„Ég var ekki barn eftir að þetta gerðist“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 31. maí 2021 12:41 Sævar Þór Jónsson lögmaður gaf á dögunum út bókina Barnið í garðinum. Ísland í dag Lögmaðurinn Sævar Þór Jónsson hefur gengið í gegnum erfiða hluti á sinni ævi og fór hann yfir sögu sína í Ísland í dag. Sævar Þór varð fyrir kynferðisofbeldi átta ára gamall og glímdi í kjölfarið við áfallastreitu og áfengisvandamál frá táningsaldri. „Unglingsstúlka fær mig til að fara inn í skemmu og þar eru tveir yngri menn. Ég átta mig ekki alveg á aldrinum en líklega á aldrinum fimmtán til tuttugu ára. Þeir misnota mig sem barn. Það er svo skrítið að ég man margt frá þessu tímabili, ég man birtuna, ég man umhverfið, ég man aðstæðurnar og ég man lyktina. Þetta var ég búinn að grafa niður.“ Í dag er hann giftur faðir og rekur lögmannsstofu ásamt eiginmanni sínum, Lárusi Sigurði Lárussyni. Þeir skrifuðu saman bók um áföll og æsku Sævars, en bókin ber titilinn Barnið í garðinum. „Ég gat ekki skrifað þessa sögu án þess að segja hana eins og hún er. Ég hlífi engum. Ég hlífi ekki sjálfum mér, ég hlífi ekki fólkinu mínu og ég bara segi hlutina eins og þeir eru.“ Í bókinni segir hann frá erfiðum heimilisaðstæðum í æsku, drykkju, neyslu og framhjáhaldi. Sævar hefur í kjölfar útgáfu bókarinnar misst sambandið við nána fjölskyldumeðlimi. „Ég hef misst tengsl við foreldra mína, systkini og frændfólk og það er mér afskaplega þungbært og erfitt en þetta er mín frásögn og mín saga. Þau hafa sína sögu og sínar frásagnir. Lengi vel var það ekki viðurkennt að ég hefði orðið fyrir kynferðisbroti en ég heyri það þó nú í fyrsta skipti í mínu lífi að fólk er tilbúið að viðurkenna að ég hafi orðið fyrir einhverju átta ára gamall.“ Sævar segir að hann elski fjölskylduna en ef hann eigi að velja milli þeirra og síns eigin bata, verði hann að taka afstöðu með sjálfum sér og velja að vera til staðar fyrir son sinn. Drykkja, neysla og afneitun Sævar opnaði sig ekki um misnotkunina fyrr en hann var að vinna að svokölluðu stuðningsfulltrúa máli í Reykjavík, sem lögmaður þolendanna. „Ég var búinn að grafa yfir þetta í mörg ár bæði með drykkju, neyslu og afneitun sem var farið að hafa virkileg áhrif á mig.“ Hann átti í miklum erfiðleikum með tengslamyndun eftir áfallið og tók langan tíma að vinna úr afleiðingum misnotkunarinnar. „Ég var ekki barn eftir að þetta gerðist. Ég var eitthvað annað.“ Auðveldara að fela sig Sævar segist hafa lent í ýmsum persónulegum erfiðleikum með sjálfan sig þegar hann varð eldri. Þunglyndi og mikil áfengisdrykkja kom svo í kjölfarið en Sævar drakk til að deyfa tilfinningar sínar. „Þegar þú ferð í drykkjuna þá ertu annar karakter og þá getur þú falið þig betur.“ Sævar segist hafa byrjað að drekka í grunnskóla og með árunum varð hún í raun algjörlega stjórnlaus. „Ég man eftir tilvikum þar sem ég drakk í vinnu ótæpilega, eftir vinnu. Ég vann mikið.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Ísland í dag - Brotnaði gjörsamlega niður eftir skýrslutökuna Ísland í dag Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Viðbrögðin innan lögmannsstéttarinnar voru sár vonbrigði Fyrir helgi kom út bókin Barnið í garðinum, eftir Sævar Þór Jónsson lögmann. Með honum skrifaði bókina eiginmaður hans, lögmaðurinn Lárus Sigurður Lárusson. Sævar Þór er á margan hátt ósáttur við viðbrögðin innan lögmannastéttarinnar hér á landi við því að hann opnaði sig um kynferðisofbeldi sem hann varð fyrir í æsku. 11. apríl 2021 10:01 Stuðningsfulltrúinn dæmdur í fimm ára fangelsi Fyrrverandi stuðningsfulltrúi hjá Barnavernd Reykjavíkur var í gær dæmdur í fimm ára fangelsi af Landsrétti fyrir kynferðisbrot. Hann var ákærður fyrir að hafa brotið á fjórum börnum og einum ungum pilti en var sýknaður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. 11. júní 2020 23:48 Borgin greiðir Alex Má bætur vegna stuðningsfulltrúans Alex Már Jóhannsson, 25 ára karlmaður sem varð fyrir grófu kynferðisofbeldi af hálfu stuðningsfulltrúa sem starfaði hjá Barnavernd Reykjavíkur, hefur komist að samkomulagi við Reykjavíkurborg um skaðabætur. 25. febrúar 2021 16:50 Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Julian McMahon látinn Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Sævar Þór varð fyrir kynferðisofbeldi átta ára gamall og glímdi í kjölfarið við áfallastreitu og áfengisvandamál frá táningsaldri. „Unglingsstúlka fær mig til að fara inn í skemmu og þar eru tveir yngri menn. Ég átta mig ekki alveg á aldrinum en líklega á aldrinum fimmtán til tuttugu ára. Þeir misnota mig sem barn. Það er svo skrítið að ég man margt frá þessu tímabili, ég man birtuna, ég man umhverfið, ég man aðstæðurnar og ég man lyktina. Þetta var ég búinn að grafa niður.