Hvað eru TikTok og bálkakeðjur og hvernig tengjast þau ferðaþjónustu? Inga Rós Antoníusdóttir og Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifa 2. júní 2021 12:31 Nú er heimurinn smám saman að opnast á ný og fólk með uppsafnaða ferðaþrá skipuleggur fyrstu ferðalögin eftir heimsfaraldur. Ferðaþjónustan er loksins að vakna til lífsins og fyrirtækin að skipuleggja markaðsaðgerðir og þjónustuframboð eftir að hafa þurft að endurskipuleggja reksturinn ærlega undanfarið ár. Markhóparnir eru ekki endilega þeir sömu og voru og óskir og þarfir gesta hafa breyst. Þar af leiðandi eru þeir miðlar sem hentuðu best til markaðssetningar fyrir Covid ekki endilega þeir sömu. TikTok er t.d ekki bara danskennsla fyrir börn heldur áhrifamikið markaðstól sem getur nýst ferðaþjónustufyrirtækjum mjög vel í samkeppninni um gestina. Hugtök eins og bálkakeðjur, sem fólk tengir oftar við t.d. rafmyntir en ferðaþjónustu, snúast líka um gagnsæi í gagnaöflun og notkun og geta aukið traust ferðamanna til áfangastaða. Ferðamálastofa og Íslenski Ferðaklasinn standa fyrir ráðstefnu á morgun, fimmtudaginn 3.júní undir yfirskriftinni Iceland Travel Tech-Nordic Edition og er markmiðið að gefa ferðaþjónustufyrirtækjum færi á að fræðast um nýjungar í tæknimálum og hvernig nýta megi tæknina til aukinnar sjálfbærni í greininni. Fjallað verður um fyrrnefnd atriði en einnig verður fjallað um sjálfvirknivæðingu og snertilausar lausnir sem og forrit sem auðvelda fyrirtækjum að spá fyrir um framtíðina. Þá verður einnig fjallað um upplifunarhönnun og hvað ferðaþjónustan getur lært af tölvuleikjahönnuðum, hvernig við stýrum mögulegri hegðun og hvernig við nýtum notendaupplýsingar og gögn til að þróa enn betur upplifun og þjónustu. Þetta er í þriðja sinn sem Iceland Travel Tech verður haldið og nú jafnframt í þriðju útfærslunni. Ráðstefna sem átti upptök sín sem hefðbundin ráðstefna og sýning í Hörpu fyrir tveimur árum, breyttist í stafræna ráðstefnu þegar Covid 19 neyddi aðstandendur til að hugsa hlutina upp á nýtt í fyrra og á sér núna enn nýja birtingarmynd sem svokölluð „hybrid“ ráðstefna, bæði í raun og rafheimum. Fjöldi innlendra og erlendra fyrirlesara munu kynna nýjustu strauma og stefnur í tæknimálum ferðaþjónustunnar og býðst öllum áhugasömum að fylgjast með, hvort sem er í Grósku -Hugmyndahúsi (á meðan húsrúm leyfir) eða á netinu, þeim að kostnaðarlausu. Skráning er nauðsynleg en nánari upplýsingar má finna á heimasíðum Ferðamálastofu og Íslenska Ferðaklasans. Inga Rós Antoníusdóttir er verkefnastjóri stafrænnar þróunar hjá Ferðamálastofu og Ásta Kristín Sigurjónsdóttir er framkvæmdastjóri Ferðaklasans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Ásta Kristín Sigurjónsdóttir Inga Rós Antoníusdóttir Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Nú er heimurinn smám saman að opnast á ný og fólk með uppsafnaða ferðaþrá skipuleggur fyrstu ferðalögin eftir heimsfaraldur. Ferðaþjónustan er loksins að vakna til lífsins og fyrirtækin að skipuleggja markaðsaðgerðir og þjónustuframboð eftir að hafa þurft að endurskipuleggja reksturinn ærlega undanfarið ár. Markhóparnir eru ekki endilega þeir sömu og voru og óskir og þarfir gesta hafa breyst. Þar af leiðandi eru þeir miðlar sem hentuðu best til markaðssetningar fyrir Covid ekki endilega þeir sömu. TikTok er t.d ekki bara danskennsla fyrir börn heldur áhrifamikið markaðstól sem getur nýst ferðaþjónustufyrirtækjum mjög vel í samkeppninni um gestina. Hugtök eins og bálkakeðjur, sem fólk tengir oftar við t.d. rafmyntir en ferðaþjónustu, snúast líka um gagnsæi í gagnaöflun og notkun og geta aukið traust ferðamanna til áfangastaða. Ferðamálastofa og Íslenski Ferðaklasinn standa fyrir ráðstefnu á morgun, fimmtudaginn 3.júní undir yfirskriftinni Iceland Travel Tech-Nordic Edition og er markmiðið að gefa ferðaþjónustufyrirtækjum færi á að fræðast um nýjungar í tæknimálum og hvernig nýta megi tæknina til aukinnar sjálfbærni í greininni. Fjallað verður um fyrrnefnd atriði en einnig verður fjallað um sjálfvirknivæðingu og snertilausar lausnir sem og forrit sem auðvelda fyrirtækjum að spá fyrir um framtíðina. Þá verður einnig fjallað um upplifunarhönnun og hvað ferðaþjónustan getur lært af tölvuleikjahönnuðum, hvernig við stýrum mögulegri hegðun og hvernig við nýtum notendaupplýsingar og gögn til að þróa enn betur upplifun og þjónustu. Þetta er í þriðja sinn sem Iceland Travel Tech verður haldið og nú jafnframt í þriðju útfærslunni. Ráðstefna sem átti upptök sín sem hefðbundin ráðstefna og sýning í Hörpu fyrir tveimur árum, breyttist í stafræna ráðstefnu þegar Covid 19 neyddi aðstandendur til að hugsa hlutina upp á nýtt í fyrra og á sér núna enn nýja birtingarmynd sem svokölluð „hybrid“ ráðstefna, bæði í raun og rafheimum. Fjöldi innlendra og erlendra fyrirlesara munu kynna nýjustu strauma og stefnur í tæknimálum ferðaþjónustunnar og býðst öllum áhugasömum að fylgjast með, hvort sem er í Grósku -Hugmyndahúsi (á meðan húsrúm leyfir) eða á netinu, þeim að kostnaðarlausu. Skráning er nauðsynleg en nánari upplýsingar má finna á heimasíðum Ferðamálastofu og Íslenska Ferðaklasans. Inga Rós Antoníusdóttir er verkefnastjóri stafrænnar þróunar hjá Ferðamálastofu og Ásta Kristín Sigurjónsdóttir er framkvæmdastjóri Ferðaklasans.
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar