Ederson stefnir á að taka víti ef þess þarf Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. maí 2021 13:00 Ederson varði vítaspyrnu Gylfa Þórs Sigurðssonar í síðasta leik sem hann spilaði. Hann stefnir á að taka vítaspyrnu í kvöld ef þess þarf. EPA-EFE/Dave Thompson Brasilíski markvörðurinn Ederson stefnir á að taka vítaspyrnu ef leikur Manchester City og Chelsea í kvöld fer alla leið í vítaspyrnukeppni. Ensku knattspyrnufélögin Manchester City og Chelsea mætast í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Ederson þykir ansi liðtækur á vítapunktinum en hefur ekki enn tekið vítaspyrnu fyrir Manchester City þó liðsfélagar hans hafi verið duglegir að klúðra spyrnum sínum undanfarin misseri. Félagið hefur til að mynda klúðrað fjórum af ellefu vítaspyrnum sínum á þessari leiktíð. Í viðtali fyrir leikinn sagði Ederson að ef leikurinn færi alla leið í vítaspyrnukeppni ætlaði hann sér að taka fimmtu vítaspyrnu Manchester City. Ederson. The penalty spot.An unlikely match pic.twitter.com/mp5Z7niWDf— Goal (@goal) May 29, 2021 Scott Carson, þriðji markvörður Manchester City, hefur fulla trú á sínum manni. „Ederson hefur alveg lúðrað nokkrum boltum í netið hjá mér og Zack Steffen [varamarkverði Man City] á æfingum. Þú vilt ekki fá boltann í þig því hann skýtur svo fast, það er vont að verja. Hann tekur stundum víti og virðist alltaf hitta í hliðarnetið.“ Úrslitastund! Í kvöld kl. 18:50 Upphitun hefst kl. 18:00 #UCLFinal pic.twitter.com/N22OC8N5dg— Stöð 2 Sport (@St2Sport) May 29, 2021 Upphitun fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar hefst klukkan 18.00 á Stöð 2 Sport 2 en leikurinn sjálfur hefst klukkan 19.00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti Fleiri fréttir Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Sjá meira
Ensku knattspyrnufélögin Manchester City og Chelsea mætast í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Ederson þykir ansi liðtækur á vítapunktinum en hefur ekki enn tekið vítaspyrnu fyrir Manchester City þó liðsfélagar hans hafi verið duglegir að klúðra spyrnum sínum undanfarin misseri. Félagið hefur til að mynda klúðrað fjórum af ellefu vítaspyrnum sínum á þessari leiktíð. Í viðtali fyrir leikinn sagði Ederson að ef leikurinn færi alla leið í vítaspyrnukeppni ætlaði hann sér að taka fimmtu vítaspyrnu Manchester City. Ederson. The penalty spot.An unlikely match pic.twitter.com/mp5Z7niWDf— Goal (@goal) May 29, 2021 Scott Carson, þriðji markvörður Manchester City, hefur fulla trú á sínum manni. „Ederson hefur alveg lúðrað nokkrum boltum í netið hjá mér og Zack Steffen [varamarkverði Man City] á æfingum. Þú vilt ekki fá boltann í þig því hann skýtur svo fast, það er vont að verja. Hann tekur stundum víti og virðist alltaf hitta í hliðarnetið.“ Úrslitastund! Í kvöld kl. 18:50 Upphitun hefst kl. 18:00 #UCLFinal pic.twitter.com/N22OC8N5dg— Stöð 2 Sport (@St2Sport) May 29, 2021 Upphitun fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar hefst klukkan 18.00 á Stöð 2 Sport 2 en leikurinn sjálfur hefst klukkan 19.00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti Fleiri fréttir Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Sjá meira