„Bæta þarf gæði gagna!“ Erna Bjarnadóttir skrifar 31. maí 2021 14:00 Undanfarin misseri hefur sjónum mjög verið beint að tölfræði yfir innflutning landbúnaðarvara til landsins. Nokkur harka hefur jafnvel færst í leikinn og er ég þar að vísa til ummæla sem Páll Rúnar M. Kristjánsson hrl. lét falla í Viðskiptablaðinu sem birtist 20. maí sl. Þar er m.a. haft eftir honum um athafnir stjórnvalda hvað varðar tollmeðferð erlends mjólkurosts: „Öðru fremur er hins vegar um að ræða grundvallarmál að því er varðar hvernig heimilt er að beita opinberu valdi til að ganga erinda eins markaðsráðandi fyrirtækis gegn þeirri litlu samkeppni sem það fær.“ Hér birtist mjög sérstakur málflutningur þar sem gert er að því skóna að stjórnvöld gangi erinda kúabænda. Það er með nokkrum ólíkindum að ekki hafi verið leitað sjónarmiða Skattsins né fjármála- og efnahagsráðuneytisins áður en slík ummæli eru birt svo sver sem þau eru. Vekur furðu að fjölmiðill sem kennir sig við viðskipti skuli ekki sinna þessum grunnskyldum sínum. Að þessir aðilar, Skatturinn og fjármála- og efnahagsráðuneyti, beri heldur ekki hönd fyrir höfuð sér er svo önnur saga. Það er marg búið að sýna fram á að til staðar er misræmi milli þess sem er skráð sem útflutningur búvara frá ESB löndum samkvæmt skýrslum Eurostat og innflutningur til Íslands samkvæmt opinberum skýrslum Hagstofu Íslands frá sömu löndum. Slíkt misræmi á einfaldlega ekki að vera til staðar miðað við fyrstu sex stafi í tollskrárnúmeri ef alls staðar er rétt gert. En nú í apríl mánuði tók skörin heldur betur að færast upp í bekkinn. Þann 7. desember 2020 lagði Þorsteinn Sæmundsson þm. fram skriflega fyrirspurn á Alþingi til skriflegs svars um innflutning á osti og kjöti og fleiri landbúnaðarvörum árin 2019 og 2020, sjá hér. Skriflegt svar fjármála- og efnahagsráðherra við þessari fyrirspurn er dagsett 21. apríl sl. Það svar passar hins vegar hvorki við tölur Hagstofu Íslands um innflutning og eru mun lægri þó viðskipti við Bretland séu ekki meðtalin í tölum Hagstofu Íslands, Þær eru líka í flestum tilvikum mun og jafnvel margfalt lægri en útflutningstölur frá ESB þó aðeins sé borið saman við innflutning frá 27 löndum (án Bretlands) Fróðlegt er að taka fáein dæmi í þessu sambandi. Þau eru þó aðeins á fyrstu fjóra stafi í tollskrárnúmeri. Misræmið kann að vera meira milli sex stafa númera. Þannig aðeins er t.d. hægt að greina á milli kjöts á beini og kjöts sem er beinlaust en töluverður munur er á tollum þar á milli. Viðskipti með landbúnaðarvörur milli Íslands og ESB landa árið 2019: Þessi tafla kallar á rækilegar skýringar. Hvers vegna gefur fjármálaráðuneytið í svari sínu, sem vafalaust er unnið af undirstofnun þess Skattinum, upp tölur sem passa ekki við tölur Hagstofu Íslands. Hvaða tölur eru réttar? Höfundur þessarar greinar telur rétt að treysta helst tölum frá Hagstofu ESB þegar þrjú mismunandi stjórnvöld á Íslandi geta ekki verið sammála um þessar innflutningstölur. Í framhaldinu blasir sú spurning við á hverju íslensk stjórnvöld byggja sína hagsmunagæslu þegar farið er í milliríkjasamninga, t.d. þegar samið er um viðskipti milli Íslands og ESB eða við Bretland með landbúnaðarvörur. Réttar hagtölur eru þar grundvallaratriði til að unnt sé að meta íslenska viðskiptahagsmuni. Misræmi sem gengur í „báðar áttir“ eins og fjármála- og efnahagsráðherra kallar það, er vitaskuld skýring sem hvorki heldur vatni né varpar ljósi að hið rétta um þessi viðskipti. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá MS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Landbúnaður Skattar og tollar Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hefur sjónum mjög verið beint að tölfræði yfir innflutning landbúnaðarvara til landsins. Nokkur harka hefur jafnvel færst í leikinn og er ég þar að vísa til ummæla sem Páll Rúnar M. Kristjánsson hrl. lét falla í Viðskiptablaðinu sem birtist 20. maí sl. Þar er m.a. haft eftir honum um athafnir stjórnvalda hvað varðar tollmeðferð erlends mjólkurosts: „Öðru fremur er hins vegar um að ræða grundvallarmál að því er varðar hvernig heimilt er að beita opinberu valdi til að ganga erinda eins markaðsráðandi fyrirtækis gegn þeirri litlu samkeppni sem það fær.“ Hér birtist mjög sérstakur málflutningur þar sem gert er að því skóna að stjórnvöld gangi erinda kúabænda. Það er með nokkrum ólíkindum að ekki hafi verið leitað sjónarmiða Skattsins né fjármála- og efnahagsráðuneytisins áður en slík ummæli eru birt svo sver sem þau eru. Vekur furðu að fjölmiðill sem kennir sig við viðskipti skuli ekki sinna þessum grunnskyldum sínum. Að þessir aðilar, Skatturinn og fjármála- og efnahagsráðuneyti, beri heldur ekki hönd fyrir höfuð sér er svo önnur saga. Það er marg búið að sýna fram á að til staðar er misræmi milli þess sem er skráð sem útflutningur búvara frá ESB löndum samkvæmt skýrslum Eurostat og innflutningur til Íslands samkvæmt opinberum skýrslum Hagstofu Íslands frá sömu löndum. Slíkt misræmi á einfaldlega ekki að vera til staðar miðað við fyrstu sex stafi í tollskrárnúmeri ef alls staðar er rétt gert. En nú í apríl mánuði tók skörin heldur betur að færast upp í bekkinn. Þann 7. desember 2020 lagði Þorsteinn Sæmundsson þm. fram skriflega fyrirspurn á Alþingi til skriflegs svars um innflutning á osti og kjöti og fleiri landbúnaðarvörum árin 2019 og 2020, sjá hér. Skriflegt svar fjármála- og efnahagsráðherra við þessari fyrirspurn er dagsett 21. apríl sl. Það svar passar hins vegar hvorki við tölur Hagstofu Íslands um innflutning og eru mun lægri þó viðskipti við Bretland séu ekki meðtalin í tölum Hagstofu Íslands, Þær eru líka í flestum tilvikum mun og jafnvel margfalt lægri en útflutningstölur frá ESB þó aðeins sé borið saman við innflutning frá 27 löndum (án Bretlands) Fróðlegt er að taka fáein dæmi í þessu sambandi. Þau eru þó aðeins á fyrstu fjóra stafi í tollskrárnúmeri. Misræmið kann að vera meira milli sex stafa númera. Þannig aðeins er t.d. hægt að greina á milli kjöts á beini og kjöts sem er beinlaust en töluverður munur er á tollum þar á milli. Viðskipti með landbúnaðarvörur milli Íslands og ESB landa árið 2019: Þessi tafla kallar á rækilegar skýringar. Hvers vegna gefur fjármálaráðuneytið í svari sínu, sem vafalaust er unnið af undirstofnun þess Skattinum, upp tölur sem passa ekki við tölur Hagstofu Íslands. Hvaða tölur eru réttar? Höfundur þessarar greinar telur rétt að treysta helst tölum frá Hagstofu ESB þegar þrjú mismunandi stjórnvöld á Íslandi geta ekki verið sammála um þessar innflutningstölur. Í framhaldinu blasir sú spurning við á hverju íslensk stjórnvöld byggja sína hagsmunagæslu þegar farið er í milliríkjasamninga, t.d. þegar samið er um viðskipti milli Íslands og ESB eða við Bretland með landbúnaðarvörur. Réttar hagtölur eru þar grundvallaratriði til að unnt sé að meta íslenska viðskiptahagsmuni. Misræmi sem gengur í „báðar áttir“ eins og fjármála- og efnahagsráðherra kallar það, er vitaskuld skýring sem hvorki heldur vatni né varpar ljósi að hið rétta um þessi viðskipti. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá MS.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun