Bankarnir hækkuðu allir vexti húsnæðislána í dag Eiður Þór Árnason skrifar 1. júní 2021 16:45 Stóru bankarnir þrír hækkuðu sömuleiðis vexti sparnaðarreikninga. Vísir Arion banki, Íslandsbanki og Landsbanki hafa allir kynnt vaxtahækkanir á útlánum sínum í kjölfar nýlegrar stýrivaxtahækkunar Seðlabanka Íslands. Hækka vextir vissra lána um 0,15 til 0,25 prósentustig og tóku breytingarnar gildi í dag. Hjá Landsbankanum hækkuðu breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum um 0,15 prósentustig í dag. Fastir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum breytast ekki og vextir á verðtryggðum íbúðalánum, bæði breytilegir og fastir, haldast sömuleiðis óbreyttir. Vextir óverðtryggðra lána Landsbankans vegna bíla- og tækjafjármögnunar voru hækkaðir um 0,15 prósentustig. Yfirdráttarvextir hækka um 0,10 til 0,25 prósentustig. Hækka um allt að 0,25 prósentustig Hjá Arion banka hækka óverðtryggðir breytilegir íbúðalánavextir um 0,10 prósentustig og verða 3,54%. Óverðtryggðir fastir þriggja ára íbúðalánavextir hækka um 0,15 prósentustig og verða 4,35%. Verðtryggðir íbúðalánavextir eru óbreyttir en kjörvextir bílalána hækka um 0,10 prósentustig og verða 5,10%. Yfirdráttarvextir og vextir greiðsludreifinga hækka um 0,25 prósentustig. Íslandsbanki hækkar breytilega vexti óverðtryggðra húsnæðislána um 0,25 prósentustig. Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána til þriggja ára hækka um 0,20 prósentustig og til fimm ára hækka um 0,55 prósentustig. Breytilegir óverðtryggðir kjörvextir Ergo og vextir bílalána og bílasamninga hækka um 0,25 prósentustig. Yfirdráttarvextir einstaklinga og fyrirtækja hækka sömuleiðis um 0,25 prósentustig. Hækka líka vexti sparnaðarreikninga Vextir á íbúðalánum hafa lækkað hratt síðustu fimmtán mánuði samhliða sögulega lágum stýrivöxtum. Nú er breyting þar á en Seðlabankinn tilkynnti þann 19. maí síðastliðinn að stýrivextir yrðu hækkaðir um 0,25 prósentustig, einkum til að bregðast við mikilli verðbólgu sem hefur reynst þrálátari en gert var ráð fyrir. Litast verðbólgan meðal annars af hækkun húsnæðisverðs sem talin er að hluta tilkomin vegna lækkunar lánsvaxta og tilheyrandi þrýstings á fasteignamarkaðnum. Stýrivaxtahækkunin hefur sömuleiðis áhrif á innlánsvexti bankanna. Landsbankinn hækkar vextir á óverðtryggðum sparireikningum um allt að 0,20 prósentustig. Vextir á reikningum með föstum vöxtum hækka í flestum tilvikum um 0,25 prósentustig en vextir almennra veltureikninga haldast óbreyttir. Arion banki og Íslandsbanki hækka vexti helstu sparnaðarreikninga um 0,10 til 0,25 prósentustig. Íslenskir bankar Húsnæðismál Fasteignamarkaður Fjármál heimilisins Neytendur Tengdar fréttir Seðlabankinn hækkar stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1 prósent. 19. maí 2021 08:30 Hundruð skráð sig vegna málsóknar gegn bönkunum Nokkur hundruð manns hafa ákveðið að taka þátt í málarekstri gegn bönkum vegna lána sem Neytendasamtökin telja ólögmæt. Samtök fjármálafyrirtækja telja óvíst hvort fólkið hafi orðið fyrir nokkru tjóni. 19. maí 2021 18:45 Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Hjá Landsbankanum hækkuðu breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum um 0,15 prósentustig í dag. Fastir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum breytast ekki og vextir á verðtryggðum íbúðalánum, bæði breytilegir og fastir, haldast sömuleiðis óbreyttir. Vextir óverðtryggðra lána Landsbankans vegna bíla- og tækjafjármögnunar voru hækkaðir um 0,15 prósentustig. Yfirdráttarvextir hækka um 0,10 til 0,25 prósentustig. Hækka um allt að 0,25 prósentustig Hjá Arion banka hækka óverðtryggðir breytilegir íbúðalánavextir um 0,10 prósentustig og verða 3,54%. Óverðtryggðir fastir þriggja ára íbúðalánavextir hækka um 0,15 prósentustig og verða 4,35%. Verðtryggðir íbúðalánavextir eru óbreyttir en kjörvextir bílalána hækka um 0,10 prósentustig og verða 5,10%. Yfirdráttarvextir og vextir greiðsludreifinga hækka um 0,25 prósentustig. Íslandsbanki hækkar breytilega vexti óverðtryggðra húsnæðislána um 0,25 prósentustig. Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána til þriggja ára hækka um 0,20 prósentustig og til fimm ára hækka um 0,55 prósentustig. Breytilegir óverðtryggðir kjörvextir Ergo og vextir bílalána og bílasamninga hækka um 0,25 prósentustig. Yfirdráttarvextir einstaklinga og fyrirtækja hækka sömuleiðis um 0,25 prósentustig. Hækka líka vexti sparnaðarreikninga Vextir á íbúðalánum hafa lækkað hratt síðustu fimmtán mánuði samhliða sögulega lágum stýrivöxtum. Nú er breyting þar á en Seðlabankinn tilkynnti þann 19. maí síðastliðinn að stýrivextir yrðu hækkaðir um 0,25 prósentustig, einkum til að bregðast við mikilli verðbólgu sem hefur reynst þrálátari en gert var ráð fyrir. Litast verðbólgan meðal annars af hækkun húsnæðisverðs sem talin er að hluta tilkomin vegna lækkunar lánsvaxta og tilheyrandi þrýstings á fasteignamarkaðnum. Stýrivaxtahækkunin hefur sömuleiðis áhrif á innlánsvexti bankanna. Landsbankinn hækkar vextir á óverðtryggðum sparireikningum um allt að 0,20 prósentustig. Vextir á reikningum með föstum vöxtum hækka í flestum tilvikum um 0,25 prósentustig en vextir almennra veltureikninga haldast óbreyttir. Arion banki og Íslandsbanki hækka vexti helstu sparnaðarreikninga um 0,10 til 0,25 prósentustig.
Íslenskir bankar Húsnæðismál Fasteignamarkaður Fjármál heimilisins Neytendur Tengdar fréttir Seðlabankinn hækkar stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1 prósent. 19. maí 2021 08:30 Hundruð skráð sig vegna málsóknar gegn bönkunum Nokkur hundruð manns hafa ákveðið að taka þátt í málarekstri gegn bönkum vegna lána sem Neytendasamtökin telja ólögmæt. Samtök fjármálafyrirtækja telja óvíst hvort fólkið hafi orðið fyrir nokkru tjóni. 19. maí 2021 18:45 Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Seðlabankinn hækkar stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1 prósent. 19. maí 2021 08:30
Hundruð skráð sig vegna málsóknar gegn bönkunum Nokkur hundruð manns hafa ákveðið að taka þátt í málarekstri gegn bönkum vegna lána sem Neytendasamtökin telja ólögmæt. Samtök fjármálafyrirtækja telja óvíst hvort fólkið hafi orðið fyrir nokkru tjóni. 19. maí 2021 18:45