður í átta ára horfi á klám Stúlkur á þessum aldri horfi talsvert minna á klám. „Þannig þetta er kynbundið vandamál,“ segir Kolbrún Hrund. Dæmi séu um að börn niður í 8 ára horfi á klám. Hún hefur áhyggjur af stöðinni. Börn séu ekki einungis að horfa á klám fyrir kynferðislega örvun heldur einnig til að læra um kynlíf. „Þetta er að birtast í kynferðisbrotum og bæði inni á Neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis og á Stígamótum eru þau að sjá miklar breytingu á kynferðisbrotum þar sem brotaþolar eru að lýsa nánast klámmynd,“ segir Kolbrún Hrund. Klippa: Gaurar læra aldrei meira um að ríða Börnin sjái brenglaða hluti Kyrkingartök og grófara kynferðisofbeldi sjáist nú í auknum mæli. Þá birtist aukið klámáhorf barna í breyttri hegðun. „Ég er að fá símtöl til mín um það að það sé mikið klámfengið tal og mikil kvenfyrirlitning,“ segir Kolbrún Hrund. Börnin sjái oft mjög brenglaða hluti. „Það er mikil ofbeldi og við erum sjá mörg klámmyndbönd sem tengja fjölskyldumeðlimi saman. Fyrsta skipti með afa eða mamma kennir syni sínum að gera þetta og svo framvegis,“ segir Kolbrún. Ungir karlar lendi í risvandamálum Í dag geti börn nálgast klám hvar og hvenær sem er hafi þau aðgang að netinu. Rannsóknir sýni að klámáhorf svo unga barna geti leitt til oförvunar á kynsvörunarsvæði í heila þeirra. Það þýði að þegar börnin verði fullorðin þurfi þau margfalt meiri örvun til að líkaminn bregðist við. „Sem þýðir að ungir karlar eru að lenda í risvandamálum, annað hvort ná ekki risi eða að halda risi, eða ná ekki að fá fullnægjunu í kynlífi,“ segir Kolbrún Hrund.
Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira