Hús bandaríska sendiráðsins til sölu: Birtir yfir Þingholtunum við brotthvarf hinnar bandarísku njósnastarfsemi Jakob Bjarnar skrifar 1. júní 2021 11:33 Húsakynni bandaríska sendiráðsins eru komin í söluferli. Búist er við því að þau fari á 700 til 750 milljónir króna. Vignir Már/Fasteignaljósmyndun Benedikt Erlingsson leikstjóri grætur ekki brotthvarf sendiráðsins úr hverfinu. Hann segir guðsþakkarvert að losna við njósnastarfsemi og fyrirferð sem fylgt hefur Bandaríkjamönnunum. Fyrrum húsakynni bandaríska sendiráðsins eru nú komin í söluferli. Sendiráðið hefur flutt starfsemi sína í rammgert virki við Engjateig en kostnaður við gerð þess mun hafa verið um sex og hálfan milljarð króna. 700 til 750 milljóna króna eign Það þýðir að húsakynni Bandaríkjamannanna við Laufásveg eru laus en þar hefur sendiráðið verið til húsa frá því það opnaði í seinni heimstyrjöldinni árið 1941. Byggingarnar þar eru snar þáttur í sögunni og er oft nefnt í því sambandi að Ronald Reagan þá Bandaríkjaforseti, gisti þar þegar hann kom til Íslands á leiðtogafundinn 1986. Allur reiturinn Laufásvegur 19-23 og svo Þingholtsstræti 34 er komið í sölu. Samtals er um að ræða 2.066 fermetra í hjarta Þingholtanna. Í sölulýsingu segir: Styrmir fasteignasali segir að þetta eigi aldrei eftir að gerast aftur, eða hann sér það ekki í fyrirsjáanlegri framtíð, að svo væn skák af Þingholtunum, í hjarta borgarinnar, verði aftur til sölu.Vignir Már/Fasteignaljósmyndun „Um að ræða 4 byggingar á eignarlóð með stórum og fallegum sameiginlegum garði í miðjunni. Byggingar á Laufásvegi 19 standa þó á óskiptri lóð.“ Vísir heyrði í Styrmi Bjarti Karlssyni fasteignasala en hann segir að þegar hafi margir sýnt eigninni áhuga og er hún þó varla komin í auglýsingu. Styrmir segir það enda svo að eignin bjóði uppá mikla möguleika en söluvæntingar nema um 700 til 750 milljónum króna. „Það kemur svo í ljós hvað fólk vill borga fyrir þetta.“ Nágrannarnir himinlifandi að losna við Kanann Styrmir sér fyrir sér að húsakynnin gætu hýst ýmsa starfsemi, þarna væri til að mynda hægt að setja upp hótel, hostel; klúbbastarfsemi af ýmsu tagi. „Þarna er mikið af baðherbergjum. Tvær sánur í sitthvoru húsinu og svo eru þarna munir sem hægt er að nýta. Þarna er til dæmis það sem ég kalla Reagan-herbergið, þar sem Ronald Reagan gisti þegar hann kom til landsins,“ segir Styrmir. Og víst er að engin eftirsjá er af þeirri starfsemi sem þarna var áður, um áratugi. Benedikt Erlingsson leikstjóri hefur búið þarna steinsnar frá hartnær alla sína ævi. „Við öll í hverfinu erum himinlifandi,“ segir Benedikt spurður hvort ekki sé eftirsjá af þessum nágrönnum. Hann er ekkert í því að fegra það. Benedikt Erlingsson grætur fyrrverandi nágranna sína ekki, nema síður sé.Getty/Carlos R. Alvarez „Við losnum við sprengjublómabeðin og aggressívt heimsveldi sem er í stríði í nokkrum heimsálfum. Og njósnastofnun sem við losnum við. Menn geta nú talað frjálst í hverfinu, að það sé ekki einhver að þýða og gefa rapport um heimilisfólk. Já, það er eins og birti yfir Þingholtunum að losna við þá. Þetta endaði með því að Ameríka sýndi sitt rétta andlit þegar Trumpistarnir tóku yfir sendiráðið. Vona bara að danska sendiráðið flytji ekki þangað. þá er verr af stað farið en heima setið,“ segir Benedikt. Njósnastarfsemi í Þingholtunum Seinni tíma saga sendiráðsins fjallar um mann sem vildi fá lífverði, að sögn Benedikts. „Og um alla öryggisverðina sem voru að vinna hérna, þurftu að hanga þarna og leita að leyniskyttum í gluggum hjá okkur. Ekki skemmtilegt starf að vera útilegumaður í einkennisbúningi að þjóna erlendu heimsveldi.“ Þá segir Benedikt að það hljóti jafnframt að losna önnur íbúð við næstu götu, leyniíbúðin þeirra. Hann lýsir því að ef menn gangi tvisvar fram hjá sendiráðinu séu þeir eltir og skrifuð um þá skýrsla. Á því eftirliti sé ákveðið kerfi sem snúi að öllu sem ekki er innan settra reglna. Ný húsakynni bandaríska sendiráðsins við Engjateig.Vísir/Vilhelm „Erpur gerði flugeldaárás á húsið, reyndar af bílskúrsþakinu okkar sem leiddi til þess að um mig var gerð þykk og mikil skýrsla.“ Benedikt segir Bandaríkjamenn stöðugt á vaktinni, við að safna upplýsingum, löglegum sem ólöglegum. „Þetta er virki og í raun viðurkennt form á njósnum. Öll sendiráð eru í raun njósnastofnanir.“ Ýmsir forvitnilegir munir fylgja húsakynnum. Þar eru til dæmis tvö gufuböð, skotheld gler og þessi glæsilegi arinn, svo fátt eitt sé nefnt. Húsin eru snar þáttur í íslenskri sögu og þarna hafa ýmsir mætt til veislu í gegnum tíðina í tengslum við kosningar og annað.Vignir Már/Fasteignaljósmyndun Bandaríkin Reykjavík Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Bandaríska sendiráðið sakar Fréttablaðið um „falsfréttaflutning“ Í færslu á Facebook-síðu bandaríska sendiráðsins á Íslandi sem birt var í nótt er spurt hvort að falsfréttir séu komnar til Íslands. 30. október 2020 07:18 Sendiráð Bandaríkjanna festi kaup á 500 fermetra einbýlishúsi í eigu Andra og Valgerðar Andri Már Ingólfsson, fyrrverandi aðaleigandi Primera Air sem var tekið til gjaldþrotaskipta haustið 2018, og Valgerður Franklínsdóttir hafa selt einbýlishús sitt við Sólvallagötu 14 en eignin var skráð á Valgerði. 5. október 2020 13:30 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Fyrrum húsakynni bandaríska sendiráðsins eru nú komin í söluferli. Sendiráðið hefur flutt starfsemi sína í rammgert virki við Engjateig en kostnaður við gerð þess mun hafa verið um sex og hálfan milljarð króna. 700 til 750 milljóna króna eign Það þýðir að húsakynni Bandaríkjamannanna við Laufásveg eru laus en þar hefur sendiráðið verið til húsa frá því það opnaði í seinni heimstyrjöldinni árið 1941. Byggingarnar þar eru snar þáttur í sögunni og er oft nefnt í því sambandi að Ronald Reagan þá Bandaríkjaforseti, gisti þar þegar hann kom til Íslands á leiðtogafundinn 1986. Allur reiturinn Laufásvegur 19-23 og svo Þingholtsstræti 34 er komið í sölu. Samtals er um að ræða 2.066 fermetra í hjarta Þingholtanna. Í sölulýsingu segir: Styrmir fasteignasali segir að þetta eigi aldrei eftir að gerast aftur, eða hann sér það ekki í fyrirsjáanlegri framtíð, að svo væn skák af Þingholtunum, í hjarta borgarinnar, verði aftur til sölu.Vignir Már/Fasteignaljósmyndun „Um að ræða 4 byggingar á eignarlóð með stórum og fallegum sameiginlegum garði í miðjunni. Byggingar á Laufásvegi 19 standa þó á óskiptri lóð.“ Vísir heyrði í Styrmi Bjarti Karlssyni fasteignasala en hann segir að þegar hafi margir sýnt eigninni áhuga og er hún þó varla komin í auglýsingu. Styrmir segir það enda svo að eignin bjóði uppá mikla möguleika en söluvæntingar nema um 700 til 750 milljónum króna. „Það kemur svo í ljós hvað fólk vill borga fyrir þetta.“ Nágrannarnir himinlifandi að losna við Kanann Styrmir sér fyrir sér að húsakynnin gætu hýst ýmsa starfsemi, þarna væri til að mynda hægt að setja upp hótel, hostel; klúbbastarfsemi af ýmsu tagi. „Þarna er mikið af baðherbergjum. Tvær sánur í sitthvoru húsinu og svo eru þarna munir sem hægt er að nýta. Þarna er til dæmis það sem ég kalla Reagan-herbergið, þar sem Ronald Reagan gisti þegar hann kom til landsins,“ segir Styrmir. Og víst er að engin eftirsjá er af þeirri starfsemi sem þarna var áður, um áratugi. Benedikt Erlingsson leikstjóri hefur búið þarna steinsnar frá hartnær alla sína ævi. „Við öll í hverfinu erum himinlifandi,“ segir Benedikt spurður hvort ekki sé eftirsjá af þessum nágrönnum. Hann er ekkert í því að fegra það. Benedikt Erlingsson grætur fyrrverandi nágranna sína ekki, nema síður sé.Getty/Carlos R. Alvarez „Við losnum við sprengjublómabeðin og aggressívt heimsveldi sem er í stríði í nokkrum heimsálfum. Og njósnastofnun sem við losnum við. Menn geta nú talað frjálst í hverfinu, að það sé ekki einhver að þýða og gefa rapport um heimilisfólk. Já, það er eins og birti yfir Þingholtunum að losna við þá. Þetta endaði með því að Ameríka sýndi sitt rétta andlit þegar Trumpistarnir tóku yfir sendiráðið. Vona bara að danska sendiráðið flytji ekki þangað. þá er verr af stað farið en heima setið,“ segir Benedikt. Njósnastarfsemi í Þingholtunum Seinni tíma saga sendiráðsins fjallar um mann sem vildi fá lífverði, að sögn Benedikts. „Og um alla öryggisverðina sem voru að vinna hérna, þurftu að hanga þarna og leita að leyniskyttum í gluggum hjá okkur. Ekki skemmtilegt starf að vera útilegumaður í einkennisbúningi að þjóna erlendu heimsveldi.“ Þá segir Benedikt að það hljóti jafnframt að losna önnur íbúð við næstu götu, leyniíbúðin þeirra. Hann lýsir því að ef menn gangi tvisvar fram hjá sendiráðinu séu þeir eltir og skrifuð um þá skýrsla. Á því eftirliti sé ákveðið kerfi sem snúi að öllu sem ekki er innan settra reglna. Ný húsakynni bandaríska sendiráðsins við Engjateig.Vísir/Vilhelm „Erpur gerði flugeldaárás á húsið, reyndar af bílskúrsþakinu okkar sem leiddi til þess að um mig var gerð þykk og mikil skýrsla.“ Benedikt segir Bandaríkjamenn stöðugt á vaktinni, við að safna upplýsingum, löglegum sem ólöglegum. „Þetta er virki og í raun viðurkennt form á njósnum. Öll sendiráð eru í raun njósnastofnanir.“ Ýmsir forvitnilegir munir fylgja húsakynnum. Þar eru til dæmis tvö gufuböð, skotheld gler og þessi glæsilegi arinn, svo fátt eitt sé nefnt. Húsin eru snar þáttur í íslenskri sögu og þarna hafa ýmsir mætt til veislu í gegnum tíðina í tengslum við kosningar og annað.Vignir Már/Fasteignaljósmyndun
Bandaríkin Reykjavík Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Bandaríska sendiráðið sakar Fréttablaðið um „falsfréttaflutning“ Í færslu á Facebook-síðu bandaríska sendiráðsins á Íslandi sem birt var í nótt er spurt hvort að falsfréttir séu komnar til Íslands. 30. október 2020 07:18 Sendiráð Bandaríkjanna festi kaup á 500 fermetra einbýlishúsi í eigu Andra og Valgerðar Andri Már Ingólfsson, fyrrverandi aðaleigandi Primera Air sem var tekið til gjaldþrotaskipta haustið 2018, og Valgerður Franklínsdóttir hafa selt einbýlishús sitt við Sólvallagötu 14 en eignin var skráð á Valgerði. 5. október 2020 13:30 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Bandaríska sendiráðið sakar Fréttablaðið um „falsfréttaflutning“ Í færslu á Facebook-síðu bandaríska sendiráðsins á Íslandi sem birt var í nótt er spurt hvort að falsfréttir séu komnar til Íslands. 30. október 2020 07:18
Sendiráð Bandaríkjanna festi kaup á 500 fermetra einbýlishúsi í eigu Andra og Valgerðar Andri Már Ingólfsson, fyrrverandi aðaleigandi Primera Air sem var tekið til gjaldþrotaskipta haustið 2018, og Valgerður Franklínsdóttir hafa selt einbýlishús sitt við Sólvallagötu 14 en eignin var skráð á Valgerði. 5. október 2020 13:30