“ Í dag er hann giftur faðir og rekur lögmannsstofu ásamt eiginmanni sínum, Lárusi Sigurði Lárussyni. Þeir skrifuðu saman bók um áföll og æsku Sævars, en bókin ber titilinn Barnið í garðinum. „Ég gat ekki skrifað þessa sögu án þess að segja hana eins og hún er. Ég hlífi engum. Ég hlífi ekki sjálfum mér, ég hlífi ekki fólkinu mínu og ég bara segi hlutina eins og þeir eru.“ Í bókinni segir hann frá erfiðum heimilisaðstæðum í æsku, drykkju, neyslu og framhjáhaldi. Sævar hefur í kjölfar útgáfu bókarinnar misst sambandið við nána fjölskyldumeðlimi. „Ég hef misst tengsl við foreldra mína, systkini og frændfólk og það er mér afskaplega þungbært og erfitt en þetta er mín frásögn og mín saga. Þau hafa sína sögu og sínar frásagnir. Lengi vel var það ekki viðurkennt að ég hefði orðið fyrir kynferðisbroti en ég heyri það þó nú í fyrsta skipti í mínu lífi að fólk er tilbúið að viðurkenna að ég hafi orðið fyrir einhverju átta ára gamall.“ Sævar segir að hann elski fjölskylduna en ef hann eigi að velja milli þeirra og síns eigin bata, verði hann að taka afstöðu með sjálfum sér og velja að vera til staðar fyrir son sinn. Drykkja, neysla og afneitun Sævar opnaði sig ekki um misnotkunina fyrr en hann var að vinna að svokölluðu stuðningsfulltrúa máli í Reykjavík, sem lögmaður þolendanna. „Ég var búinn að grafa yfir þetta í mörg ár bæði með drykkju, neyslu og afneitun sem var farið að hafa virkileg áhrif á mig.“ Hann átti í miklum erfiðleikum með tengslamyndun eftir áfallið og tók langan tíma að vinna úr afleiðingum misnotkunarinnar. „Ég var ekki barn eftir að þetta gerðist. Ég var eitthvað annað.“ Auðveldara að fela sig Sævar segist hafa lent í ýmsum persónulegum erfiðleikum með sjálfan sig þegar hann varð eldri. Þunglyndi og mikil áfengisdrykkja kom svo í kjölfarið en Sævar drakk til að deyfa tilfinningar sínar. „Þegar þú ferð í drykkjuna þá ertu annar karakter og þá getur þú falið þig betur.“ Sævar segist hafa byrjað að drekka í grunnskóla og með árunum varð hún í raun algjörlega stjórnlaus. „Ég man eftir tilvikum þar sem ég drakk í vinnu ótæpilega, eftir vinnu. Ég vann mikið.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Ísland í dag - Brotnaði gjörsamlega niður eftir skýrslutökuna
Ísland í dag Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Viðbrögðin innan lögmannsstéttarinnar voru sár vonbrigði Fyrir helgi kom út bókin Barnið í garðinum, eftir Sævar Þór Jónsson lögmann. Með honum skrifaði bókina eiginmaður hans, lögmaðurinn Lárus Sigurður Lárusson. Sævar Þór er á margan hátt ósáttur við viðbrögðin innan lögmannastéttarinnar hér á landi við því að hann opnaði sig um kynferðisofbeldi sem hann varð fyrir í æsku. 11. apríl 2021 10:01 Stuðningsfulltrúinn dæmdur í fimm ára fangelsi Fyrrverandi stuðningsfulltrúi hjá Barnavernd Reykjavíkur var í gær dæmdur í fimm ára fangelsi af Landsrétti fyrir kynferðisbrot. Hann var ákærður fyrir að hafa brotið á fjórum börnum og einum ungum pilti en var sýknaður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. 11. júní 2020 23:48 Borgin greiðir Alex Má bætur vegna stuðningsfulltrúans Alex Már Jóhannsson, 25 ára karlmaður sem varð fyrir grófu kynferðisofbeldi af hálfu stuðningsfulltrúa sem starfaði hjá Barnavernd Reykjavíkur, hefur komist að samkomulagi við Reykjavíkurborg um skaðabætur. 25. febrúar 2021 16:50 Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Julian McMahon látinn Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Viðbrögðin innan lögmannsstéttarinnar voru sár vonbrigði Fyrir helgi kom út bókin Barnið í garðinum, eftir Sævar Þór Jónsson lögmann. Með honum skrifaði bókina eiginmaður hans, lögmaðurinn Lárus Sigurður Lárusson. Sævar Þór er á margan hátt ósáttur við viðbrögðin innan lögmannastéttarinnar hér á landi við því að hann opnaði sig um kynferðisofbeldi sem hann varð fyrir í æsku. 11. apríl 2021 10:01
Stuðningsfulltrúinn dæmdur í fimm ára fangelsi Fyrrverandi stuðningsfulltrúi hjá Barnavernd Reykjavíkur var í gær dæmdur í fimm ára fangelsi af Landsrétti fyrir kynferðisbrot. Hann var ákærður fyrir að hafa brotið á fjórum börnum og einum ungum pilti en var sýknaður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. 11. júní 2020 23:48
Borgin greiðir Alex Má bætur vegna stuðningsfulltrúans Alex Már Jóhannsson, 25 ára karlmaður sem varð fyrir grófu kynferðisofbeldi af hálfu stuðningsfulltrúa sem starfaði hjá Barnavernd Reykjavíkur, hefur komist að samkomulagi við Reykjavíkurborg um skaðabætur. 25. febrúar 2021 16:50
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög