Íslenski boltinn

KSÍ hvetur fleiri konur til að ganga til liðs við hreyfinguna

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Bríet Bragadóttir er með betri dómurum landsins.
Bríet Bragadóttir er með betri dómurum landsins. Vísir/Vilhelm

Knattspyrnusamband Íslands birti frétt á vef sínum sem og myndbönd þar sem það hvetur konur til að koma að því starfi sem er unnið í kringum fótboltann hér á landi.

Þriðjungur allra sem æfa knattspyrnu á Íslandi eru stelpur eða konur en því miður er fjöldinn ekki nærri eins hár þegar kemur að öðrum störfum innan knattspyrnuhreyfingarinnar.

„Þegar kemur að öðrum hlutverkum í knattspyrnuhreyfingunni er hlutfall kvenna mun lægra. Þessu þurfum við að breyta og hvetur KSÍ konur til að ganga til liðs við knattspyrnuhreyfinguna og hefja störf - sem þjálfarar eða dómarar, sem starfsmenn eða sjálfboðaliðar félaga, og til að vera virkir þátttakendur í knattspyrnuhreyfingunni," segir í frétt KSÍ um málið.

Í myndbandi sem KSÍ gaf út er rætt við þrjár konur sem koma með virkum hætti að knattspyrnuhreyfingunni. Deila þær reynslu sinni ásamt því að segja frá starfi sínu. 

Um er að ræða Hildi Jónu Þorsteinsdóttur – framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar FH. Sigríði Björk Þorláksdóttur Baxter – yfirþjálfara hjá Hetti á Egilsstöðum og Bergrós Lilju Unudóttur – KSÍ dómara.

Myndböndin má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×