Rúrik hefur gengið afskaplega vel í keppninni ásamt dansfélaga sínum Renötu Lusin. Þau hafa meðal annars tryggt sér svokallað „Wild card“ í keppninni, það er að ekki var hægt að kjósa þau úr næsta þætti, og fengu þau fullt hús stiga oftar en einu sinni.
Þættirnir eru byggðir á bresku þáttunum „Dancing with the Stars“ en þeir hafa verið staðfærðir víða um heim, þar á meðal á Íslandi. Í þáttunum dansa víðfrægir einstaklingar við atvinnudansara.